Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. apríl 2025 07:54 Yoon Suk Yeol á sér fjölmarga stuðningsmenn. Fjöldi stuðningsmanna og mótmælenda safnaðist saman við dómshúsið í aðdraganda dómsuppkvaðningar. Vísir/EPA Yoon Suk-yeol, forseti Suður-Kóreu, hefur verið leystur úr embætti af stjórnlagadómstól landsins. Dómstóllinn var einróma í ákvörðun sinni og taldi forsetann hafa brotið gegn stjórnarskránni með yfirlýsingu herlaga í desember. Yoon var settur af og ákærður eftir misheppnaða tilraun hans til að lýsa yfir herlögum í landinu. Setti hann herlögin á, að eigin sögn, til að vernda landið frá kommúnískum áhrifum frá Norður-Kóreu. Síðan lét hann herinn loka þinghúsinu til að koma í veg fyrir að þeir gætu kosið um afnám herlaganna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar komust þó inn í þingið og kusu um að nema herlögin úr gildi. Sjá einnig: Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Moon Hyung-bae, forseti stjórnlagadómstólsins, vísaði frá öllum röksemdum Yoon fyrir yfirlýsingunni og sagði hann hafa farið út fyrir valdsvið sitt. Hann hafi brotið gegn stjórnarskránni og svikið kóresku þjóðina með því að kalla saman hermenn til að hindra störf þingsins. „Neikvæðar afleiðinar og gáruáhrif þessara aðgerða eru talsverðar. Ávinningurinn af því að koma aftur á reglu með brottvikningu úr embætti vegur þyngra en kostnaðurinn sem felst í því að víkja sitjandi forseta,“ sagði Hyung-Bae. Þingið kærði Yoon um embættisafglöp 14. desember síðastliðinn en þurfti samþykki stjórnlagadómstólsins til að víkja honum formlega úr starfi. Ríkisstjórnin hefur nú sextíu daga til að halda kosningar en Han Duck-soo, sitjandi forseti, mun sitja áfram þar til nýr forseti tekur við. Duck-soo hafði einnig verið kærður til embættismissis eftir setningu herlaganna en var sýknaður af stjórnlagadómstólnum. Suður-Kórea Tengdar fréttir Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Stjórnlagadómstóll Suður-Kóreu hefur vísað frá ákærum til embættismissis á hendur forsætisráðherranum Han Duck-soo. Hann tekur því aftur við stöðunni sem starfandi forseti landsins. 24. mars 2025 07:59 Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu sem var handtekinn í lok janúar, var leystur úr haldi í dag. Forsetinn var settur af og ákærður eftir að hann reyndi að koma á herlögum í landinu í desember. Hann á þó enn dómsmál yfir höfði sér en ákvörðun um varðhald yfir honum var felld úr gildi á lagatæknilegum grundvelli. 8. mars 2025 19:18 Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. 15. desember 2024 09:33 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Yoon var settur af og ákærður eftir misheppnaða tilraun hans til að lýsa yfir herlögum í landinu. Setti hann herlögin á, að eigin sögn, til að vernda landið frá kommúnískum áhrifum frá Norður-Kóreu. Síðan lét hann herinn loka þinghúsinu til að koma í veg fyrir að þeir gætu kosið um afnám herlaganna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar komust þó inn í þingið og kusu um að nema herlögin úr gildi. Sjá einnig: Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Moon Hyung-bae, forseti stjórnlagadómstólsins, vísaði frá öllum röksemdum Yoon fyrir yfirlýsingunni og sagði hann hafa farið út fyrir valdsvið sitt. Hann hafi brotið gegn stjórnarskránni og svikið kóresku þjóðina með því að kalla saman hermenn til að hindra störf þingsins. „Neikvæðar afleiðinar og gáruáhrif þessara aðgerða eru talsverðar. Ávinningurinn af því að koma aftur á reglu með brottvikningu úr embætti vegur þyngra en kostnaðurinn sem felst í því að víkja sitjandi forseta,“ sagði Hyung-Bae. Þingið kærði Yoon um embættisafglöp 14. desember síðastliðinn en þurfti samþykki stjórnlagadómstólsins til að víkja honum formlega úr starfi. Ríkisstjórnin hefur nú sextíu daga til að halda kosningar en Han Duck-soo, sitjandi forseti, mun sitja áfram þar til nýr forseti tekur við. Duck-soo hafði einnig verið kærður til embættismissis eftir setningu herlaganna en var sýknaður af stjórnlagadómstólnum.
Suður-Kórea Tengdar fréttir Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Stjórnlagadómstóll Suður-Kóreu hefur vísað frá ákærum til embættismissis á hendur forsætisráðherranum Han Duck-soo. Hann tekur því aftur við stöðunni sem starfandi forseti landsins. 24. mars 2025 07:59 Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu sem var handtekinn í lok janúar, var leystur úr haldi í dag. Forsetinn var settur af og ákærður eftir að hann reyndi að koma á herlögum í landinu í desember. Hann á þó enn dómsmál yfir höfði sér en ákvörðun um varðhald yfir honum var felld úr gildi á lagatæknilegum grundvelli. 8. mars 2025 19:18 Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. 15. desember 2024 09:33 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Stjórnlagadómstóll Suður-Kóreu hefur vísað frá ákærum til embættismissis á hendur forsætisráðherranum Han Duck-soo. Hann tekur því aftur við stöðunni sem starfandi forseti landsins. 24. mars 2025 07:59
Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu sem var handtekinn í lok janúar, var leystur úr haldi í dag. Forsetinn var settur af og ákærður eftir að hann reyndi að koma á herlögum í landinu í desember. Hann á þó enn dómsmál yfir höfði sér en ákvörðun um varðhald yfir honum var felld úr gildi á lagatæknilegum grundvelli. 8. mars 2025 19:18
Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. 15. desember 2024 09:33