Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Siggeir Ævarsson skrifar 6. apríl 2025 21:54 DeAndre Kane og Lagio Grantsaan spiluðu báðir vel í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Grindavík jafnaði í kvöld metin í einvígi liðsins gegn Val í 8-liða úrslitum Bónus-deildar karla. Grindavík var komið með þægilega forystu í fjórða leikhluta en bauð Val inn í leikinn undir lokin. Grindavík tók á móti Val í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Bónus-deildarinnar í kvöld og var ljóst frá fyrstu mínútu að spennustigið á vellinum var í hærra lagi. Það var mikill hiti í mönnum og leikmenn að pirra sig töluvert á að fá ekki villur. Valsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 2-9. Sóknarleikur Grindvíkinga var ekki góður og virkaði mjög handahófskenndur á köflum. Þeir leiddu þó með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta 28-24. Svipað var uppi á teningnum í öðrum leikhluta. Hiti og pústrar og upp úr sauð fljótlega þegar tæknivillum var úthlutað á bekk Grindavíkur og á Finn Frey, þjálfara Vals. Grindvíkingar virtust láta villuleysið fara mjög í taugarnar á sér en héldu þó haus og voru hænuskrefi á undan. Þar munaði ekki síst um frammistöðu Jeremy Pargo og DeAndre Kane sem skoruðu 25 af 43 stigum liðsins í fyrri hálfleik. Þeir félagar stilltu upp í glæsilega lokasókn með sex sekúndur á klukkunni sem skilaði galopnum þristi í horninu frá Arnóri Tristan og Grindavík leiddi með sjö í hálfleik, 43-36. Á þessum tímapunkti var enginn leikmaður Vals kominn í tveggja stafa tölu í stigaskori. Grindvíkingar girtu aðeins í brók í þriðja leikhluta og boltinn fór að flæða betur og allskonar leikmenn að leggja í púkkið. Að sama skapi stirðnaði sóknarleikur Valsmanna töluvert en það verður ekki af Grindvíkingum tekið að þeir voru að spila hörkuvörn. Uppleggið var greinilega að loka algjörlega á Kristinn Pálsson og helst Joshua Jefferson líka en sá varnarmaður sem sá um að dekka Kidda hverju sinni féll aldrei af honum, sama hvar boltinn var á vellinum, og það var að skila sér. Grindvíkingar virtust ætla að halda pressunni um það í sama gír í fjórða leikhluta og hleypa Valsmönnum ekki of nálægt. En þegar um fimm mínútur voru eftir slepptu þeir fætinum af bensíngjöfinni og fóru að taka alltof langar sóknir án þess að skora jafnvel og Valsmenn minnkuðu muninn í sex stig þegar rúm mínúta var eftir, og svo í þrjú. Grindvíkingar voru hársbreidd frá að kasta leiknum frá sér en ævintýraleg sena í lokin reddaði þeim fyrir horn. Lokatölur 90-86 og staðan í einvíginu því jöfn. Liðin mætast næst á fimmtudag. Atvik leiksins Hér ætlaði ég að skrifa um flautuþrist Arnórs sem kveikti heldur betur í Grindvíkingum en það er sennilega nær að skrifa um lokasenur leiksins. Valsmenn náðu varnarfrákasti eftir mjög vonda sókn hjá Grindvíkingum og ætluðu að keyra upp völlinn enda bara 16 sekúndur á klukkunni en Daniel Mortensen náði að blaka sendingu af leið og boltinn barst á Kane sem fór svo á vítalínuna. Kane brenndi af seinna skotinu, mögulega viljandi enda leikurinn orðinn tveggja sókna og aðeins 13 sekúndur á klukkunni. Valsmenn æddu í sókn en náðu ekki að skora og heimamenn sluppu ærlega fyrir horn eftir að hafa haft pálmann í höndunum nokkrum mínútum fyrr. Stjörnur og skúrkar Sóknarlega voru þeir Jeremy Pargo og DeAndre Kane allt í öllu hjá Grindavík. 24 stig, fimm fráköst og fimm stoðsendingar frá Pargo og 21 stig, níu fráköst og fimm stoðsendingar hjá Kane. Grindvíkingar eiga Daniel Mortensen nær algjörlega inni sóknarlega en hann stóð þó vaktina varnarlega og reif niður 14 fráköst. Ónefndur stuðningsmaður Grindavíkur viðraði mjög krassandi kenningu um Mortensen við blaðamann eftir leik en hún er því miður ekki prenthæf og varla við hæfi barna. Hjá Valsmönnum var það Taiwo Badmus sem endaði stigahæstur með 20 stig en hann þurfti að skjóta mikið og hitti aðeins úr fimm skotum af fimmtán. Grindvíkingum tókst að loka vel á þá Kristinn Pálsson og Joshua Jefferson í kvöld og ljóst að Valsmenn verða að finna svör og fá framlög úr fleiri áttum í næstu leikjum ef Grindvíkingar halda uppteknum hætti í sinni varnarvinnu. Dómararnir Sigmundur Már Herbertsson, Jóhannes Páll Friðriksson og Jón Þór Eyþórsson dæmdu leikinn í kvöld og fá ekki háa einkunn frá mér. Spennustigið á vellinum var í hæstu hæðum í byrjun og þeir félagar ákváðu að sleppa allskonar augljósum villum á báðum endum sem var ekki að hjálpa til við að halda leikmönnum rétt stemmdum. Það er um að gera að leyfa mönnum að spila og flauta ekki of mikið en þetta var bara skrítið enda sauð upp úr í upphaf annars leikhluta og fékk bekkurinn hjá Grindavík tæknivillu sem og Finnur Freyr. Seinni hálfleikurinn var þó skárri en menn verða að mæta tilbúnir frá fyrstu mínútu. Stemming og umgjörð Allt upp á tíu undir þessum lið. Frábærlega mætt og stóra stúkan svo gott sem fullsetin. Meira að segja Valsmenn mættu vel í sinn part, sem gerist nú ekki alltaf í 8-liða úrslitum. Báðar sveitir mættu með trommu og Grindvíkingar mættu raunar með heilt trommusett. Viðtöl Bragi Guðmundsson: „Ég elska að spila fyrir Grindavík“ Bragi Guðmundsson og DeAndre Kane fyrr í veturVísir/Hulda Margrét Bragi Guðmundson átti hörku innkomu af bekk Grindavíkur í kvöld en þær 20 mínútur sem hann spilaði var liðið plús tíu í skori sem var hæsta gildi leikmanns Grindavíkur í kvöld. Bragi fékk það hlutverk að hengja sig á Kristinn Pálsson öllum stundum en hann hefur kannski ekki beint verið þekktur fyrir það að vera áberandi varnarjaxl. Hann sagðist þó kunna ágætlega við sig í þessu hlutverki. „Bara vel! Mér finnst þetta léttari vörn svo þetta er fínt.“ - Sagði Bragi og hló. „Nei, nei. Hann er góð skytta og það þarf bara að stoppa hann.“ Bragi náði að blokka Kristinn hressilega í eitt skiptið, það hlýtur að vera freistandi að láta menn heyra það í þannig atvikum? „Nei, ég held ég geri það nú ekki. Ég man ekki hvað ég sagði, það var kannski eitthvað á milli okkar vinanna, ekkert svakalegt.“ Bragi snéri aftur til Grindavíkur í vetur eftir eitt og hálft ár í bandaríska háskólaboltanum. Hann gæti ekki verið sáttari með heimkomuna að eigin sögn. „Þetta er búið að vera ógeðslega gaman að koma hérna aftur heim. Andinn í hópnum búinn að vera mjög góður. Mér fannst við spila vel líka í síðasta leik. Þetta fór bara á síðasta skotinu. Við fengum nokkur tækifæri en svona gerist þetta bara. Kári úti hjá þeim sem er bara ömurlegt fyrir þá. En það var bara geggjað að koma heim. „Ég elska að spila fyrir Grindavík.“ Bragi skrifaði lélegan lokakafla Grindvíkinga á einbeitingarleysi og skaut um leið létt á Jeremy Pargo liðsfélaga sinn. „Ég held að þetta hafi verið bara mest megnis einbeitingarleysi. Eins og Pargo, ekki að ég sé að kalla hann eitthvað út, en hann tekur þarna troðslu og hann er fertugur sko. Ef við værum 15 stigum yfir og ein mínúta eftir þá væri þetta í lagi. En bara einbeitingarleysi, ég var ekkert stressaður.“ Finnur Freyr: „Í heildina bara ósáttur við frammistöðuna“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari ValsVísir/Anton Brink Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, gaf lítið fyrir lokamínútur leiksins þar sem Valsmenn náðu næstum að stela sigrinum. Hann var með fókusinn á fyrstu 37 mínútur leiksins þar sem hann fannst hans menn einfaldlega of slakir. „Þetta er svona blanda af því að þeir fara að hægja á leiknum og við reynum bara að gera eitthvað. En ég vil frekar tala um hinar 35 mínúturnar, eða 37. Við vorum of slakir.“ Finnur talaði sérstaklega um varnarleikinn fyrir leik en að hans mati varð sóknarleikurinn Valsmönnum í raun að falli þegar upp var staðið að hans mati. „Mér fannst við fara illa með mýmörg færi. Þú ert kominn í úrslitakeppnina, þá verður þú að taka af þeim færi og taka þá sénsa sem gefast í þessum leik og mér fannst við bara alls ekki gera það. Vorum að klikka mikið af skotum nálægt körfunni, opnum skotum. Ósáttur kannski við að ná ekki að nýta okkur það.“ Að sama skapi voru tveir leikmenn Grindavíkur að gera Valsmönnum lífið leitt sóknarlega. „Svo kannski á sama tíma eru Pargo og Kane gríðarlega erfiðir við að eiga. Pargo sýnir þarna á köflum í seinni hálfleik af hverju hann var að spila í NBA. Frábær að búa sér til pláss og góður að koma skoti upp og getur stýrt leiknum rosalega vel. Ósáttur kannski við sóknarfráköst sem þeir eru að ná í og hitt og þetta. Margt til að taka. Í heildina bara ósáttur við frammistöðuna.“ Finnur hafði ekki of miklar áhyggjur af varnartaktík Grindvíkinga, að setja ákveðna leikmenn Vals í gjörgæslu. Aðrir leikmenn þyrfti einfaldlega að nýta færin sem opnast þá á móti. „Já, já. Það koma móment þar sem við gerum það vel. Erum kannski að flýta okkur aðeins of mikið. Þeir hanga vel í þeim og gera það vel og við erum í basli með að losa þá. Á sama tíma er að opnast fyrir aðra og þeir verða svolítið að grípa gæsina.“ Bónus-deild karla Valur Grindavík Körfubolti
Grindavík jafnaði í kvöld metin í einvígi liðsins gegn Val í 8-liða úrslitum Bónus-deildar karla. Grindavík var komið með þægilega forystu í fjórða leikhluta en bauð Val inn í leikinn undir lokin. Grindavík tók á móti Val í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Bónus-deildarinnar í kvöld og var ljóst frá fyrstu mínútu að spennustigið á vellinum var í hærra lagi. Það var mikill hiti í mönnum og leikmenn að pirra sig töluvert á að fá ekki villur. Valsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 2-9. Sóknarleikur Grindvíkinga var ekki góður og virkaði mjög handahófskenndur á köflum. Þeir leiddu þó með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta 28-24. Svipað var uppi á teningnum í öðrum leikhluta. Hiti og pústrar og upp úr sauð fljótlega þegar tæknivillum var úthlutað á bekk Grindavíkur og á Finn Frey, þjálfara Vals. Grindvíkingar virtust láta villuleysið fara mjög í taugarnar á sér en héldu þó haus og voru hænuskrefi á undan. Þar munaði ekki síst um frammistöðu Jeremy Pargo og DeAndre Kane sem skoruðu 25 af 43 stigum liðsins í fyrri hálfleik. Þeir félagar stilltu upp í glæsilega lokasókn með sex sekúndur á klukkunni sem skilaði galopnum þristi í horninu frá Arnóri Tristan og Grindavík leiddi með sjö í hálfleik, 43-36. Á þessum tímapunkti var enginn leikmaður Vals kominn í tveggja stafa tölu í stigaskori. Grindvíkingar girtu aðeins í brók í þriðja leikhluta og boltinn fór að flæða betur og allskonar leikmenn að leggja í púkkið. Að sama skapi stirðnaði sóknarleikur Valsmanna töluvert en það verður ekki af Grindvíkingum tekið að þeir voru að spila hörkuvörn. Uppleggið var greinilega að loka algjörlega á Kristinn Pálsson og helst Joshua Jefferson líka en sá varnarmaður sem sá um að dekka Kidda hverju sinni féll aldrei af honum, sama hvar boltinn var á vellinum, og það var að skila sér. Grindvíkingar virtust ætla að halda pressunni um það í sama gír í fjórða leikhluta og hleypa Valsmönnum ekki of nálægt. En þegar um fimm mínútur voru eftir slepptu þeir fætinum af bensíngjöfinni og fóru að taka alltof langar sóknir án þess að skora jafnvel og Valsmenn minnkuðu muninn í sex stig þegar rúm mínúta var eftir, og svo í þrjú. Grindvíkingar voru hársbreidd frá að kasta leiknum frá sér en ævintýraleg sena í lokin reddaði þeim fyrir horn. Lokatölur 90-86 og staðan í einvíginu því jöfn. Liðin mætast næst á fimmtudag. Atvik leiksins Hér ætlaði ég að skrifa um flautuþrist Arnórs sem kveikti heldur betur í Grindvíkingum en það er sennilega nær að skrifa um lokasenur leiksins. Valsmenn náðu varnarfrákasti eftir mjög vonda sókn hjá Grindvíkingum og ætluðu að keyra upp völlinn enda bara 16 sekúndur á klukkunni en Daniel Mortensen náði að blaka sendingu af leið og boltinn barst á Kane sem fór svo á vítalínuna. Kane brenndi af seinna skotinu, mögulega viljandi enda leikurinn orðinn tveggja sókna og aðeins 13 sekúndur á klukkunni. Valsmenn æddu í sókn en náðu ekki að skora og heimamenn sluppu ærlega fyrir horn eftir að hafa haft pálmann í höndunum nokkrum mínútum fyrr. Stjörnur og skúrkar Sóknarlega voru þeir Jeremy Pargo og DeAndre Kane allt í öllu hjá Grindavík. 24 stig, fimm fráköst og fimm stoðsendingar frá Pargo og 21 stig, níu fráköst og fimm stoðsendingar hjá Kane. Grindvíkingar eiga Daniel Mortensen nær algjörlega inni sóknarlega en hann stóð þó vaktina varnarlega og reif niður 14 fráköst. Ónefndur stuðningsmaður Grindavíkur viðraði mjög krassandi kenningu um Mortensen við blaðamann eftir leik en hún er því miður ekki prenthæf og varla við hæfi barna. Hjá Valsmönnum var það Taiwo Badmus sem endaði stigahæstur með 20 stig en hann þurfti að skjóta mikið og hitti aðeins úr fimm skotum af fimmtán. Grindvíkingum tókst að loka vel á þá Kristinn Pálsson og Joshua Jefferson í kvöld og ljóst að Valsmenn verða að finna svör og fá framlög úr fleiri áttum í næstu leikjum ef Grindvíkingar halda uppteknum hætti í sinni varnarvinnu. Dómararnir Sigmundur Már Herbertsson, Jóhannes Páll Friðriksson og Jón Þór Eyþórsson dæmdu leikinn í kvöld og fá ekki háa einkunn frá mér. Spennustigið á vellinum var í hæstu hæðum í byrjun og þeir félagar ákváðu að sleppa allskonar augljósum villum á báðum endum sem var ekki að hjálpa til við að halda leikmönnum rétt stemmdum. Það er um að gera að leyfa mönnum að spila og flauta ekki of mikið en þetta var bara skrítið enda sauð upp úr í upphaf annars leikhluta og fékk bekkurinn hjá Grindavík tæknivillu sem og Finnur Freyr. Seinni hálfleikurinn var þó skárri en menn verða að mæta tilbúnir frá fyrstu mínútu. Stemming og umgjörð Allt upp á tíu undir þessum lið. Frábærlega mætt og stóra stúkan svo gott sem fullsetin. Meira að segja Valsmenn mættu vel í sinn part, sem gerist nú ekki alltaf í 8-liða úrslitum. Báðar sveitir mættu með trommu og Grindvíkingar mættu raunar með heilt trommusett. Viðtöl Bragi Guðmundsson: „Ég elska að spila fyrir Grindavík“ Bragi Guðmundsson og DeAndre Kane fyrr í veturVísir/Hulda Margrét Bragi Guðmundson átti hörku innkomu af bekk Grindavíkur í kvöld en þær 20 mínútur sem hann spilaði var liðið plús tíu í skori sem var hæsta gildi leikmanns Grindavíkur í kvöld. Bragi fékk það hlutverk að hengja sig á Kristinn Pálsson öllum stundum en hann hefur kannski ekki beint verið þekktur fyrir það að vera áberandi varnarjaxl. Hann sagðist þó kunna ágætlega við sig í þessu hlutverki. „Bara vel! Mér finnst þetta léttari vörn svo þetta er fínt.“ - Sagði Bragi og hló. „Nei, nei. Hann er góð skytta og það þarf bara að stoppa hann.“ Bragi náði að blokka Kristinn hressilega í eitt skiptið, það hlýtur að vera freistandi að láta menn heyra það í þannig atvikum? „Nei, ég held ég geri það nú ekki. Ég man ekki hvað ég sagði, það var kannski eitthvað á milli okkar vinanna, ekkert svakalegt.“ Bragi snéri aftur til Grindavíkur í vetur eftir eitt og hálft ár í bandaríska háskólaboltanum. Hann gæti ekki verið sáttari með heimkomuna að eigin sögn. „Þetta er búið að vera ógeðslega gaman að koma hérna aftur heim. Andinn í hópnum búinn að vera mjög góður. Mér fannst við spila vel líka í síðasta leik. Þetta fór bara á síðasta skotinu. Við fengum nokkur tækifæri en svona gerist þetta bara. Kári úti hjá þeim sem er bara ömurlegt fyrir þá. En það var bara geggjað að koma heim. „Ég elska að spila fyrir Grindavík.“ Bragi skrifaði lélegan lokakafla Grindvíkinga á einbeitingarleysi og skaut um leið létt á Jeremy Pargo liðsfélaga sinn. „Ég held að þetta hafi verið bara mest megnis einbeitingarleysi. Eins og Pargo, ekki að ég sé að kalla hann eitthvað út, en hann tekur þarna troðslu og hann er fertugur sko. Ef við værum 15 stigum yfir og ein mínúta eftir þá væri þetta í lagi. En bara einbeitingarleysi, ég var ekkert stressaður.“ Finnur Freyr: „Í heildina bara ósáttur við frammistöðuna“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari ValsVísir/Anton Brink Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, gaf lítið fyrir lokamínútur leiksins þar sem Valsmenn náðu næstum að stela sigrinum. Hann var með fókusinn á fyrstu 37 mínútur leiksins þar sem hann fannst hans menn einfaldlega of slakir. „Þetta er svona blanda af því að þeir fara að hægja á leiknum og við reynum bara að gera eitthvað. En ég vil frekar tala um hinar 35 mínúturnar, eða 37. Við vorum of slakir.“ Finnur talaði sérstaklega um varnarleikinn fyrir leik en að hans mati varð sóknarleikurinn Valsmönnum í raun að falli þegar upp var staðið að hans mati. „Mér fannst við fara illa með mýmörg færi. Þú ert kominn í úrslitakeppnina, þá verður þú að taka af þeim færi og taka þá sénsa sem gefast í þessum leik og mér fannst við bara alls ekki gera það. Vorum að klikka mikið af skotum nálægt körfunni, opnum skotum. Ósáttur kannski við að ná ekki að nýta okkur það.“ Að sama skapi voru tveir leikmenn Grindavíkur að gera Valsmönnum lífið leitt sóknarlega. „Svo kannski á sama tíma eru Pargo og Kane gríðarlega erfiðir við að eiga. Pargo sýnir þarna á köflum í seinni hálfleik af hverju hann var að spila í NBA. Frábær að búa sér til pláss og góður að koma skoti upp og getur stýrt leiknum rosalega vel. Ósáttur kannski við sóknarfráköst sem þeir eru að ná í og hitt og þetta. Margt til að taka. Í heildina bara ósáttur við frammistöðuna.“ Finnur hafði ekki of miklar áhyggjur af varnartaktík Grindvíkinga, að setja ákveðna leikmenn Vals í gjörgæslu. Aðrir leikmenn þyrfti einfaldlega að nýta færin sem opnast þá á móti. „Já, já. Það koma móment þar sem við gerum það vel. Erum kannski að flýta okkur aðeins of mikið. Þeir hanga vel í þeim og gera það vel og við erum í basli með að losa þá. Á sama tíma er að opnast fyrir aðra og þeir verða svolítið að grípa gæsina.“
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum