Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar 4. apríl 2025 08:30 Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um borgarstefnu sem kveður á um að þróa og efla tvö borgarsvæði á Íslandi, höfuðborgina Reykjavík og svæðisborgina Akureyri. Með stefnunni er viðurkennd sérstaða Akureyrar sem þjónustu- og menningarmiðstöðvar og markmiðið meðal annars að jafna dreifingu byggðar í landinu. Borgarstefnan er fagnaðarefni og sú vandaða vinna sem býr að baki. Skynsamlegt er af mörgum ástæðum að byggja upp innviði á fleiri stöðum en suðvesturhorninu og að það sé til annar valkostur við hina sístækkandi höfuðborg. Vonandi fylgja fjármagnaðar aðgerðir í kjölfarið svo að stefnan raungerist og í fyllingu tímans má hugsa sér fleiri svæðisbundnar borgir í öðrum landshlutum. Göfug markmið Stundum er því fleygt í mínum hversdegi norður í landi að það vanti algjörlega byggðastefnu á Íslandi, of margar aðgerðir stjórnvalda miði að því að ýta öllum smám saman til höfuðborgarinnar. Þetta er ekki að öllu leyti rétt. Byggðastefna er sannarlega til, á pappír að minnsta kosti, og birtist m.a. í stefnumótandi byggðaáætlun, hvar umrædd borgarstefna er ein af aðgerðum, og í sóknaráætlunum landshlutanna. Markmiðin eru göfug, einkum að stuðla að blómlegum og sjálfbærum byggðum um allt land og jafna tækifæri fólks til atvinnu og þjónustu óháð búsetu. Gott og vel. Íþyngjandi aðgerðir Veltum þá fyrir okkur hvernig hin raunverulega byggðastefna birtist í framkvæmd um þessar mundir, gagnvart þeim sem lifa og starfa fjarri þeirri þungamiðju sem suðvesturhornið er: -Tvöföldun veiðigjalda -Fyrirhuguð ný sértæk gjöld á ferðaþjónustu -Ný innviðagjöld á skemmtiferðaskip -Nýtt kílómetragjald -Afturköllun lagaheimildar um samruna kjötafurðastöðva Þetta eru bara örfá dæmi. Og nú erum við ekki einu sinni að tala um ónýta vegi, ófullnægjandi vetrarþjónustu, vanfjármagnaða flugvelli, aðgengi að rafmagni, heilbrigðisþjónustu og fleira sem þarf að berjast fyrir. Þetta eru eingöngu nýjar aðgerðir sem bitna illa á sveitarfélögum, fyrirtækjum og fólki sem er að leggja sitt af mörkum við að skapa verðmæti og byggja undir okkar sameiginlegu kerfi. Ekki einu sinni Hríseyingar eru óhultir fyrir íþyngjandi inngripum og þurfa nú að óbreyttu að sætta sig við rúmlega tvöföldun á tilteknum fargjöldum í almenningssamgöngur, ferju sem rekin er af Vegagerðinni, ef þeir vilja komast heim til sín á kvöldin. Allt án nokkurs samráðs eða aðdraganda. Dæmigert að það er svona korter síðan Hrísey var skilgreind brothætt byggð samkvæmt stefnumótandi byggðaáætlun ríkisins. Ein birtingarmynd af mörgum þar sem talin er ástæða til að styðja við búsetu á sama tíma og íbúum er gert erfiðara að búa á staðnum. Fjárfestingar og framtakssemi um allt land Punkturinn er þessi. Skýr framtíðarsýn og opinber stefnumótun skiptir miklu máli, en hinar raunverulegu aðgerðir stjórnvalda á hverjum tíma, regluverk og álögur á fólk og fyrirtæki mega ekki koma í veg fyrir að markmiðin náist. Ég fagna borgarstefnu, byggðastefnu almennt og öðrum áætlunum um uppbyggingu. Hins vegar verður að skapa jarðveg þar sem slíkar stefnur geta þrifist og gert gagn, ramma sem gerir fólki kleift að láta gott af sér leiða í sínu samfélagi og koma hugmyndum í framkvæmd, umhverfi þar sem ríkið byggir upp nauðsynlega innviði, hvetur til fjárfestinga, atvinnusköpunar og styður við framtakssamt fólk en leggur ekki á það sífellt aukna skatta og þyngri reglur. Falleg framtíðarsýn um blómlegar byggðir um allt land verður ekki að veruleika á sama tíma og ráðist er á lykilatvinnugreinar og lagðar eru sífellt meiri byrðar á íbúa á landsbyggðinni. Því miður er það sú uppskrift sem núverandi ríkisstjórn virðist vinna eftir, allt í nafni leiðréttinga, réttlætis og almannahagsmuna. Höfundur er Akureyringur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skipulag Byggðamál Reykjavík Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um borgarstefnu sem kveður á um að þróa og efla tvö borgarsvæði á Íslandi, höfuðborgina Reykjavík og svæðisborgina Akureyri. Með stefnunni er viðurkennd sérstaða Akureyrar sem þjónustu- og menningarmiðstöðvar og markmiðið meðal annars að jafna dreifingu byggðar í landinu. Borgarstefnan er fagnaðarefni og sú vandaða vinna sem býr að baki. Skynsamlegt er af mörgum ástæðum að byggja upp innviði á fleiri stöðum en suðvesturhorninu og að það sé til annar valkostur við hina sístækkandi höfuðborg. Vonandi fylgja fjármagnaðar aðgerðir í kjölfarið svo að stefnan raungerist og í fyllingu tímans má hugsa sér fleiri svæðisbundnar borgir í öðrum landshlutum. Göfug markmið Stundum er því fleygt í mínum hversdegi norður í landi að það vanti algjörlega byggðastefnu á Íslandi, of margar aðgerðir stjórnvalda miði að því að ýta öllum smám saman til höfuðborgarinnar. Þetta er ekki að öllu leyti rétt. Byggðastefna er sannarlega til, á pappír að minnsta kosti, og birtist m.a. í stefnumótandi byggðaáætlun, hvar umrædd borgarstefna er ein af aðgerðum, og í sóknaráætlunum landshlutanna. Markmiðin eru göfug, einkum að stuðla að blómlegum og sjálfbærum byggðum um allt land og jafna tækifæri fólks til atvinnu og þjónustu óháð búsetu. Gott og vel. Íþyngjandi aðgerðir Veltum þá fyrir okkur hvernig hin raunverulega byggðastefna birtist í framkvæmd um þessar mundir, gagnvart þeim sem lifa og starfa fjarri þeirri þungamiðju sem suðvesturhornið er: -Tvöföldun veiðigjalda -Fyrirhuguð ný sértæk gjöld á ferðaþjónustu -Ný innviðagjöld á skemmtiferðaskip -Nýtt kílómetragjald -Afturköllun lagaheimildar um samruna kjötafurðastöðva Þetta eru bara örfá dæmi. Og nú erum við ekki einu sinni að tala um ónýta vegi, ófullnægjandi vetrarþjónustu, vanfjármagnaða flugvelli, aðgengi að rafmagni, heilbrigðisþjónustu og fleira sem þarf að berjast fyrir. Þetta eru eingöngu nýjar aðgerðir sem bitna illa á sveitarfélögum, fyrirtækjum og fólki sem er að leggja sitt af mörkum við að skapa verðmæti og byggja undir okkar sameiginlegu kerfi. Ekki einu sinni Hríseyingar eru óhultir fyrir íþyngjandi inngripum og þurfa nú að óbreyttu að sætta sig við rúmlega tvöföldun á tilteknum fargjöldum í almenningssamgöngur, ferju sem rekin er af Vegagerðinni, ef þeir vilja komast heim til sín á kvöldin. Allt án nokkurs samráðs eða aðdraganda. Dæmigert að það er svona korter síðan Hrísey var skilgreind brothætt byggð samkvæmt stefnumótandi byggðaáætlun ríkisins. Ein birtingarmynd af mörgum þar sem talin er ástæða til að styðja við búsetu á sama tíma og íbúum er gert erfiðara að búa á staðnum. Fjárfestingar og framtakssemi um allt land Punkturinn er þessi. Skýr framtíðarsýn og opinber stefnumótun skiptir miklu máli, en hinar raunverulegu aðgerðir stjórnvalda á hverjum tíma, regluverk og álögur á fólk og fyrirtæki mega ekki koma í veg fyrir að markmiðin náist. Ég fagna borgarstefnu, byggðastefnu almennt og öðrum áætlunum um uppbyggingu. Hins vegar verður að skapa jarðveg þar sem slíkar stefnur geta þrifist og gert gagn, ramma sem gerir fólki kleift að láta gott af sér leiða í sínu samfélagi og koma hugmyndum í framkvæmd, umhverfi þar sem ríkið byggir upp nauðsynlega innviði, hvetur til fjárfestinga, atvinnusköpunar og styður við framtakssamt fólk en leggur ekki á það sífellt aukna skatta og þyngri reglur. Falleg framtíðarsýn um blómlegar byggðir um allt land verður ekki að veruleika á sama tíma og ráðist er á lykilatvinnugreinar og lagðar eru sífellt meiri byrðar á íbúa á landsbyggðinni. Því miður er það sú uppskrift sem núverandi ríkisstjórn virðist vinna eftir, allt í nafni leiðréttinga, réttlætis og almannahagsmuna. Höfundur er Akureyringur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun