Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2025 09:35 Henrik og Liva Ingebrigtsen gengu í hjónaband fyrir sjö árum. instagram-síða livu Eiginkona norska hlauparans Henriks Ingebrigtsen, Liva, lýsti atvikinu þegar Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína, Ingrid, með handklæði sem hryllilegu. Réttarhöldin yfir Gjert héldu áfram í gær. Hann er sakaður um að hafa beitt son sinn, Jakob, og dótturina Ingrid andlegu og líkamlegu ofbeldi. Gjert er meðal annars sakaður um að hafa slegið Ingrid með handklæði í ársbyrjun 2022. Það varð til þess að bræður hennar ráku Gjert sem þjálfara sinn og slitu á öll samskipti við hann. Liva, eiginkona Henriks, næstelsta sonarsins, bar vitni í dómssal í gær. Hún rifjaði upp handklæðisatvikið frá 2022. Tók strax mynd af henni „Ég var heima. Hún kom inn því dyrnar voru ólæstar. Hún grét eins og áður en það var annar svipur á henni. Áður virtist hún vera þreytt og leið. Núna ... sá ég hrylling,“ sagði Liva. „Mín fyrstu viðbrögð voru: Hvað gerðist? Ég læsti öllum dyrum. Hún var rauð á kinninni. Það fyrsta sem ég gerði var að taka mynd af henni. Hún var hrædd.“ Gjert Ingebrigtsen gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Eftir að hafa hugað að Ingrid hringdi Liva í Henrik sem var í æfingabúðum. Hann hafði samband við elsta bróðurinn, Kristoffer, sem fór til fundar við Gjert. Að sögn Livu var handklæðisatvikið kornið sem fyllti mælinn hjá bræðrunum en margt annað hafi spilað inn í að þeir ákváðu að reka hann sem þjálfara og hætta að tala við hann. Farið skelfilega illa með hana Liva táraðist í dómssal í gær er hún ræddi um meðferðina á Ingrid. Þau Henrik bjuggu í kjallaranum á fjölskylduheimilinu og samkvæmt Livu kom Ingrid grátandi til þeirra flest kvöld. Liva telur að Gjert hafi refsað Ingrid fyrir að hætta í íþróttum. „Mér finnst eins og ég hefði átt að segja eitthvað fyrr. Það var farið skelfilega illa með hana og ástæðan var að hún vildi ekki vera lengur í íþróttum. Það var ótrúlega skrítið, erfitt og hræðilegt að sjá hana koma niður til okkar á hverju kvöldi,“ sagði Liva. Gjert sver af sér allar sakir og þvertekur fyrir að hafa slegið Ingrid í andlitið. Hann segir að roðinn í kinnum hennar hafi verið einhvers konar húðviðbragð. Mál Gjert Ingebrigtsen Frjálsar íþróttir Hlaup Noregur Fjölskyldumál Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Sjá meira
Réttarhöldin yfir Gjert héldu áfram í gær. Hann er sakaður um að hafa beitt son sinn, Jakob, og dótturina Ingrid andlegu og líkamlegu ofbeldi. Gjert er meðal annars sakaður um að hafa slegið Ingrid með handklæði í ársbyrjun 2022. Það varð til þess að bræður hennar ráku Gjert sem þjálfara sinn og slitu á öll samskipti við hann. Liva, eiginkona Henriks, næstelsta sonarsins, bar vitni í dómssal í gær. Hún rifjaði upp handklæðisatvikið frá 2022. Tók strax mynd af henni „Ég var heima. Hún kom inn því dyrnar voru ólæstar. Hún grét eins og áður en það var annar svipur á henni. Áður virtist hún vera þreytt og leið. Núna ... sá ég hrylling,“ sagði Liva. „Mín fyrstu viðbrögð voru: Hvað gerðist? Ég læsti öllum dyrum. Hún var rauð á kinninni. Það fyrsta sem ég gerði var að taka mynd af henni. Hún var hrædd.“ Gjert Ingebrigtsen gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Eftir að hafa hugað að Ingrid hringdi Liva í Henrik sem var í æfingabúðum. Hann hafði samband við elsta bróðurinn, Kristoffer, sem fór til fundar við Gjert. Að sögn Livu var handklæðisatvikið kornið sem fyllti mælinn hjá bræðrunum en margt annað hafi spilað inn í að þeir ákváðu að reka hann sem þjálfara og hætta að tala við hann. Farið skelfilega illa með hana Liva táraðist í dómssal í gær er hún ræddi um meðferðina á Ingrid. Þau Henrik bjuggu í kjallaranum á fjölskylduheimilinu og samkvæmt Livu kom Ingrid grátandi til þeirra flest kvöld. Liva telur að Gjert hafi refsað Ingrid fyrir að hætta í íþróttum. „Mér finnst eins og ég hefði átt að segja eitthvað fyrr. Það var farið skelfilega illa með hana og ástæðan var að hún vildi ekki vera lengur í íþróttum. Það var ótrúlega skrítið, erfitt og hræðilegt að sjá hana koma niður til okkar á hverju kvöldi,“ sagði Liva. Gjert sver af sér allar sakir og þvertekur fyrir að hafa slegið Ingrid í andlitið. Hann segir að roðinn í kinnum hennar hafi verið einhvers konar húðviðbragð.
Mál Gjert Ingebrigtsen Frjálsar íþróttir Hlaup Noregur Fjölskyldumál Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Sjá meira