„Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2025 19:53 Jón Halldórsson er formaður HSÍ. Jón Halldórsson formaður HSÍ segir að sambandið hafi átt mjög góðar umræður við embætti ríkislögreglustjóra í tengslum við leik Íslands og Ísrael í undankeppni HM. Engir áhorfendur verða á leikjunum tveimur sem fram fara í næstu viku. Handknattleikssamband Íslands sendi í dag frá sér yfirlýsingu varðandi umspilsleiki Íslands og Ísrael sem fram fara í komandi viku. Í yfirlýsingunni kom fram að samkvæmt ráðleggjum ríkislögreglustjóra hefði verið ákveðið að leikirnir yrðu leiknir fyrir luktum dyrum og að þeir yrðu ekki auglýstir. „Þetta er ferli sem fer í gang þegar lið frá Ísrael kemur til landsins. Það er ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna,“ segir Jón Halldórsson í samtali við Vísi nú undir kvöld. Hann segir að sambandið hafi átt góðar umræður við ríkislögreglustjóra og þá sem að málinu koma. „Eftir umræður tekur greiningardeildin við og gerir áætlun. Þetta er niðurstaðan, að þeir ráðleggja okkur að spila fyrir luktum dyrum og án þess að auglýsa. Við höfum engar forsendur til að fara gegn ráðleggingum þeirra.“ Komuð þið hjá HSÍ með einhverjar fyrirspurnir eða tillögur til ríkislögreglustjóri um ráðstafanir þannig að leikurinn gæti farið fram? „Við erum í stjórn að stýra handknattleiksdeild. Við erum ekki með sérfærðikunnáttu til að vinna áhættumat og höfum enga ástæðu til að draga það í efa. Þetta er gert til að gæta fyllsta öryggis og taka tillit til aðstæðna,“ sagði Jón og bætti við að virkt samtal hefði farið fram innan sambandsins um málið. Hann segir HSÍ verða af tekjum af miðasölu en segist viss um að leikmenn liðsins mæti af krafti í leikinn. „Við erum með ótrúlega sterkan hóp, sterka karaktera og treystum þeim fullkomlega til að klára þessi mál. Nýta þetta inn í leikinn með það að markmiði að sigra og komast á HM.“ HSÍ Ísrael Lögreglumál Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands sendi í dag frá sér yfirlýsingu varðandi umspilsleiki Íslands og Ísrael sem fram fara í komandi viku. Í yfirlýsingunni kom fram að samkvæmt ráðleggjum ríkislögreglustjóra hefði verið ákveðið að leikirnir yrðu leiknir fyrir luktum dyrum og að þeir yrðu ekki auglýstir. „Þetta er ferli sem fer í gang þegar lið frá Ísrael kemur til landsins. Það er ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna,“ segir Jón Halldórsson í samtali við Vísi nú undir kvöld. Hann segir að sambandið hafi átt góðar umræður við ríkislögreglustjóra og þá sem að málinu koma. „Eftir umræður tekur greiningardeildin við og gerir áætlun. Þetta er niðurstaðan, að þeir ráðleggja okkur að spila fyrir luktum dyrum og án þess að auglýsa. Við höfum engar forsendur til að fara gegn ráðleggingum þeirra.“ Komuð þið hjá HSÍ með einhverjar fyrirspurnir eða tillögur til ríkislögreglustjóri um ráðstafanir þannig að leikurinn gæti farið fram? „Við erum í stjórn að stýra handknattleiksdeild. Við erum ekki með sérfærðikunnáttu til að vinna áhættumat og höfum enga ástæðu til að draga það í efa. Þetta er gert til að gæta fyllsta öryggis og taka tillit til aðstæðna,“ sagði Jón og bætti við að virkt samtal hefði farið fram innan sambandsins um málið. Hann segir HSÍ verða af tekjum af miðasölu en segist viss um að leikmenn liðsins mæti af krafti í leikinn. „Við erum með ótrúlega sterkan hóp, sterka karaktera og treystum þeim fullkomlega til að klára þessi mál. Nýta þetta inn í leikinn með það að markmiði að sigra og komast á HM.“
HSÍ Ísrael Lögreglumál Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira