Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar 8. apríl 2025 08:33 „Kristín, ef þú heldur alltaf það versta um þau, þá fara þau líklega að haga sér í samræmi við hugmyndir þínar“. Þetta dæmi tók maðurinn minn um daginn þegar við vorum að ræða uppeldi barna okkar. Og það fékk mig til að hugsa, ekki bara um það hvernig ég tala við mín börn og el þau upp heldur líka hvernig við sem samfélag tölum um börn og ungmenni. Ég ólst upp í Fellunum í Breiðholti eins og flest sem þekkja mig vita. Mér þykir mjög vænt um hverfið og allt það góða sem það hefur upp á að bjóða. Röð atvika varð til þess að ég flutti úr hverfinu. Maðurinn minn er úr Hafnarfirði og er frekari en ég, þó það fari ekki mikið fyrir því hjá honum og úr varð að við fluttum á æskuslóðir hans. Ég tek það samt alltaf jafn nærri mér, sem brottfluttum Breiðhylting, sú neikvæða umfjöllun og umræða sem höfð er uppi um Breiðholtið. Þessi umfjöllun hefur verið lengi, frá því ég man eftir mér. Það er margt gott sem er að gerast í hverfinu en fjölmiðlar virðast hafa lítinn áhuga á því. Þeir kjósa frekar að fjalla um hversu skelfilegir unglingarnir eru sem þar búa. Sem er alls ekki raunin. Ég skrifaði um reynslu og upplifanir íbúa Fellahverfisins í BA rannsókn minni í þjóðfræði árið 2024. Þá tók ég viðtöl við einstkalinga sem ólust upp í hverfinu og það sem kom mér hvað mest á óvart var hversu leitt viðmælendum mínum þótti að heyra alla þessa neikvæðu umfjöllun um hverfið þeirra. Ef við drögum alltaf upp þessa mynd af Breiðholtinu og íbúum þess, hvað gerir það fyrir fólkið sem býr þar og ímynd hverfisins? Akkúrat ekki neitt, nema íbúar gætu mögulega farið að trúa því að þau séu verri en annað fólk og það sé vont að búa í Breiðholtinu. Þetta á auðvitað líka við önnur hverfi og bæjarfélög. Þar sem ég hef ekki orðið vör við eins mikið niðurrif á öðrum stöðum og í garð Breiðholtsins í samfélagsumræðunni og fjölmiðlum hef ég minni áhyggjur af því þó ég hvetji fólk til að vera vakandi fyrir því. Staðreyndin er sú að við erum öll í sama liðinu. Umræðan hefur ýtt við auknu eftirliti foreldra víða og hafa foreldrar í tilteknum skóla sem hefur verið mikið til umfjöllunar tekið sig saman og aukið eftirlit í hverfinu til muna. Það er fagnaðarefni. Því það er mikilvægt í öllum hverfum að hafa virkt foreldraeftirlit, hvort sem það er í heimahúsum eða á þeim stöðum sem hópmyndanir eru líklegar. Því það er jú vissulega okkar, þessa fullorðnu að hugsa um bæði börnin okkar og samfélagið. Það að láta sig börnin og unglingana varða, sýna þeim áhuga og vera til staðar fyrir þau getur haft góð áhrif á þau og nærumhverfið í heild sinni. Eins og einhver sagði einhvern tímann: It takes a village! Áhugasöm geta nálgast ritgerðina hér: https://skemman.is/handle/1946/46717 Höfundur er þjóðfræðingur og nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
„Kristín, ef þú heldur alltaf það versta um þau, þá fara þau líklega að haga sér í samræmi við hugmyndir þínar“. Þetta dæmi tók maðurinn minn um daginn þegar við vorum að ræða uppeldi barna okkar. Og það fékk mig til að hugsa, ekki bara um það hvernig ég tala við mín börn og el þau upp heldur líka hvernig við sem samfélag tölum um börn og ungmenni. Ég ólst upp í Fellunum í Breiðholti eins og flest sem þekkja mig vita. Mér þykir mjög vænt um hverfið og allt það góða sem það hefur upp á að bjóða. Röð atvika varð til þess að ég flutti úr hverfinu. Maðurinn minn er úr Hafnarfirði og er frekari en ég, þó það fari ekki mikið fyrir því hjá honum og úr varð að við fluttum á æskuslóðir hans. Ég tek það samt alltaf jafn nærri mér, sem brottfluttum Breiðhylting, sú neikvæða umfjöllun og umræða sem höfð er uppi um Breiðholtið. Þessi umfjöllun hefur verið lengi, frá því ég man eftir mér. Það er margt gott sem er að gerast í hverfinu en fjölmiðlar virðast hafa lítinn áhuga á því. Þeir kjósa frekar að fjalla um hversu skelfilegir unglingarnir eru sem þar búa. Sem er alls ekki raunin. Ég skrifaði um reynslu og upplifanir íbúa Fellahverfisins í BA rannsókn minni í þjóðfræði árið 2024. Þá tók ég viðtöl við einstkalinga sem ólust upp í hverfinu og það sem kom mér hvað mest á óvart var hversu leitt viðmælendum mínum þótti að heyra alla þessa neikvæðu umfjöllun um hverfið þeirra. Ef við drögum alltaf upp þessa mynd af Breiðholtinu og íbúum þess, hvað gerir það fyrir fólkið sem býr þar og ímynd hverfisins? Akkúrat ekki neitt, nema íbúar gætu mögulega farið að trúa því að þau séu verri en annað fólk og það sé vont að búa í Breiðholtinu. Þetta á auðvitað líka við önnur hverfi og bæjarfélög. Þar sem ég hef ekki orðið vör við eins mikið niðurrif á öðrum stöðum og í garð Breiðholtsins í samfélagsumræðunni og fjölmiðlum hef ég minni áhyggjur af því þó ég hvetji fólk til að vera vakandi fyrir því. Staðreyndin er sú að við erum öll í sama liðinu. Umræðan hefur ýtt við auknu eftirliti foreldra víða og hafa foreldrar í tilteknum skóla sem hefur verið mikið til umfjöllunar tekið sig saman og aukið eftirlit í hverfinu til muna. Það er fagnaðarefni. Því það er mikilvægt í öllum hverfum að hafa virkt foreldraeftirlit, hvort sem það er í heimahúsum eða á þeim stöðum sem hópmyndanir eru líklegar. Því það er jú vissulega okkar, þessa fullorðnu að hugsa um bæði börnin okkar og samfélagið. Það að láta sig börnin og unglingana varða, sýna þeim áhuga og vera til staðar fyrir þau getur haft góð áhrif á þau og nærumhverfið í heild sinni. Eins og einhver sagði einhvern tímann: It takes a village! Áhugasöm geta nálgast ritgerðina hér: https://skemman.is/handle/1946/46717 Höfundur er þjóðfræðingur og nemi.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar