Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. apríl 2025 13:02 Pláss er af skornum skammti í fangelsum landsins og því hefur reynst erfitt að vinna á löngum boðunarlistum í afplánun. Vísir/Arnar Halldórsson Óvenjumargir hafa sætt gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins undanfarna mánuði að sögn setts fangelsismálastjóra. Á sama tíma eru boðunarlistar í afplánun langir og færst hefur í vöxt á allra síðustu misserum að refsingar fyrnist. Nokkuð er einnig um að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar, en eru ekki grunaðir um refsiverða háttsemi, bíði í fangelsi þar til þeim er vísað úr landi. Það er þétt skipaður bekkurinn í fangelsum landsins að sögn Birgis Jónassonar setts fangelsismálastjóra. Þótt ákveðnar leiðir séu fyrir hendi til að koma í veg fyrir að fangelsin séu yfirfull sé lítið svigrúm eins og sakir standa nú til að bregðast við. „Það þarf auðvitað að vera ákveðið borð fyrir báru til þess að bregðast við einhverjum atvikum en auðvitað höfum ákveðnar leiðir til þess að kannski yfirfylla ekki alveg fangelsin, en það er eins og sakir standa ekki mikið svigrúm til þess að bregðast við því,“ segir Birgir. Birgir Jónasson er settur fangelsismálastjóri.Stöð 2 „Það má segja það að síðustu mánuði hafi verið óvenju margir sem sæta gæsluvarðhaldi, sem að auðvitað hefur þær afleiðingar að við getum ekki notað þau pláss fyrir afplánun, það eru einstaklinga sem bíða þá afplánunar.“ Fjöldi gæsluvarðhaldsfanga hverju sinni geti þannig haft keðjuverkandi áhrif inn í kerfinu. „Við erum auðvitað með boðunarlista og sá boðunarlisti er nokkuð langur og hann hefur ekki styst undanfarin ár og síðan er auðvitað alltaf fyrir hendi að refsingar fyrnist vegna þessa og það hefur færst eilítið í vöxt á allra síðustu misserum,“ segir Birgir. Gæsluvarðhaldsfangar í um 40% rýma Í flestum tilfellum fyrnist refsing áður en til afplánunar kemur og því alla jafna ekki gert hlé á afplánun sem þegar er hafin. Einhver dæmi voru þó um það á tímum heimsfaraldurs en slíkt heyrir til algjörra undantekninga að sögn Birgis. Alls eru um 180 rými í fangelsiskerfinu, bæði í opnum og lokuðum úrræðum, sem þó er ekki hægt að fullnýta eins og sakir standa nú. „Til dæmis á Litla-Hrauni, þar eru framkvæmdir, þar eru sirka ellefu pláss sem að við getum ekki nýtt nú um stundir þannig þetta eru um 170 pláss sem við erum með, og af þeim eru á milli 60 og 70 sem að eru í notkun vegna gæsluvarðhalds,“ útskýrir Birgir. Þá er nokkuð um það að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar úr landi séu vistaðir í fangelsum. „Já, það er eitthvað um það,“ segir Birgir. „Það er fólk í gæsluvarðhaldi vegna þess að það býður eftir brottvísun og hefur ekki landvistarleyfi.“ Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Sjá meira
Það er þétt skipaður bekkurinn í fangelsum landsins að sögn Birgis Jónassonar setts fangelsismálastjóra. Þótt ákveðnar leiðir séu fyrir hendi til að koma í veg fyrir að fangelsin séu yfirfull sé lítið svigrúm eins og sakir standa nú til að bregðast við. „Það þarf auðvitað að vera ákveðið borð fyrir báru til þess að bregðast við einhverjum atvikum en auðvitað höfum ákveðnar leiðir til þess að kannski yfirfylla ekki alveg fangelsin, en það er eins og sakir standa ekki mikið svigrúm til þess að bregðast við því,“ segir Birgir. Birgir Jónasson er settur fangelsismálastjóri.Stöð 2 „Það má segja það að síðustu mánuði hafi verið óvenju margir sem sæta gæsluvarðhaldi, sem að auðvitað hefur þær afleiðingar að við getum ekki notað þau pláss fyrir afplánun, það eru einstaklinga sem bíða þá afplánunar.“ Fjöldi gæsluvarðhaldsfanga hverju sinni geti þannig haft keðjuverkandi áhrif inn í kerfinu. „Við erum auðvitað með boðunarlista og sá boðunarlisti er nokkuð langur og hann hefur ekki styst undanfarin ár og síðan er auðvitað alltaf fyrir hendi að refsingar fyrnist vegna þessa og það hefur færst eilítið í vöxt á allra síðustu misserum,“ segir Birgir. Gæsluvarðhaldsfangar í um 40% rýma Í flestum tilfellum fyrnist refsing áður en til afplánunar kemur og því alla jafna ekki gert hlé á afplánun sem þegar er hafin. Einhver dæmi voru þó um það á tímum heimsfaraldurs en slíkt heyrir til algjörra undantekninga að sögn Birgis. Alls eru um 180 rými í fangelsiskerfinu, bæði í opnum og lokuðum úrræðum, sem þó er ekki hægt að fullnýta eins og sakir standa nú. „Til dæmis á Litla-Hrauni, þar eru framkvæmdir, þar eru sirka ellefu pláss sem að við getum ekki nýtt nú um stundir þannig þetta eru um 170 pláss sem við erum með, og af þeim eru á milli 60 og 70 sem að eru í notkun vegna gæsluvarðhalds,“ útskýrir Birgir. Þá er nokkuð um það að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar úr landi séu vistaðir í fangelsum. „Já, það er eitthvað um það,“ segir Birgir. „Það er fólk í gæsluvarðhaldi vegna þess að það býður eftir brottvísun og hefur ekki landvistarleyfi.“
Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Sjá meira