Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar 8. apríl 2025 08:33 „Kristín, ef þú heldur alltaf það versta um þau, þá fara þau líklega að haga sér í samræmi við hugmyndir þínar“. Þetta dæmi tók maðurinn minn um daginn þegar við vorum að ræða uppeldi barna okkar. Og það fékk mig til að hugsa, ekki bara um það hvernig ég tala við mín börn og el þau upp heldur líka hvernig við sem samfélag tölum um börn og ungmenni. Ég ólst upp í Fellunum í Breiðholti eins og flest sem þekkja mig vita. Mér þykir mjög vænt um hverfið og allt það góða sem það hefur upp á að bjóða. Röð atvika varð til þess að ég flutti úr hverfinu. Maðurinn minn er úr Hafnarfirði og er frekari en ég, þó það fari ekki mikið fyrir því hjá honum og úr varð að við fluttum á æskuslóðir hans. Ég tek það samt alltaf jafn nærri mér, sem brottfluttum Breiðhylting, sú neikvæða umfjöllun og umræða sem höfð er uppi um Breiðholtið. Þessi umfjöllun hefur verið lengi, frá því ég man eftir mér. Það er margt gott sem er að gerast í hverfinu en fjölmiðlar virðast hafa lítinn áhuga á því. Þeir kjósa frekar að fjalla um hversu skelfilegir unglingarnir eru sem þar búa. Sem er alls ekki raunin. Ég skrifaði um reynslu og upplifanir íbúa Fellahverfisins í BA rannsókn minni í þjóðfræði árið 2024. Þá tók ég viðtöl við einstkalinga sem ólust upp í hverfinu og það sem kom mér hvað mest á óvart var hversu leitt viðmælendum mínum þótti að heyra alla þessa neikvæðu umfjöllun um hverfið þeirra. Ef við drögum alltaf upp þessa mynd af Breiðholtinu og íbúum þess, hvað gerir það fyrir fólkið sem býr þar og ímynd hverfisins? Akkúrat ekki neitt, nema íbúar gætu mögulega farið að trúa því að þau séu verri en annað fólk og það sé vont að búa í Breiðholtinu. Þetta á auðvitað líka við önnur hverfi og bæjarfélög. Þar sem ég hef ekki orðið vör við eins mikið niðurrif á öðrum stöðum og í garð Breiðholtsins í samfélagsumræðunni og fjölmiðlum hef ég minni áhyggjur af því þó ég hvetji fólk til að vera vakandi fyrir því. Staðreyndin er sú að við erum öll í sama liðinu. Umræðan hefur ýtt við auknu eftirliti foreldra víða og hafa foreldrar í tilteknum skóla sem hefur verið mikið til umfjöllunar tekið sig saman og aukið eftirlit í hverfinu til muna. Það er fagnaðarefni. Því það er mikilvægt í öllum hverfum að hafa virkt foreldraeftirlit, hvort sem það er í heimahúsum eða á þeim stöðum sem hópmyndanir eru líklegar. Því það er jú vissulega okkar, þessa fullorðnu að hugsa um bæði börnin okkar og samfélagið. Það að láta sig börnin og unglingana varða, sýna þeim áhuga og vera til staðar fyrir þau getur haft góð áhrif á þau og nærumhverfið í heild sinni. Eins og einhver sagði einhvern tímann: It takes a village! Áhugasöm geta nálgast ritgerðina hér: https://skemman.is/handle/1946/46717 Höfundur er þjóðfræðingur og nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Sjá meira
„Kristín, ef þú heldur alltaf það versta um þau, þá fara þau líklega að haga sér í samræmi við hugmyndir þínar“. Þetta dæmi tók maðurinn minn um daginn þegar við vorum að ræða uppeldi barna okkar. Og það fékk mig til að hugsa, ekki bara um það hvernig ég tala við mín börn og el þau upp heldur líka hvernig við sem samfélag tölum um börn og ungmenni. Ég ólst upp í Fellunum í Breiðholti eins og flest sem þekkja mig vita. Mér þykir mjög vænt um hverfið og allt það góða sem það hefur upp á að bjóða. Röð atvika varð til þess að ég flutti úr hverfinu. Maðurinn minn er úr Hafnarfirði og er frekari en ég, þó það fari ekki mikið fyrir því hjá honum og úr varð að við fluttum á æskuslóðir hans. Ég tek það samt alltaf jafn nærri mér, sem brottfluttum Breiðhylting, sú neikvæða umfjöllun og umræða sem höfð er uppi um Breiðholtið. Þessi umfjöllun hefur verið lengi, frá því ég man eftir mér. Það er margt gott sem er að gerast í hverfinu en fjölmiðlar virðast hafa lítinn áhuga á því. Þeir kjósa frekar að fjalla um hversu skelfilegir unglingarnir eru sem þar búa. Sem er alls ekki raunin. Ég skrifaði um reynslu og upplifanir íbúa Fellahverfisins í BA rannsókn minni í þjóðfræði árið 2024. Þá tók ég viðtöl við einstkalinga sem ólust upp í hverfinu og það sem kom mér hvað mest á óvart var hversu leitt viðmælendum mínum þótti að heyra alla þessa neikvæðu umfjöllun um hverfið þeirra. Ef við drögum alltaf upp þessa mynd af Breiðholtinu og íbúum þess, hvað gerir það fyrir fólkið sem býr þar og ímynd hverfisins? Akkúrat ekki neitt, nema íbúar gætu mögulega farið að trúa því að þau séu verri en annað fólk og það sé vont að búa í Breiðholtinu. Þetta á auðvitað líka við önnur hverfi og bæjarfélög. Þar sem ég hef ekki orðið vör við eins mikið niðurrif á öðrum stöðum og í garð Breiðholtsins í samfélagsumræðunni og fjölmiðlum hef ég minni áhyggjur af því þó ég hvetji fólk til að vera vakandi fyrir því. Staðreyndin er sú að við erum öll í sama liðinu. Umræðan hefur ýtt við auknu eftirliti foreldra víða og hafa foreldrar í tilteknum skóla sem hefur verið mikið til umfjöllunar tekið sig saman og aukið eftirlit í hverfinu til muna. Það er fagnaðarefni. Því það er mikilvægt í öllum hverfum að hafa virkt foreldraeftirlit, hvort sem það er í heimahúsum eða á þeim stöðum sem hópmyndanir eru líklegar. Því það er jú vissulega okkar, þessa fullorðnu að hugsa um bæði börnin okkar og samfélagið. Það að láta sig börnin og unglingana varða, sýna þeim áhuga og vera til staðar fyrir þau getur haft góð áhrif á þau og nærumhverfið í heild sinni. Eins og einhver sagði einhvern tímann: It takes a village! Áhugasöm geta nálgast ritgerðina hér: https://skemman.is/handle/1946/46717 Höfundur er þjóðfræðingur og nemi.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun