Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. apríl 2025 13:02 Pláss er af skornum skammti í fangelsum landsins og því hefur reynst erfitt að vinna á löngum boðunarlistum í afplánun. Vísir/Arnar Halldórsson Óvenjumargir hafa sætt gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins undanfarna mánuði að sögn setts fangelsismálastjóra. Á sama tíma eru boðunarlistar í afplánun langir og færst hefur í vöxt á allra síðustu misserum að refsingar fyrnist. Nokkuð er einnig um að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar, en eru ekki grunaðir um refsiverða háttsemi, bíði í fangelsi þar til þeim er vísað úr landi. Það er þétt skipaður bekkurinn í fangelsum landsins að sögn Birgis Jónassonar setts fangelsismálastjóra. Þótt ákveðnar leiðir séu fyrir hendi til að koma í veg fyrir að fangelsin séu yfirfull sé lítið svigrúm eins og sakir standa nú til að bregðast við. „Það þarf auðvitað að vera ákveðið borð fyrir báru til þess að bregðast við einhverjum atvikum en auðvitað höfum ákveðnar leiðir til þess að kannski yfirfylla ekki alveg fangelsin, en það er eins og sakir standa ekki mikið svigrúm til þess að bregðast við því,“ segir Birgir. Birgir Jónasson er settur fangelsismálastjóri.Stöð 2 „Það má segja það að síðustu mánuði hafi verið óvenju margir sem sæta gæsluvarðhaldi, sem að auðvitað hefur þær afleiðingar að við getum ekki notað þau pláss fyrir afplánun, það eru einstaklinga sem bíða þá afplánunar.“ Fjöldi gæsluvarðhaldsfanga hverju sinni geti þannig haft keðjuverkandi áhrif inn í kerfinu. „Við erum auðvitað með boðunarlista og sá boðunarlisti er nokkuð langur og hann hefur ekki styst undanfarin ár og síðan er auðvitað alltaf fyrir hendi að refsingar fyrnist vegna þessa og það hefur færst eilítið í vöxt á allra síðustu misserum,“ segir Birgir. Gæsluvarðhaldsfangar í um 40% rýma Í flestum tilfellum fyrnist refsing áður en til afplánunar kemur og því alla jafna ekki gert hlé á afplánun sem þegar er hafin. Einhver dæmi voru þó um það á tímum heimsfaraldurs en slíkt heyrir til algjörra undantekninga að sögn Birgis. Alls eru um 180 rými í fangelsiskerfinu, bæði í opnum og lokuðum úrræðum, sem þó er ekki hægt að fullnýta eins og sakir standa nú. „Til dæmis á Litla-Hrauni, þar eru framkvæmdir, þar eru sirka ellefu pláss sem að við getum ekki nýtt nú um stundir þannig þetta eru um 170 pláss sem við erum með, og af þeim eru á milli 60 og 70 sem að eru í notkun vegna gæsluvarðhalds,“ útskýrir Birgir. Þá er nokkuð um það að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar úr landi séu vistaðir í fangelsum. „Já, það er eitthvað um það,“ segir Birgir. „Það er fólk í gæsluvarðhaldi vegna þess að það býður eftir brottvísun og hefur ekki landvistarleyfi.“ Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira
Það er þétt skipaður bekkurinn í fangelsum landsins að sögn Birgis Jónassonar setts fangelsismálastjóra. Þótt ákveðnar leiðir séu fyrir hendi til að koma í veg fyrir að fangelsin séu yfirfull sé lítið svigrúm eins og sakir standa nú til að bregðast við. „Það þarf auðvitað að vera ákveðið borð fyrir báru til þess að bregðast við einhverjum atvikum en auðvitað höfum ákveðnar leiðir til þess að kannski yfirfylla ekki alveg fangelsin, en það er eins og sakir standa ekki mikið svigrúm til þess að bregðast við því,“ segir Birgir. Birgir Jónasson er settur fangelsismálastjóri.Stöð 2 „Það má segja það að síðustu mánuði hafi verið óvenju margir sem sæta gæsluvarðhaldi, sem að auðvitað hefur þær afleiðingar að við getum ekki notað þau pláss fyrir afplánun, það eru einstaklinga sem bíða þá afplánunar.“ Fjöldi gæsluvarðhaldsfanga hverju sinni geti þannig haft keðjuverkandi áhrif inn í kerfinu. „Við erum auðvitað með boðunarlista og sá boðunarlisti er nokkuð langur og hann hefur ekki styst undanfarin ár og síðan er auðvitað alltaf fyrir hendi að refsingar fyrnist vegna þessa og það hefur færst eilítið í vöxt á allra síðustu misserum,“ segir Birgir. Gæsluvarðhaldsfangar í um 40% rýma Í flestum tilfellum fyrnist refsing áður en til afplánunar kemur og því alla jafna ekki gert hlé á afplánun sem þegar er hafin. Einhver dæmi voru þó um það á tímum heimsfaraldurs en slíkt heyrir til algjörra undantekninga að sögn Birgis. Alls eru um 180 rými í fangelsiskerfinu, bæði í opnum og lokuðum úrræðum, sem þó er ekki hægt að fullnýta eins og sakir standa nú. „Til dæmis á Litla-Hrauni, þar eru framkvæmdir, þar eru sirka ellefu pláss sem að við getum ekki nýtt nú um stundir þannig þetta eru um 170 pláss sem við erum með, og af þeim eru á milli 60 og 70 sem að eru í notkun vegna gæsluvarðhalds,“ útskýrir Birgir. Þá er nokkuð um það að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar úr landi séu vistaðir í fangelsum. „Já, það er eitthvað um það,“ segir Birgir. „Það er fólk í gæsluvarðhaldi vegna þess að það býður eftir brottvísun og hefur ekki landvistarleyfi.“
Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira