Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Valur Páll Eiríksson skrifar 11. apríl 2025 08:03 Aron Elís Þrándarson, leikmaður Víkings, á langa endurhæfingu fyrir höndum. Ekki er ljóst hversu langa. Vísir/Arnar Aron Elís Þrándarson varð fyrir miklu áfalli þegar tímabili hans í fótboltanum lauk strax í fyrsta leik. Hann er enn að jafna sig á mesta sjokkinu og ná sáttum við það að hann spili ekki fótbolta fyrr en á næsta ári. „Þetta hefur verið erfitt. Maður hefur verið að láta synca inn hvað er fram undan. Að fá þetta í andlitið í fyrsta leik er vægast sagt svekkjandi,“ segir Aron Elís sem meiddist í 2-0 sigri Víkings á ÍBV á sunnudag. Fljótlega kom í ljós að krossband væri slitið, en það aftara. Töluvert algengara er að fremra krossband slitni og eru um 90% krossbandaaðgerða hérlendis á því fremra. Það á því eftir að taka ákvörðun um hvort Aron þurfi að fara í aðgerð en áhætta fylgir báðum kostum, aðgerð eða ekki. „Nú tekur við smá óvissa. Við erum að ákveða hvort verði farið í aðgerð eða ekki. Það eru mismunandi áhættur við báða kostina. Ég held það verði tekin ákvörðun um það á næstu dögum,“ segir Aron Elís. Fjölskyldan á inni Pablo Punyed, liðsfélagi Arons, sleit krossband síðasta sumar og er að vinna sig til baka. Aron segist búa sig undir svipað hlutverk og þá getur hann einnig eytt meiri tíma með tveimur ungum börnum og kærustunni Sigrúnu Dís. „Maður er að undirbúa sig andlega fyrir það að koma í nýtt hlutverk hjá liðinu, líkt og Pablo var í á seinasta ári. Hann er að koma til baka núna. Maður er að búa sig undir það. Svo á fjölskyldan á náttúrulega mikið inni hjá manni, maður hefur kannski aðeins meiri tíma til að borga til baka í þeim efnum,“ „Pabbi verður aðeins meira heima. En ég ætla að leyfa mér að svekkja mig aðeins núna næstu daga og svo þarf maður bara að keyra þetta áfram.“ segir Aron Elís. Ertu bjartsýnn fyrir ferlið sem er fram undan? „Maður er alltaf í smá dimmum dal í byrjun. En svo byrjar maður að sjá ljósið held ég. Þá verður maður aðeins bjartsýnni,“ segir Aron Elís. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Sjá meira
„Þetta hefur verið erfitt. Maður hefur verið að láta synca inn hvað er fram undan. Að fá þetta í andlitið í fyrsta leik er vægast sagt svekkjandi,“ segir Aron Elís sem meiddist í 2-0 sigri Víkings á ÍBV á sunnudag. Fljótlega kom í ljós að krossband væri slitið, en það aftara. Töluvert algengara er að fremra krossband slitni og eru um 90% krossbandaaðgerða hérlendis á því fremra. Það á því eftir að taka ákvörðun um hvort Aron þurfi að fara í aðgerð en áhætta fylgir báðum kostum, aðgerð eða ekki. „Nú tekur við smá óvissa. Við erum að ákveða hvort verði farið í aðgerð eða ekki. Það eru mismunandi áhættur við báða kostina. Ég held það verði tekin ákvörðun um það á næstu dögum,“ segir Aron Elís. Fjölskyldan á inni Pablo Punyed, liðsfélagi Arons, sleit krossband síðasta sumar og er að vinna sig til baka. Aron segist búa sig undir svipað hlutverk og þá getur hann einnig eytt meiri tíma með tveimur ungum börnum og kærustunni Sigrúnu Dís. „Maður er að undirbúa sig andlega fyrir það að koma í nýtt hlutverk hjá liðinu, líkt og Pablo var í á seinasta ári. Hann er að koma til baka núna. Maður er að búa sig undir það. Svo á fjölskyldan á náttúrulega mikið inni hjá manni, maður hefur kannski aðeins meiri tíma til að borga til baka í þeim efnum,“ „Pabbi verður aðeins meira heima. En ég ætla að leyfa mér að svekkja mig aðeins núna næstu daga og svo þarf maður bara að keyra þetta áfram.“ segir Aron Elís. Ertu bjartsýnn fyrir ferlið sem er fram undan? „Maður er alltaf í smá dimmum dal í byrjun. En svo byrjar maður að sjá ljósið held ég. Þá verður maður aðeins bjartsýnni,“ segir Aron Elís. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Sjá meira