Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. apríl 2025 07:54 Yoon Suk Yeol á sér fjölmarga stuðningsmenn. Fjöldi stuðningsmanna og mótmælenda safnaðist saman við dómshúsið í aðdraganda dómsuppkvaðningar. Vísir/EPA Yoon Suk-yeol, forseti Suður-Kóreu, hefur verið leystur úr embætti af stjórnlagadómstól landsins. Dómstóllinn var einróma í ákvörðun sinni og taldi forsetann hafa brotið gegn stjórnarskránni með yfirlýsingu herlaga í desember. Yoon var settur af og ákærður eftir misheppnaða tilraun hans til að lýsa yfir herlögum í landinu. Setti hann herlögin á, að eigin sögn, til að vernda landið frá kommúnískum áhrifum frá Norður-Kóreu. Síðan lét hann herinn loka þinghúsinu til að koma í veg fyrir að þeir gætu kosið um afnám herlaganna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar komust þó inn í þingið og kusu um að nema herlögin úr gildi. Sjá einnig: Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Moon Hyung-bae, forseti stjórnlagadómstólsins, vísaði frá öllum röksemdum Yoon fyrir yfirlýsingunni og sagði hann hafa farið út fyrir valdsvið sitt. Hann hafi brotið gegn stjórnarskránni og svikið kóresku þjóðina með því að kalla saman hermenn til að hindra störf þingsins. „Neikvæðar afleiðinar og gáruáhrif þessara aðgerða eru talsverðar. Ávinningurinn af því að koma aftur á reglu með brottvikningu úr embætti vegur þyngra en kostnaðurinn sem felst í því að víkja sitjandi forseta,“ sagði Hyung-Bae. Þingið kærði Yoon um embættisafglöp 14. desember síðastliðinn en þurfti samþykki stjórnlagadómstólsins til að víkja honum formlega úr starfi. Ríkisstjórnin hefur nú sextíu daga til að halda kosningar en Han Duck-soo, sitjandi forseti, mun sitja áfram þar til nýr forseti tekur við. Duck-soo hafði einnig verið kærður til embættismissis eftir setningu herlaganna en var sýknaður af stjórnlagadómstólnum. Suður-Kórea Tengdar fréttir Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Stjórnlagadómstóll Suður-Kóreu hefur vísað frá ákærum til embættismissis á hendur forsætisráðherranum Han Duck-soo. Hann tekur því aftur við stöðunni sem starfandi forseti landsins. 24. mars 2025 07:59 Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu sem var handtekinn í lok janúar, var leystur úr haldi í dag. Forsetinn var settur af og ákærður eftir að hann reyndi að koma á herlögum í landinu í desember. Hann á þó enn dómsmál yfir höfði sér en ákvörðun um varðhald yfir honum var felld úr gildi á lagatæknilegum grundvelli. 8. mars 2025 19:18 Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. 15. desember 2024 09:33 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Yoon var settur af og ákærður eftir misheppnaða tilraun hans til að lýsa yfir herlögum í landinu. Setti hann herlögin á, að eigin sögn, til að vernda landið frá kommúnískum áhrifum frá Norður-Kóreu. Síðan lét hann herinn loka þinghúsinu til að koma í veg fyrir að þeir gætu kosið um afnám herlaganna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar komust þó inn í þingið og kusu um að nema herlögin úr gildi. Sjá einnig: Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Moon Hyung-bae, forseti stjórnlagadómstólsins, vísaði frá öllum röksemdum Yoon fyrir yfirlýsingunni og sagði hann hafa farið út fyrir valdsvið sitt. Hann hafi brotið gegn stjórnarskránni og svikið kóresku þjóðina með því að kalla saman hermenn til að hindra störf þingsins. „Neikvæðar afleiðinar og gáruáhrif þessara aðgerða eru talsverðar. Ávinningurinn af því að koma aftur á reglu með brottvikningu úr embætti vegur þyngra en kostnaðurinn sem felst í því að víkja sitjandi forseta,“ sagði Hyung-Bae. Þingið kærði Yoon um embættisafglöp 14. desember síðastliðinn en þurfti samþykki stjórnlagadómstólsins til að víkja honum formlega úr starfi. Ríkisstjórnin hefur nú sextíu daga til að halda kosningar en Han Duck-soo, sitjandi forseti, mun sitja áfram þar til nýr forseti tekur við. Duck-soo hafði einnig verið kærður til embættismissis eftir setningu herlaganna en var sýknaður af stjórnlagadómstólnum.
Suður-Kórea Tengdar fréttir Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Stjórnlagadómstóll Suður-Kóreu hefur vísað frá ákærum til embættismissis á hendur forsætisráðherranum Han Duck-soo. Hann tekur því aftur við stöðunni sem starfandi forseti landsins. 24. mars 2025 07:59 Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu sem var handtekinn í lok janúar, var leystur úr haldi í dag. Forsetinn var settur af og ákærður eftir að hann reyndi að koma á herlögum í landinu í desember. Hann á þó enn dómsmál yfir höfði sér en ákvörðun um varðhald yfir honum var felld úr gildi á lagatæknilegum grundvelli. 8. mars 2025 19:18 Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. 15. desember 2024 09:33 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Stjórnlagadómstóll Suður-Kóreu hefur vísað frá ákærum til embættismissis á hendur forsætisráðherranum Han Duck-soo. Hann tekur því aftur við stöðunni sem starfandi forseti landsins. 24. mars 2025 07:59
Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu sem var handtekinn í lok janúar, var leystur úr haldi í dag. Forsetinn var settur af og ákærður eftir að hann reyndi að koma á herlögum í landinu í desember. Hann á þó enn dómsmál yfir höfði sér en ákvörðun um varðhald yfir honum var felld úr gildi á lagatæknilegum grundvelli. 8. mars 2025 19:18
Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. 15. desember 2024 09:33