Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Bjarki Sigurðsson skrifar 3. apríl 2025 15:45 Hanna Katrín Friðriksson er atvinnuvegaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Atvinnuvegaráðherra segir tolla Trump geta haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi. Mikilvægt sé að Ísland festist ekki milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins í tollastríði. Útflutningur á vörum til Bandaríkjanna frá Íslandi nam tugum milljarða á síðasta ári. Tíu prósent tollur gæti haft mikil áhrif, til að mynda í sjávarútvegi, en stór hluti útflutnings til Bandaríkjanna eru sjávarútvegsvörur. Áhrif tollanna eru nú til skoðunar hjá nokkrum ráðuneytum. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, segir mikið í húfi fyrir íslenskt atvinnulíf. „Við erum að rýna þessar tölur. Hvort, og þá hvernig, áhrif þetta hefur á sjávarútveginn okkar. Við erum mjög stór í útflutningi til Bandaríkjanna. Svo er ástæða til að hafa áhyggjur af áhrifum á ferðaþjónustu. Langstærsti hópur ferðamanna á Íslandi er frá Bandaríkjunum. Ef þessar aðgerðir Trumps raungerast og fara að hafa mjög neikvæð áhrif á efnahag heimila þar í landi, þá er það eðlileg ályktun að draga að það muni hafa áhrif á vilja og getu Bandaríkjamanna til að ferðast. Þannig í stóru myndinni er ástæða til að hafa áhyggjur,“ segir Hanna Katrín. Það verði að horfa til þess að Ísland og Bandaríkin séu enn bandalagsþjóðir. „Við höfum allan tímann frá því þetta tal um tollastríð hófst, sagt að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að lenda ekki á milli í einhverskonar stríði milli ESB og Bandaríkjanna. Það er enn þá eitt gríðarlega stórt áhersluatriði hjá okkur. Að samband okkar við bæði ESB og Bandaríkin sé gott. Þannig það eru margir boltar á lofti hjá okkur líkt og öllum öðrum. En hvenær við stígum niður og segjum eitthvað annað, það verður að ráðast af stórum hagsmunum,“ segir Hanna Katrín. Fréttin hefur verið uppfærð. Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Útflutningur á vörum til Bandaríkjanna frá Íslandi nam tugum milljarða á síðasta ári. Tíu prósent tollur gæti haft mikil áhrif, til að mynda í sjávarútvegi, en stór hluti útflutnings til Bandaríkjanna eru sjávarútvegsvörur. Áhrif tollanna eru nú til skoðunar hjá nokkrum ráðuneytum. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, segir mikið í húfi fyrir íslenskt atvinnulíf. „Við erum að rýna þessar tölur. Hvort, og þá hvernig, áhrif þetta hefur á sjávarútveginn okkar. Við erum mjög stór í útflutningi til Bandaríkjanna. Svo er ástæða til að hafa áhyggjur af áhrifum á ferðaþjónustu. Langstærsti hópur ferðamanna á Íslandi er frá Bandaríkjunum. Ef þessar aðgerðir Trumps raungerast og fara að hafa mjög neikvæð áhrif á efnahag heimila þar í landi, þá er það eðlileg ályktun að draga að það muni hafa áhrif á vilja og getu Bandaríkjamanna til að ferðast. Þannig í stóru myndinni er ástæða til að hafa áhyggjur,“ segir Hanna Katrín. Það verði að horfa til þess að Ísland og Bandaríkin séu enn bandalagsþjóðir. „Við höfum allan tímann frá því þetta tal um tollastríð hófst, sagt að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að lenda ekki á milli í einhverskonar stríði milli ESB og Bandaríkjanna. Það er enn þá eitt gríðarlega stórt áhersluatriði hjá okkur. Að samband okkar við bæði ESB og Bandaríkin sé gott. Þannig það eru margir boltar á lofti hjá okkur líkt og öllum öðrum. En hvenær við stígum niður og segjum eitthvað annað, það verður að ráðast af stórum hagsmunum,“ segir Hanna Katrín. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira