Í tilkynningu frá Reiknistofu bankanna segir að greiðslur virki nú eðlilega og rafræn skilríki séu komin í lag. Takmörkuð virkni var á hvoru tveggja í morgun vegna bilunarinnar.
Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag

Truflanir sem urðu á aðgerðum í netbönkum og á virkni rafrænna skilríkja í morgun eru nú sagðar yfirstaðnar. Enn gætu þó orðið smávægilegar truflanir á meðan unnið er úr bilun sem varð í búnaði Reiknistofu bankanna.