Aron Elís með slitið krossband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2025 17:24 Aron Elís verður frá næstu mánuðina. Getty Images/George Wood Aron Elís Þrándarson, miðjumaður Víkings, er með slitið krossband í hné. Þetta staðfesti Sölvi Geir Ottesen, þjálfari liðsins, í viðtali við Fótbolti.net. Hann segir Víkinga eðlilega mjög vonsvikna en Aron Elís hafi spilað vel að undanförnu og komið vel undan vetri. Aron Elís meiddist gegn ÍBV í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á mánudag. Hann meiddist í fyrri hálfleik og þó hann hafi getað gengið sjálfur af velli var strax talið að meiðslin gætu verið alvarleg. Nú hefur komið í ljós að aftara krossband í hné er slitið. Í frétt Fótbolti.net segir að tvennt sé í stöðunni. Annars vegar að Aron Elís fari ekki í aðgerð og verði frá næstu 10-14 vikurnar. Fari svo að krossbandið grói ekki rétt þyrfti hann hins vegar að fara í aðgerð að því loknu. Sé það niðurstaðan yrði hann frá fram á næsta ár. Um er að ræða gríðarlegt áfall fyrir Víkinga sem misstu varnarmanninn Jón Guðna Fjóluson endanlega út skömmu fyrir mót þar sem hann ákvað að setja skóna á hilluna. Þá er Pablo Punyed ekki kominn á fulla ferð eftir að slíta krossband í ágúst á síðasta ári. Víkingur vann ÍBV 2-0 þrátt fyrir að vera manni færri nær allan síðari hálfleikinn eftir að Gylfi Þór Sigurðsson fékk rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Þetta staðfesti Sölvi Geir Ottesen, þjálfari liðsins, í viðtali við Fótbolti.net. Hann segir Víkinga eðlilega mjög vonsvikna en Aron Elís hafi spilað vel að undanförnu og komið vel undan vetri. Aron Elís meiddist gegn ÍBV í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á mánudag. Hann meiddist í fyrri hálfleik og þó hann hafi getað gengið sjálfur af velli var strax talið að meiðslin gætu verið alvarleg. Nú hefur komið í ljós að aftara krossband í hné er slitið. Í frétt Fótbolti.net segir að tvennt sé í stöðunni. Annars vegar að Aron Elís fari ekki í aðgerð og verði frá næstu 10-14 vikurnar. Fari svo að krossbandið grói ekki rétt þyrfti hann hins vegar að fara í aðgerð að því loknu. Sé það niðurstaðan yrði hann frá fram á næsta ár. Um er að ræða gríðarlegt áfall fyrir Víkinga sem misstu varnarmanninn Jón Guðna Fjóluson endanlega út skömmu fyrir mót þar sem hann ákvað að setja skóna á hilluna. Þá er Pablo Punyed ekki kominn á fulla ferð eftir að slíta krossband í ágúst á síðasta ári. Víkingur vann ÍBV 2-0 þrátt fyrir að vera manni færri nær allan síðari hálfleikinn eftir að Gylfi Þór Sigurðsson fékk rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira