Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 10. apríl 2025 07:31 Mannréttindi eru ekki lúxus. Þau eru grunnstoðir mannsæmandi lífs og öll eiga að geta notið mannréttinda sinna. Réttindabarátta trans fólks snýst ekki um sérmeðferð. Hún snýst ekki um að biðja um meira en aðrir. Hún snýst um að krefjast jafnræðis, krefjast þess að fá að lifa lífi sínu í friði, með reisn, án ótta. Hún snýst um mannréttindi. Það er vitað að trans fólk og sérstaklega ungt trans fólk, býr oft við mikla vanlíðan. Það er ekki vegna þess hver þau eru, heldur vegna þess hvernig samfélagið bregst við því hver þau eru. Oft og tíðum verða þau fyrir útskúfun, fordómum og jafnvel hatursorðræðu. Þau fá þau skilaboð, beint og óbeint, að þau séu ekki nóg. Að þau séu vandamál sem þurfi að leysa. En þau eru ekki vandamálið. Fordómar eru vandamálið. Við sjáum bakslag í umræðunni um réttindi trans fólks. Í stað þess að hlusta á reynslu fólks, í stað þess að mæta þeim með samkennd, þá snýst umræðan æ oftar upp í tortryggni, ótta og jafnvel hreint hatur. Það er áhyggjuefni. Því orð skipta máli. Við eigum að byggja samfélag þar sem hver og einn má og á að vera sá sem hann, hún, eða hán er, án þess að þurfa að biðjast afsökunar. Samfélag þar sem trans fólk fær stuðning í stað höfnunar. Öryggi í stað ótta. Von í stað einmanaleika. Þetta er ekki barátta sem trans fólk á að berjast fyrir eitt. Baráttan er á ábyrgð okkar allra. Því ef við stöndum ekki með þeim sem standa höllustum fæti, þá bregðumst við okkar eigin gildum. Gildum um réttlæti, mannúð og jöfnuð. Tökum höndum saman og látum ekki hatrið sigra! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og tengdamóðir trans konu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eydís Ásbjörnsdóttir Samfylkingin Málefni trans fólks Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Mannréttindi eru ekki lúxus. Þau eru grunnstoðir mannsæmandi lífs og öll eiga að geta notið mannréttinda sinna. Réttindabarátta trans fólks snýst ekki um sérmeðferð. Hún snýst ekki um að biðja um meira en aðrir. Hún snýst um að krefjast jafnræðis, krefjast þess að fá að lifa lífi sínu í friði, með reisn, án ótta. Hún snýst um mannréttindi. Það er vitað að trans fólk og sérstaklega ungt trans fólk, býr oft við mikla vanlíðan. Það er ekki vegna þess hver þau eru, heldur vegna þess hvernig samfélagið bregst við því hver þau eru. Oft og tíðum verða þau fyrir útskúfun, fordómum og jafnvel hatursorðræðu. Þau fá þau skilaboð, beint og óbeint, að þau séu ekki nóg. Að þau séu vandamál sem þurfi að leysa. En þau eru ekki vandamálið. Fordómar eru vandamálið. Við sjáum bakslag í umræðunni um réttindi trans fólks. Í stað þess að hlusta á reynslu fólks, í stað þess að mæta þeim með samkennd, þá snýst umræðan æ oftar upp í tortryggni, ótta og jafnvel hreint hatur. Það er áhyggjuefni. Því orð skipta máli. Við eigum að byggja samfélag þar sem hver og einn má og á að vera sá sem hann, hún, eða hán er, án þess að þurfa að biðjast afsökunar. Samfélag þar sem trans fólk fær stuðning í stað höfnunar. Öryggi í stað ótta. Von í stað einmanaleika. Þetta er ekki barátta sem trans fólk á að berjast fyrir eitt. Baráttan er á ábyrgð okkar allra. Því ef við stöndum ekki með þeim sem standa höllustum fæti, þá bregðumst við okkar eigin gildum. Gildum um réttlæti, mannúð og jöfnuð. Tökum höndum saman og látum ekki hatrið sigra! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og tengdamóðir trans konu.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun