Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar 6. apríl 2025 15:01 Sem örþjóð í stóru landi eru Íslendingar auðvitað í viðkvæmri stöðu þegar stórveldi heimsins seilast grímulaust eftir áhrifum, auðlindum og landsvæðum. Umræða um varnarmál er hins vegar á algjörum villigötum ef menn ímynda sér að rétt sé að stofna íslenskan her sem varið geti landið í hefðbundum hernaði. Nýir tímar eru runnir upp þar sem landvinningar eru iðkaðir með nýjum hernaðaraðferðum. Jafnvel stærstu herveldi forðast bein hernaðarátök og vinna þess í stað að því að ná markmiðum sínum án þess að hleypa af einu einasta byssuskoti. Í stað innrása með vopnavaldi stunda stórveldin hernað með aðferðum sem kenndar eru við 5. kynslóðar hernað, svo sem "samfélagsverkfræði", villandi upplýsingum, tölvuárásum og tækninýjungum. Hvað væri það fyrsta sem slíkur óvinur myndi vilja gera til að ná landi eins og Íslandi undir sitt áhrifasvæði? Jú, að auka áhrif sín án þess að landsmenn taki eftir því; veikja samstöðu þjóðarinnar, telja fólki trú um að það geti ekki verið sjálfstætt, hvorki sem einstaklingar né sem þjóð, veikja fullveldi landsins með því að draga úr áhrifum löggjafarþingsins, veikja dómsvaldið, flytja framkvæmdavaldið að stórum hluta úr landi, setja stöðugt nýjar reglur sem gera litlum og meðalstórum fyrirtækjum erfiðara fyrir að keppa við stórfyrirtækin, ná stjórn á orkumálum, auka áherslu á almenningssamgöngur og setja dýrar lestarframkvæmdir á dagskrá sem soga til sín óheyrilega fjármuni og veikja um leið aðrar samgönguleiðir, gera ráðamenn handgengna erlendu valdi og fá þá til að vinna að því að koma landi sínu í smáum skrefum undir erlent áhrifavald. Frammi fyrir þessu gildir enn hin klassíska lexía Sun Tzu: Þekktu óvin þinn, því ef þú þekkir hann ekki og veist ekki hvaða aðferðir hann notar til að grafa undan þér, þá muntu aldrei geta varist atlögum hans. Af þessu leiðir að besta vörn Íslands í breyttum heimi er ekki hervæðing heldur að stuðla að vitundarvakningu meðal þeirra sem búa í landinu um öll þau dýrmæti sem við höfum hér að verja. Þjóð sem áttar sig ekki á því að verið er að taka frá henni fullveldið getur ekki varið það. Þjóð sem missir yfirráð yfir lögum sínum missir yfirráðin yfir landinu sínu og framtíð sinni. Þegar svo er komið að Alþingi ætlar að leiða frumvarp um bókun 35 í ólög og veita þannig fullveldinu náðarhögg með því að afhenda dómsvald um EES reglur alfarið úr landi, þá verður orðið landráð sífellt raunhæfara um athafnir ráðamanna. Óskandi væri að íslensk þjóð noti þennan sunnudag til að rakna úr rotinu og taka þátt í að verja landið sitt með því að verja lög sín, því einmitt þannig hafa Íslendingar - sem herlaus þjóð - varist öllum atlögum í aldanna rás. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Alþingi Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Sem örþjóð í stóru landi eru Íslendingar auðvitað í viðkvæmri stöðu þegar stórveldi heimsins seilast grímulaust eftir áhrifum, auðlindum og landsvæðum. Umræða um varnarmál er hins vegar á algjörum villigötum ef menn ímynda sér að rétt sé að stofna íslenskan her sem varið geti landið í hefðbundum hernaði. Nýir tímar eru runnir upp þar sem landvinningar eru iðkaðir með nýjum hernaðaraðferðum. Jafnvel stærstu herveldi forðast bein hernaðarátök og vinna þess í stað að því að ná markmiðum sínum án þess að hleypa af einu einasta byssuskoti. Í stað innrása með vopnavaldi stunda stórveldin hernað með aðferðum sem kenndar eru við 5. kynslóðar hernað, svo sem "samfélagsverkfræði", villandi upplýsingum, tölvuárásum og tækninýjungum. Hvað væri það fyrsta sem slíkur óvinur myndi vilja gera til að ná landi eins og Íslandi undir sitt áhrifasvæði? Jú, að auka áhrif sín án þess að landsmenn taki eftir því; veikja samstöðu þjóðarinnar, telja fólki trú um að það geti ekki verið sjálfstætt, hvorki sem einstaklingar né sem þjóð, veikja fullveldi landsins með því að draga úr áhrifum löggjafarþingsins, veikja dómsvaldið, flytja framkvæmdavaldið að stórum hluta úr landi, setja stöðugt nýjar reglur sem gera litlum og meðalstórum fyrirtækjum erfiðara fyrir að keppa við stórfyrirtækin, ná stjórn á orkumálum, auka áherslu á almenningssamgöngur og setja dýrar lestarframkvæmdir á dagskrá sem soga til sín óheyrilega fjármuni og veikja um leið aðrar samgönguleiðir, gera ráðamenn handgengna erlendu valdi og fá þá til að vinna að því að koma landi sínu í smáum skrefum undir erlent áhrifavald. Frammi fyrir þessu gildir enn hin klassíska lexía Sun Tzu: Þekktu óvin þinn, því ef þú þekkir hann ekki og veist ekki hvaða aðferðir hann notar til að grafa undan þér, þá muntu aldrei geta varist atlögum hans. Af þessu leiðir að besta vörn Íslands í breyttum heimi er ekki hervæðing heldur að stuðla að vitundarvakningu meðal þeirra sem búa í landinu um öll þau dýrmæti sem við höfum hér að verja. Þjóð sem áttar sig ekki á því að verið er að taka frá henni fullveldið getur ekki varið það. Þjóð sem missir yfirráð yfir lögum sínum missir yfirráðin yfir landinu sínu og framtíð sinni. Þegar svo er komið að Alþingi ætlar að leiða frumvarp um bókun 35 í ólög og veita þannig fullveldinu náðarhögg með því að afhenda dómsvald um EES reglur alfarið úr landi, þá verður orðið landráð sífellt raunhæfara um athafnir ráðamanna. Óskandi væri að íslensk þjóð noti þennan sunnudag til að rakna úr rotinu og taka þátt í að verja landið sitt með því að verja lög sín, því einmitt þannig hafa Íslendingar - sem herlaus þjóð - varist öllum atlögum í aldanna rás. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar