Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir og Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifa 10. apríl 2025 11:01 Hugverkaiðnaður hefur vaxið hratt á undanförnum árum og fest sig í sessi sem fjórða stoð útflutnings þjóðarbúsins. Mikil tækifæri eru til frekari vaxtar í greininni en hún glímir við skort á sérfræðimenntuðu starfsfólki. Vegna þess að innlent menntakerfi nær ekki að mæta þörf greinarinnar fyrir mannauði er þörf á sækja það vinnuafl erlendis frá. Umsóknarferli um dvalar- og atvinnuleyfi eru hins vegar flókin, tímafrek og ófyrirsjáanleg. Þetta skapar óvissu og tafir sem draga úr vaxtarmöguleikum fyrirtækja í greininni. Samtök iðnaðarins kalla eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja að framboð sérfræðinga haldist í hendur við vöxt greinarinnar. Árið 2024 voru útflutningstekjur hugverkaiðnaðar 309 milljarðar króna og höfðu þær þá tvöfaldast á aðeins fimm árum. Útflutningstekjur greinarinnar höfðu aldrei áður verið þetta háar. Með vexti greinarinnar er hagkerfið að verða hugverkadrifið og ef rétt er haldið á spilunum eru tækifærin til frekari vaxtar óþrjótandi til hagsbóta fyrir lífsgæði landsmanna. Ef áætlanir fyrirtækjanna í greininni ganga eftir mun greinin tvöfalda útflutningstekjur sínar aftur á næstu fimm árum og að líkindum verða verðmætasta útflutningstoð hagkerfisins. Sérfræðimenntað starfsfólk er lykillinn að þessari þróun en fyrirtæki í greininni eiga erfitt með að manna mikilvæg störf. Fyrirtækin nefna bæði tæknigreinar og stuðningshlutverk, til að mynda er þörf fyrir forritara, sérfræðinga í stafrænni vöruþróun, viðmótshönnuði, gervigreindarsérfræðinga, rafmagnsverkfræðinga, sérfræðinga í mekatróník, reynslumikla sölumenn og markaðsfólk með alþjóðlega sýn, ásamt sérfræðingum í gæðastjórnun og sjálfbærni. Samtök iðnaðarins hafa á síðastliðnum árum ítrekað bent á þessa þróun og gáfu m.a. út greiningu árið 2024 byggðri á könnun á meðal félagsmanna í greininni sem sýndi fram á að fyrirtækin þyrftu að fjölga sérfræðingum um allt að 9.000 á næstu fimm árum til að fylgja eftir vaxtaáætlunum sínum. Mörg fyrirtæki í hugverkaiðnaði bíða nú eftir úrlausn umsókna og í þeirri bið glatast dýrmæt tækifæri til vaxtar. Það skiptir máli að Ísland bjóði upp á samkeppnishæf skilyrði annars bíða vaxtartækifæri greinarinnar á biðstofunni. Auðlind hugverkaiðnaðarins er hugvit og nýsköpun sem byggir á rannsóknar- og þróunarstarfi. Í greininni er framleiðni meiri en að jafnaði í öðrum greinum hagkerfisins og viðfangsefni hennar mörg hver að finna lausnir á helstu áskorunum samfélagsins hvort sem er í loftslagsmálum, heilbrigðisþjónustu eða innviðum. Leiðin til að auka lífsgæði landsmanna er að styðja við áframhaldandi vöxt hugverkaiðnaðar. Til þess þarf að tryggja að nægjanlegt framboð sérfræðinga sé fyrir hendi. Það krefst bæði öflugs menntakerfis og markvissra aðgerða til að einfalda aðgengi að alþjóðlegum sérfræðingum. Samtök iðnaðarins leggja áherslu á að slíkar aðgerðir séu nauðsynlegar ef nýsköpun, verðmætasköpun og útflutningur á grunni hugverka eigi að halda áfram að vaxa í þágu íslensks samfélags. Erla Tinna er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins og Hulda Birna er sérfræðingur í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Hugverkaiðnaður hefur vaxið hratt á undanförnum árum og fest sig í sessi sem fjórða stoð útflutnings þjóðarbúsins. Mikil tækifæri eru til frekari vaxtar í greininni en hún glímir við skort á sérfræðimenntuðu starfsfólki. Vegna þess að innlent menntakerfi nær ekki að mæta þörf greinarinnar fyrir mannauði er þörf á sækja það vinnuafl erlendis frá. Umsóknarferli um dvalar- og atvinnuleyfi eru hins vegar flókin, tímafrek og ófyrirsjáanleg. Þetta skapar óvissu og tafir sem draga úr vaxtarmöguleikum fyrirtækja í greininni. Samtök iðnaðarins kalla eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja að framboð sérfræðinga haldist í hendur við vöxt greinarinnar. Árið 2024 voru útflutningstekjur hugverkaiðnaðar 309 milljarðar króna og höfðu þær þá tvöfaldast á aðeins fimm árum. Útflutningstekjur greinarinnar höfðu aldrei áður verið þetta háar. Með vexti greinarinnar er hagkerfið að verða hugverkadrifið og ef rétt er haldið á spilunum eru tækifærin til frekari vaxtar óþrjótandi til hagsbóta fyrir lífsgæði landsmanna. Ef áætlanir fyrirtækjanna í greininni ganga eftir mun greinin tvöfalda útflutningstekjur sínar aftur á næstu fimm árum og að líkindum verða verðmætasta útflutningstoð hagkerfisins. Sérfræðimenntað starfsfólk er lykillinn að þessari þróun en fyrirtæki í greininni eiga erfitt með að manna mikilvæg störf. Fyrirtækin nefna bæði tæknigreinar og stuðningshlutverk, til að mynda er þörf fyrir forritara, sérfræðinga í stafrænni vöruþróun, viðmótshönnuði, gervigreindarsérfræðinga, rafmagnsverkfræðinga, sérfræðinga í mekatróník, reynslumikla sölumenn og markaðsfólk með alþjóðlega sýn, ásamt sérfræðingum í gæðastjórnun og sjálfbærni. Samtök iðnaðarins hafa á síðastliðnum árum ítrekað bent á þessa þróun og gáfu m.a. út greiningu árið 2024 byggðri á könnun á meðal félagsmanna í greininni sem sýndi fram á að fyrirtækin þyrftu að fjölga sérfræðingum um allt að 9.000 á næstu fimm árum til að fylgja eftir vaxtaáætlunum sínum. Mörg fyrirtæki í hugverkaiðnaði bíða nú eftir úrlausn umsókna og í þeirri bið glatast dýrmæt tækifæri til vaxtar. Það skiptir máli að Ísland bjóði upp á samkeppnishæf skilyrði annars bíða vaxtartækifæri greinarinnar á biðstofunni. Auðlind hugverkaiðnaðarins er hugvit og nýsköpun sem byggir á rannsóknar- og þróunarstarfi. Í greininni er framleiðni meiri en að jafnaði í öðrum greinum hagkerfisins og viðfangsefni hennar mörg hver að finna lausnir á helstu áskorunum samfélagsins hvort sem er í loftslagsmálum, heilbrigðisþjónustu eða innviðum. Leiðin til að auka lífsgæði landsmanna er að styðja við áframhaldandi vöxt hugverkaiðnaðar. Til þess þarf að tryggja að nægjanlegt framboð sérfræðinga sé fyrir hendi. Það krefst bæði öflugs menntakerfis og markvissra aðgerða til að einfalda aðgengi að alþjóðlegum sérfræðingum. Samtök iðnaðarins leggja áherslu á að slíkar aðgerðir séu nauðsynlegar ef nýsköpun, verðmætasköpun og útflutningur á grunni hugverka eigi að halda áfram að vaxa í þágu íslensks samfélags. Erla Tinna er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins og Hulda Birna er sérfræðingur í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun