Innlent

Sau­tján ára stúlka í haldi vegna inn­flutnings gerviópíóða

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir rannsókn málsins í eðlilegum farvegi.
Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir rannsókn málsins í eðlilegum farvegi. Vísir/Ívar Fannar

Tvær unglingsstúlkur eru í gæsluvarðhaldi hjá Lögreglunni á Suðurnesjum vegna innflutnings á tuttugu þúsund töflum af nitazene, sem í fyrstu var talið að væri oxycontin. Önnur er á átjánda aldursári og hin á nítjánda aldursári.

Þetta staðfestir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum í samtali við fréttastofu. Fjallað var um málið í hádegisfréttum á RÚV.  Greint var frá því í síðustu viku að fjórtán væru í haldi lögreglunnar vegna málsins, Úlfar segir þá alla vera erlenda. 

Tollverðir á Keflavíkurflugvelli höfðu þá lagt hald á tuttugu þúsund töflur af nitazene, sem er stórhættulegt efni og er um þúsund sinnum sterkara en morfín. Talið var í fyrstu að um oxycontin væri að ræða, þar sem töflurnar voru innpakkaðar og merktar lyfjaframleiðanda, en svo reyndist ekki. 

Gæsluvarðhaldið yfir stúlkunum, sem eru fæddar 2006 og 2007, rennur út á morgun. Þær eru vistaðar í fangelsinu á Hólmsheiði. 

„Við auðvitað sjáum einstaklinga á þessum aldri í gegnum tíðina en yfirleitt eru þessi burðardýr eldri,“ segir Úlfar. Hann segir rannsókn málsins í eðlilegum farvegi. 


Tengdar fréttir

Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja

Nýmyndaður ópíóíði sem óttast er að kominn sé í dreifingu hér á landi er þúsund sinnum sterkari en morfín að sögn réttarefnafræðings. Skimað hefur verið eftir efninu undanfarin ár en efnið er mjög svipað í útliti og aðrir ópíóðar og er talið stórhættulegt. 

Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Ís­landi

Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildarsamtakanna, samtaka um skaðaminnkun, hefur miklar áhyggjur af því að tollurinn hafi lagt hald á töflur sem innihalda nitazene. Hún óttast að efnið gæti þegar verið komið í dreifingu eða að það styttist í það. Nitazene er sterkur ólöglegur ópíóíði sem getur verið margfalt sterkara en aðrir ópíóíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×