Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar 8. apríl 2025 08:33 „Kristín, ef þú heldur alltaf það versta um þau, þá fara þau líklega að haga sér í samræmi við hugmyndir þínar“. Þetta dæmi tók maðurinn minn um daginn þegar við vorum að ræða uppeldi barna okkar. Og það fékk mig til að hugsa, ekki bara um það hvernig ég tala við mín börn og el þau upp heldur líka hvernig við sem samfélag tölum um börn og ungmenni. Ég ólst upp í Fellunum í Breiðholti eins og flest sem þekkja mig vita. Mér þykir mjög vænt um hverfið og allt það góða sem það hefur upp á að bjóða. Röð atvika varð til þess að ég flutti úr hverfinu. Maðurinn minn er úr Hafnarfirði og er frekari en ég, þó það fari ekki mikið fyrir því hjá honum og úr varð að við fluttum á æskuslóðir hans. Ég tek það samt alltaf jafn nærri mér, sem brottfluttum Breiðhylting, sú neikvæða umfjöllun og umræða sem höfð er uppi um Breiðholtið. Þessi umfjöllun hefur verið lengi, frá því ég man eftir mér. Það er margt gott sem er að gerast í hverfinu en fjölmiðlar virðast hafa lítinn áhuga á því. Þeir kjósa frekar að fjalla um hversu skelfilegir unglingarnir eru sem þar búa. Sem er alls ekki raunin. Ég skrifaði um reynslu og upplifanir íbúa Fellahverfisins í BA rannsókn minni í þjóðfræði árið 2024. Þá tók ég viðtöl við einstkalinga sem ólust upp í hverfinu og það sem kom mér hvað mest á óvart var hversu leitt viðmælendum mínum þótti að heyra alla þessa neikvæðu umfjöllun um hverfið þeirra. Ef við drögum alltaf upp þessa mynd af Breiðholtinu og íbúum þess, hvað gerir það fyrir fólkið sem býr þar og ímynd hverfisins? Akkúrat ekki neitt, nema íbúar gætu mögulega farið að trúa því að þau séu verri en annað fólk og það sé vont að búa í Breiðholtinu. Þetta á auðvitað líka við önnur hverfi og bæjarfélög. Þar sem ég hef ekki orðið vör við eins mikið niðurrif á öðrum stöðum og í garð Breiðholtsins í samfélagsumræðunni og fjölmiðlum hef ég minni áhyggjur af því þó ég hvetji fólk til að vera vakandi fyrir því. Staðreyndin er sú að við erum öll í sama liðinu. Umræðan hefur ýtt við auknu eftirliti foreldra víða og hafa foreldrar í tilteknum skóla sem hefur verið mikið til umfjöllunar tekið sig saman og aukið eftirlit í hverfinu til muna. Það er fagnaðarefni. Því það er mikilvægt í öllum hverfum að hafa virkt foreldraeftirlit, hvort sem það er í heimahúsum eða á þeim stöðum sem hópmyndanir eru líklegar. Því það er jú vissulega okkar, þessa fullorðnu að hugsa um bæði börnin okkar og samfélagið. Það að láta sig börnin og unglingana varða, sýna þeim áhuga og vera til staðar fyrir þau getur haft góð áhrif á þau og nærumhverfið í heild sinni. Eins og einhver sagði einhvern tímann: It takes a village! Áhugasöm geta nálgast ritgerðina hér: https://skemman.is/handle/1946/46717 Höfundur er þjóðfræðingur og nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
„Kristín, ef þú heldur alltaf það versta um þau, þá fara þau líklega að haga sér í samræmi við hugmyndir þínar“. Þetta dæmi tók maðurinn minn um daginn þegar við vorum að ræða uppeldi barna okkar. Og það fékk mig til að hugsa, ekki bara um það hvernig ég tala við mín börn og el þau upp heldur líka hvernig við sem samfélag tölum um börn og ungmenni. Ég ólst upp í Fellunum í Breiðholti eins og flest sem þekkja mig vita. Mér þykir mjög vænt um hverfið og allt það góða sem það hefur upp á að bjóða. Röð atvika varð til þess að ég flutti úr hverfinu. Maðurinn minn er úr Hafnarfirði og er frekari en ég, þó það fari ekki mikið fyrir því hjá honum og úr varð að við fluttum á æskuslóðir hans. Ég tek það samt alltaf jafn nærri mér, sem brottfluttum Breiðhylting, sú neikvæða umfjöllun og umræða sem höfð er uppi um Breiðholtið. Þessi umfjöllun hefur verið lengi, frá því ég man eftir mér. Það er margt gott sem er að gerast í hverfinu en fjölmiðlar virðast hafa lítinn áhuga á því. Þeir kjósa frekar að fjalla um hversu skelfilegir unglingarnir eru sem þar búa. Sem er alls ekki raunin. Ég skrifaði um reynslu og upplifanir íbúa Fellahverfisins í BA rannsókn minni í þjóðfræði árið 2024. Þá tók ég viðtöl við einstkalinga sem ólust upp í hverfinu og það sem kom mér hvað mest á óvart var hversu leitt viðmælendum mínum þótti að heyra alla þessa neikvæðu umfjöllun um hverfið þeirra. Ef við drögum alltaf upp þessa mynd af Breiðholtinu og íbúum þess, hvað gerir það fyrir fólkið sem býr þar og ímynd hverfisins? Akkúrat ekki neitt, nema íbúar gætu mögulega farið að trúa því að þau séu verri en annað fólk og það sé vont að búa í Breiðholtinu. Þetta á auðvitað líka við önnur hverfi og bæjarfélög. Þar sem ég hef ekki orðið vör við eins mikið niðurrif á öðrum stöðum og í garð Breiðholtsins í samfélagsumræðunni og fjölmiðlum hef ég minni áhyggjur af því þó ég hvetji fólk til að vera vakandi fyrir því. Staðreyndin er sú að við erum öll í sama liðinu. Umræðan hefur ýtt við auknu eftirliti foreldra víða og hafa foreldrar í tilteknum skóla sem hefur verið mikið til umfjöllunar tekið sig saman og aukið eftirlit í hverfinu til muna. Það er fagnaðarefni. Því það er mikilvægt í öllum hverfum að hafa virkt foreldraeftirlit, hvort sem það er í heimahúsum eða á þeim stöðum sem hópmyndanir eru líklegar. Því það er jú vissulega okkar, þessa fullorðnu að hugsa um bæði börnin okkar og samfélagið. Það að láta sig börnin og unglingana varða, sýna þeim áhuga og vera til staðar fyrir þau getur haft góð áhrif á þau og nærumhverfið í heild sinni. Eins og einhver sagði einhvern tímann: It takes a village! Áhugasöm geta nálgast ritgerðina hér: https://skemman.is/handle/1946/46717 Höfundur er þjóðfræðingur og nemi.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun