Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. apríl 2025 13:23 Þorgerður Katrín ræðir hér við Marco Rubio. Með þeim eru David Lammy og Antonio Tajani, utanríkisráðherrar Bretlands og Ítalíu. AP/Jacquelyn Martin Utanríkisráðherra segir fyrstu samtöl sín við kollega sinn frá Bandaríkjunum lofa góðu. Öryggi á Norðurslóðum sé að færast ofar á forgangslista Atlantshafsbandalagsins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sótti fund með kollegum sínum úr NATÓ í Brussel. Um er að ræða fyrsta slíka fundinn sem Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sækir. „Mér fannst einkenna fundinn mikil samstaða. Að gera NATO sterkara, gera NATO þannig að það sé í stakk búið til þess að vera bæði með fælingarmátt en líka verja þjóðir bandalagsins,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. „Ég verð bara að vera einlæg. Mér fannst þetta vera betri fundur en ég vonaðist til.“ Ljóst sé að öll NATO-ríkin átti sig á mikilvægi bandalagsins. Evrópuríkin séu sjálf að átta sig Donald Trump Bandaríkjaforseti og stjórn hans hafa haft uppi háværar kröfur um að Evrópuríki leggi meira til bandalagsins. „En það er líka alveg skýrt af hálfu Evrópuríkjanna að þau eru ekki bara að fara eftir kröfum Bandaríkjanna. Þau eru mjög vel að átta sig á því sjálf að þau þurfa að auka verulega framlög til varnarmála. Það er ekki lengur verið að tala um tvö prósent af landsframleiðslu eða þrjú. Það er verið að tala fjögur til fimm prósent.“ Íslendingar séu einnig að auka við sín framlög. Átti óformlegt samtal við Rubio Þorgerður ræddi við Rubio á óformlegum fundi. Geturðu upplýst eitthvað um hvað fór ykkar á milli? „Það voru óformleg samtöl sem ég ætla kannski ekki að fara yfir, en þau lofa góðu. Fyrstu skrefin lofa góðu og undirstrika hversu mikilvæg góð samskipti þessara ríkja eru.“ Málefni Grænlands hafi ekki borið á góma, en öll ríki hafi verið sammála um að mesta ógnin stafaði frá Rússlandi, og að stuðningur við Úkraínu væri ótvíræður. „Norðurslóðir og öryggi varna á því svæði ... viðbrögð á svæðinu.“ Utanríkismál NATO Bandaríkin Grænland Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sótti fund með kollegum sínum úr NATÓ í Brussel. Um er að ræða fyrsta slíka fundinn sem Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sækir. „Mér fannst einkenna fundinn mikil samstaða. Að gera NATO sterkara, gera NATO þannig að það sé í stakk búið til þess að vera bæði með fælingarmátt en líka verja þjóðir bandalagsins,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. „Ég verð bara að vera einlæg. Mér fannst þetta vera betri fundur en ég vonaðist til.“ Ljóst sé að öll NATO-ríkin átti sig á mikilvægi bandalagsins. Evrópuríkin séu sjálf að átta sig Donald Trump Bandaríkjaforseti og stjórn hans hafa haft uppi háværar kröfur um að Evrópuríki leggi meira til bandalagsins. „En það er líka alveg skýrt af hálfu Evrópuríkjanna að þau eru ekki bara að fara eftir kröfum Bandaríkjanna. Þau eru mjög vel að átta sig á því sjálf að þau þurfa að auka verulega framlög til varnarmála. Það er ekki lengur verið að tala um tvö prósent af landsframleiðslu eða þrjú. Það er verið að tala fjögur til fimm prósent.“ Íslendingar séu einnig að auka við sín framlög. Átti óformlegt samtal við Rubio Þorgerður ræddi við Rubio á óformlegum fundi. Geturðu upplýst eitthvað um hvað fór ykkar á milli? „Það voru óformleg samtöl sem ég ætla kannski ekki að fara yfir, en þau lofa góðu. Fyrstu skrefin lofa góðu og undirstrika hversu mikilvæg góð samskipti þessara ríkja eru.“ Málefni Grænlands hafi ekki borið á góma, en öll ríki hafi verið sammála um að mesta ógnin stafaði frá Rússlandi, og að stuðningur við Úkraínu væri ótvíræður. „Norðurslóðir og öryggi varna á því svæði ... viðbrögð á svæðinu.“
Utanríkismál NATO Bandaríkin Grænland Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira