Sniðganga var rædd innan HSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. apríl 2025 08:00 Arnar Pétursson segir sniðgöngu á leiknum við Ísrael hafa komið til umræðu innan Handknattsleikssambandsins. EPA-EFE/Beate Oma Dahle „Ég get alveg verið hreinskilinn með það að þetta hefur verið aðeins snúið. Þetta er aðeins öðruvísi en vanalega. Við erum að spila við andstæðing sem við klárlega völdum okkur ekki og þurfum þar af leiðandi aðeins að glíma við það,“ segir Arnar Pétursson um verkefni kvöldsins er Ísland mætir Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. Gengið hefur á ýmsu í aðdraganda leikjanna. Landsliðskonum hafa borist ýmisskonar skilaboð og þá verður leikið fyrir luktum dyrum vegna tilmæla lögreglu, öryggis leikmanna vegna. Klippa: Ræðir Ísraelaleikina og allt þar í kring „Ég skil vel þennan óróleika og þennan óróa og hef sjálfur mjög sterkar skoðanir á þessu. Núna er mitt hlutverk og okkar hlutverk að klára þessa tvo leiki, að einblína á handboltann og það sem við erum að gera þar. Við þurfum að koma okkur á HM. Það er okkar markmið núna en svo getur vel verið að ég tjái mig eftir þá leiki og opinberi mínar skoðanir á þessu. Því ég hef klárlega mjög sterkar skoðanir á þessu ástandi,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. Kallað hefur verið eftir sniðgöngu íslenska liðsins. Það vakti athygli þegar Kristinn Hrafnsson kallaði eftir slíku í gær í ljósi þess að landslið Ísraels tæki óbeinan þátt í réttlætingu þjóðarmorðs Ísraels á Palestínumönnum. Aðspurður um hvort sniðganga hafi verið rædd innan HSÍ segir Arnar: „Já, hún hefur gert það eins og svo margir aðrir þættir í kringum þetta. Það var tekin ákvörðun um að fara ekki þá leið, allavega enn sem komið er. Ég skil alveg þetta sjónarmið og ber virðingu fyrir því og finnst það eðlilegt, ég ætla að bíða með að tjá mig frekar um þetta þar til eftir leikina.“ Hverjar yrðu afleiðingar slíkrar sniðgöngu? „Stærsta afleiðingin yrði sú að Ísrael færi á HM í staðinn fyrir okkur. Við viljum gera okkar besta til að koma í veg fyrir það. Svo yrðu eflaust einhverjar fésektir og eitthvað sem við fengjum á okkur, sem er kannski smávægilegt í þessu stóra samhengi. Ég hef ekki kynnt mér það til hlítar. Ég er að reyna eins og hægt er að eyða næstu klukkustundum í að einblína á þessa leiki og koma okkur almennilega í gegnum þá,“ segir Arnar. Ísland mætir Ísrael að Ásvöllum klukkan 19:30 í kvöld fyrir luktum dyrum. Leiknum verður lýst beint á Vísi. Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Gengið hefur á ýmsu í aðdraganda leikjanna. Landsliðskonum hafa borist ýmisskonar skilaboð og þá verður leikið fyrir luktum dyrum vegna tilmæla lögreglu, öryggis leikmanna vegna. Klippa: Ræðir Ísraelaleikina og allt þar í kring „Ég skil vel þennan óróleika og þennan óróa og hef sjálfur mjög sterkar skoðanir á þessu. Núna er mitt hlutverk og okkar hlutverk að klára þessa tvo leiki, að einblína á handboltann og það sem við erum að gera þar. Við þurfum að koma okkur á HM. Það er okkar markmið núna en svo getur vel verið að ég tjái mig eftir þá leiki og opinberi mínar skoðanir á þessu. Því ég hef klárlega mjög sterkar skoðanir á þessu ástandi,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. Kallað hefur verið eftir sniðgöngu íslenska liðsins. Það vakti athygli þegar Kristinn Hrafnsson kallaði eftir slíku í gær í ljósi þess að landslið Ísraels tæki óbeinan þátt í réttlætingu þjóðarmorðs Ísraels á Palestínumönnum. Aðspurður um hvort sniðganga hafi verið rædd innan HSÍ segir Arnar: „Já, hún hefur gert það eins og svo margir aðrir þættir í kringum þetta. Það var tekin ákvörðun um að fara ekki þá leið, allavega enn sem komið er. Ég skil alveg þetta sjónarmið og ber virðingu fyrir því og finnst það eðlilegt, ég ætla að bíða með að tjá mig frekar um þetta þar til eftir leikina.“ Hverjar yrðu afleiðingar slíkrar sniðgöngu? „Stærsta afleiðingin yrði sú að Ísrael færi á HM í staðinn fyrir okkur. Við viljum gera okkar besta til að koma í veg fyrir það. Svo yrðu eflaust einhverjar fésektir og eitthvað sem við fengjum á okkur, sem er kannski smávægilegt í þessu stóra samhengi. Ég hef ekki kynnt mér það til hlítar. Ég er að reyna eins og hægt er að eyða næstu klukkustundum í að einblína á þessa leiki og koma okkur almennilega í gegnum þá,“ segir Arnar. Ísland mætir Ísrael að Ásvöllum klukkan 19:30 í kvöld fyrir luktum dyrum. Leiknum verður lýst beint á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni