Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2025 10:13 Helgi Skúli Friðriksson, Hrefna Marín Gunnarsdóttir, Þorgeir Eyfjörð Sigurðsson og Stefán Már Kjartansson. Helgi Skúli Friðriksson, Hrefna Marín Gunnarsdóttir, Þorgeir Eyfjörð Sigurðsson og Stefán Már Kjartansson hafa öll verið ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi netöryggisfyrirtækisins Varist. Í tilkynningu segir að þau muni ásamt Sigurði Skúlasyni, sem hafi verið hjá fyrirtækinu í rúmt ár, við þróun gervigreindarlausna til að styrkja vöruframboð fyrirtækisins. „Varist sérhæfir sig í hraðvirkri og skalanlegri greiningu og vörn gegn spilliforritum og þjónustar fyrirtækið meðal annar stærstu tæknifyrirtæki heims. Lausnir Varist, sem eiga sér djúpar rætur hér á landi, skanna allt að 400 milljarða skráa daglega og tryggja þannig netöryggi fyrir milljarða notenda um allan heim. Helgi Skúli er með doktorspróf í vélaverkfræði frá Háskólanum í Lundi og hefur mikla reynslu af uppbyggingu gagnainnviða og gagnavísindum. Hann kemur frá Controlant þar sem hann stýrði gagnahögun og hefur einnig starfað sem gagnastjóri hjá Nova. Helgi mun leiða nýja gagna- og gervigreindarteymið hjá Varist. Hrefna Marín er með doktorspróf í rafmagnsverkfræði frá Stanford-háskóla og hefur áralanga reynslu af vöruþróun, rannsóknum og gagnavísindum hjá Marel og Controlant, ásamt að hafa verið lektor við Háskóla Íslands. Hún kemur til Varist sem sérfræðingur í gagnavísindum. Stefán Már Kjartansson er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur unnið við bakendaforritun, vélnáms- og gagnalausnir hjá Controlant og NEC. Hjá Varist mun hann bera ábyrgð á hönnun og þróun gagnalausna. Þorgeir Eyfjörð Sigurðsson er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og hefur reynslu í gagnavinnslu og netöryggi frá Cyren, Parka og Travelshift. Hann tekur við sem sérfræðingur í gagnavinnslu hjá Varist,“ segir í tilkynningunni. Fjölgar dag frá degi Haft er eftir Hallgrími Th. Björnssyni, framkvæmdastjóra Varist, að netöryggisárásum fjölgi dag frá degi og með nýjustu framförum í gervigreindartækni verði árásirnar enn fleiri og alvarlegri. „Varist býr yfir einum stærsta gagnagrunni af vírusum í heimi og greinir allt að 4 milljónir óþekkta vírusa á dag. Með nýstofnuðu gagna- og gervigreindarteymi Varist snúum við vörn í sókn og beitum gervigreind til þess að styrkja varnir viðskiptavina okkar. Það er því sérstaklega ánægjulegt að fá svo öfluga einstaklinga til liðs við okkur,” segir Hallgrímur. Netöryggi Vistaskipti Mest lesið Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Í tilkynningu segir að þau muni ásamt Sigurði Skúlasyni, sem hafi verið hjá fyrirtækinu í rúmt ár, við þróun gervigreindarlausna til að styrkja vöruframboð fyrirtækisins. „Varist sérhæfir sig í hraðvirkri og skalanlegri greiningu og vörn gegn spilliforritum og þjónustar fyrirtækið meðal annar stærstu tæknifyrirtæki heims. Lausnir Varist, sem eiga sér djúpar rætur hér á landi, skanna allt að 400 milljarða skráa daglega og tryggja þannig netöryggi fyrir milljarða notenda um allan heim. Helgi Skúli er með doktorspróf í vélaverkfræði frá Háskólanum í Lundi og hefur mikla reynslu af uppbyggingu gagnainnviða og gagnavísindum. Hann kemur frá Controlant þar sem hann stýrði gagnahögun og hefur einnig starfað sem gagnastjóri hjá Nova. Helgi mun leiða nýja gagna- og gervigreindarteymið hjá Varist. Hrefna Marín er með doktorspróf í rafmagnsverkfræði frá Stanford-háskóla og hefur áralanga reynslu af vöruþróun, rannsóknum og gagnavísindum hjá Marel og Controlant, ásamt að hafa verið lektor við Háskóla Íslands. Hún kemur til Varist sem sérfræðingur í gagnavísindum. Stefán Már Kjartansson er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur unnið við bakendaforritun, vélnáms- og gagnalausnir hjá Controlant og NEC. Hjá Varist mun hann bera ábyrgð á hönnun og þróun gagnalausna. Þorgeir Eyfjörð Sigurðsson er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og hefur reynslu í gagnavinnslu og netöryggi frá Cyren, Parka og Travelshift. Hann tekur við sem sérfræðingur í gagnavinnslu hjá Varist,“ segir í tilkynningunni. Fjölgar dag frá degi Haft er eftir Hallgrími Th. Björnssyni, framkvæmdastjóra Varist, að netöryggisárásum fjölgi dag frá degi og með nýjustu framförum í gervigreindartækni verði árásirnar enn fleiri og alvarlegri. „Varist býr yfir einum stærsta gagnagrunni af vírusum í heimi og greinir allt að 4 milljónir óþekkta vírusa á dag. Með nýstofnuðu gagna- og gervigreindarteymi Varist snúum við vörn í sókn og beitum gervigreind til þess að styrkja varnir viðskiptavina okkar. Það er því sérstaklega ánægjulegt að fá svo öfluga einstaklinga til liðs við okkur,” segir Hallgrímur.
Netöryggi Vistaskipti Mest lesið Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira