Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar 2. apríl 2025 19:30 Fyrir helgi bárust þær fréttir að Reykjavíkurborg hyggist stofna fjarkennsluúrræði fyrir börn úr Reykjavík sem ekki geta stundað nám í hefðbundnum skóla vegna veikinda, félagslegra vandamála eða vímuefnaneyslu. Á sama tíma ætlar Reykjavíkurborg að stöðva greiðslur fyrir börn sem sækja skóla utan sveitarfélags. Börn sem eru í skóla utan sveitarfélags eru til dæmis börn sem vegna veikinda eða skertrar starfsgetu eiga ekki þess kost að stunda nám við sinn hverfisskóla. Engin viðunandi úrræði eru til fyrir börn á miðstigi eða yngsta stigi í Reykjavík sem ekki geta sótt sinn skóla. En nemendur á unglingastigi eru svo heppnir að geta skráð sig í skóla utan sveitarfélags eins og Ásgarðsskóla. Ásgarðsskóli er skóli án staðsetningar og börnin stunda námið sitt í fjarnámi. Ásgarðsskóli er formlegur skóli og börn mæta í skólann að morgni og eru fullan skóladag ef þau hafa heilsu til og eru í mynd allan tímann þannig að sannanlega mæta þau í skólann. Þar eiga þau sína vini og félagslíf. Hugað er vel að líðan allra og ef vandamál koma upp er tekið á þeim strax. Skólinn starfar eftir aðalnámskrá og er með skýra stefnu. Kennarar þar eru faglegir og með full réttindi og kennsluhættir mjög árangursríkir. Miklar kröfur eru gerðar til barnanna sem þurfa að stunda nám sitt af krafti og skila verkefnum á hverjum degi sem kennarar fara yfir. Byggt er á símati og er það því mjög gagnsætt fyrir börn og foreldra ef barnið sinni námi sínu ekki af fullum krafti og er tekið á málum strax en ekki á foreldrafundi einu sinni eða tvisvar á vetri. Í þessum skóla eru allskonar börn, mörg börn sem eru bráðger eða vegna búsetu geta ekki sótt skóla í hverfinu sínu t.d. vegna búsetu í dreifbýli eða tímabundið erlendis. Mörg börn úr Reykjavík eru svo heppin að geta sótt skóla í Ásgarðsskóla. Sum þeirra eru langveik og geta ekki sótt skólann sinn. Mörg þeirra hafa gengið í gegnum miklar hörmungar á sinni skólagöngu þar sem þörfum þeirra hefur ekki verið mætt og þau hafa ekki fengið viðunandi skilning og námið aðlagað að þeirra þörfum. Þarna eru þau komin í öruggt skjól með börnum sem hafa mikinn metnað í námi og með kennurum sem eru tilbúnir að hjálpa öllum að ná nýta hæfileika sína til fulls. Ef þeim væri kippt út úr skólanum sínum, frá vinum sínum og kennurunum sem þau treysta gæti það haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir þeirra heilsu og framtíðarnám. Við hljótum öll að óska þess að börn sem eru veik, sérstaklega á þessum tímum þegar til dæmis Long Covid hefur valdið mörgum börnum varanlegum heilsubresti, að þessi börn fái besta hugsanlega nám sem er í boði ekki eitthvað úrræði sem væri sett upp í flýti til að spara borginni peninga. Menntun barnanna á að vera það sem ræður förinni í ákvörðun Reykjavíkurborgar í þessu máli og svona ákvarðanir þarf að taka á faglegan hátt, að vandlega hugsuðu máli. Réttur barna til viðeigandi menntunar Samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðasamningum, þar á meðal Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, eiga börn rétt á menntun sem mætir þeirra þörfum. Fyrir mörg börn er almennur grunnskóli ekki raunhæfur kostur, og Ásgarðsskóli veitir þeim aðstöðu þar sem þau geta blómstrað. Að draga úr fjármögnun gæti þvingað börn til að stunda nám í skólakerfi sem er þeim ekki aðgengilegt, sem er brot á réttindum þeirra. Ásgarðsskóli býður upp á kennsluaðferðir, sérhæft starfsfólk og stuðning sem almennir grunnskólar geta oft ekki veitt. Þar starfa sérfræðingar í menntamálum sem tryggja að börnin fái kennslu og menntun við hæfi. Að hætta að greiða fyrir skólavist í Ásgarðsskóla myndi þýða að sum börn fengju ekki þá þjónustu sem þau þurfa þó þau hafi fulla námsgetu sem myndi valda því að þau myndu dragast aftur úr jafnöldrum og því jafnvel missa möguleikann til náms í framtíðinni. Það gæti valdið því að í stað þess að þau yrði virkir þjóðfélagsþegnar myndu þau ekki ná að fóta sig í framtíðinni. Það er staðreynd að því meiri menntun sem einstaklingur með skerta starfsorku hefur því líklegra er að hann geti fengið starf við hæfi þar sem hægt er að aðlaga vinnuaðstæður að þörfum hans. Fjárfesting í menntun barna með sérstakar stuðningsþarfir er langtímahugsun sem skilar sér í meira sjálfstæði, auknum lífsgæðum og minni þörf fyrir önnur stuðningsúrræði í framtíðinni. Erfið aðstaða fyrir fjölskyldur Fjölskyldur veikra barna eða barna með sérstakar stuðningsþarfir hafa oft takmarkaða valkosti í skólakerfinu. Ef Reykjavíkurborg hættir að greiða fyrir skólavist í Ásgarðsskóla, gæti það sett foreldra í erfiða stöðu þar sem þeir þurfa annað hvort að greiða háar upphæðir sjálfir eða senda börnin í skóla sem getur ekki veitt þeim viðeigandi menntun. Þetta eykur álag á fjölskyldur sem þegar þurfa að kljást við margvíslegar áskoranir. Kostnaður við aðlögun annarra skóla Ef börn sem þurfa sérstaka aðlögun í skólastarfi eru neydd til að vera í almennum grunnskólum, myndi það skapa aukinn kostnað fyrir borgina við að veita þeim viðeigandi aðlögun. Það gæti krafist ráðningar á fleiri sérkennurum, uppbyggingu nýrra úrræða, breytinga á húsnæði til dæmis til að skapa hvíldaraðstöðu og endurskipulagningar á núverandi skólakerfi. Í mörgum tilfellum er mun hagkvæmara að styðja sérhæfða skóla eins og Ásgarðsskóla, frekar en að reyna að aðlaga grunnskóla sem eru ekki hannaðir fyrir þessi börn. Niðurstaða Að hætta að greiða fyrir skólavist nemenda í Ásgarðsskóla myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir börn með sérstakar stuðningsþarfir, fjölskyldur þeirra og skólakerfið í heild sinni. Það myndi ganga gegn réttindum barna til viðeigandi menntunar, takmarka aðgengi að sérhæfðri þjónustu og valkosti fyrir foreldra, auk þess að leiða til aukins kostnaðar í almennu skólakerfi. Reykjavíkurborg ætti að viðhalda stuðningi við þessa nemendur og tryggja að allir hafi jöfn tækifæri til náms þörfum. Höfundur er kennari, uppeldis- og menntunarfræðingur, formaðu atvinnu- og menntamálahóps ÖBÍ og foreldri barns í Ásgarðsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Fyrir helgi bárust þær fréttir að Reykjavíkurborg hyggist stofna fjarkennsluúrræði fyrir börn úr Reykjavík sem ekki geta stundað nám í hefðbundnum skóla vegna veikinda, félagslegra vandamála eða vímuefnaneyslu. Á sama tíma ætlar Reykjavíkurborg að stöðva greiðslur fyrir börn sem sækja skóla utan sveitarfélags. Börn sem eru í skóla utan sveitarfélags eru til dæmis börn sem vegna veikinda eða skertrar starfsgetu eiga ekki þess kost að stunda nám við sinn hverfisskóla. Engin viðunandi úrræði eru til fyrir börn á miðstigi eða yngsta stigi í Reykjavík sem ekki geta sótt sinn skóla. En nemendur á unglingastigi eru svo heppnir að geta skráð sig í skóla utan sveitarfélags eins og Ásgarðsskóla. Ásgarðsskóli er skóli án staðsetningar og börnin stunda námið sitt í fjarnámi. Ásgarðsskóli er formlegur skóli og börn mæta í skólann að morgni og eru fullan skóladag ef þau hafa heilsu til og eru í mynd allan tímann þannig að sannanlega mæta þau í skólann. Þar eiga þau sína vini og félagslíf. Hugað er vel að líðan allra og ef vandamál koma upp er tekið á þeim strax. Skólinn starfar eftir aðalnámskrá og er með skýra stefnu. Kennarar þar eru faglegir og með full réttindi og kennsluhættir mjög árangursríkir. Miklar kröfur eru gerðar til barnanna sem þurfa að stunda nám sitt af krafti og skila verkefnum á hverjum degi sem kennarar fara yfir. Byggt er á símati og er það því mjög gagnsætt fyrir börn og foreldra ef barnið sinni námi sínu ekki af fullum krafti og er tekið á málum strax en ekki á foreldrafundi einu sinni eða tvisvar á vetri. Í þessum skóla eru allskonar börn, mörg börn sem eru bráðger eða vegna búsetu geta ekki sótt skóla í hverfinu sínu t.d. vegna búsetu í dreifbýli eða tímabundið erlendis. Mörg börn úr Reykjavík eru svo heppin að geta sótt skóla í Ásgarðsskóla. Sum þeirra eru langveik og geta ekki sótt skólann sinn. Mörg þeirra hafa gengið í gegnum miklar hörmungar á sinni skólagöngu þar sem þörfum þeirra hefur ekki verið mætt og þau hafa ekki fengið viðunandi skilning og námið aðlagað að þeirra þörfum. Þarna eru þau komin í öruggt skjól með börnum sem hafa mikinn metnað í námi og með kennurum sem eru tilbúnir að hjálpa öllum að ná nýta hæfileika sína til fulls. Ef þeim væri kippt út úr skólanum sínum, frá vinum sínum og kennurunum sem þau treysta gæti það haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir þeirra heilsu og framtíðarnám. Við hljótum öll að óska þess að börn sem eru veik, sérstaklega á þessum tímum þegar til dæmis Long Covid hefur valdið mörgum börnum varanlegum heilsubresti, að þessi börn fái besta hugsanlega nám sem er í boði ekki eitthvað úrræði sem væri sett upp í flýti til að spara borginni peninga. Menntun barnanna á að vera það sem ræður förinni í ákvörðun Reykjavíkurborgar í þessu máli og svona ákvarðanir þarf að taka á faglegan hátt, að vandlega hugsuðu máli. Réttur barna til viðeigandi menntunar Samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðasamningum, þar á meðal Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, eiga börn rétt á menntun sem mætir þeirra þörfum. Fyrir mörg börn er almennur grunnskóli ekki raunhæfur kostur, og Ásgarðsskóli veitir þeim aðstöðu þar sem þau geta blómstrað. Að draga úr fjármögnun gæti þvingað börn til að stunda nám í skólakerfi sem er þeim ekki aðgengilegt, sem er brot á réttindum þeirra. Ásgarðsskóli býður upp á kennsluaðferðir, sérhæft starfsfólk og stuðning sem almennir grunnskólar geta oft ekki veitt. Þar starfa sérfræðingar í menntamálum sem tryggja að börnin fái kennslu og menntun við hæfi. Að hætta að greiða fyrir skólavist í Ásgarðsskóla myndi þýða að sum börn fengju ekki þá þjónustu sem þau þurfa þó þau hafi fulla námsgetu sem myndi valda því að þau myndu dragast aftur úr jafnöldrum og því jafnvel missa möguleikann til náms í framtíðinni. Það gæti valdið því að í stað þess að þau yrði virkir þjóðfélagsþegnar myndu þau ekki ná að fóta sig í framtíðinni. Það er staðreynd að því meiri menntun sem einstaklingur með skerta starfsorku hefur því líklegra er að hann geti fengið starf við hæfi þar sem hægt er að aðlaga vinnuaðstæður að þörfum hans. Fjárfesting í menntun barna með sérstakar stuðningsþarfir er langtímahugsun sem skilar sér í meira sjálfstæði, auknum lífsgæðum og minni þörf fyrir önnur stuðningsúrræði í framtíðinni. Erfið aðstaða fyrir fjölskyldur Fjölskyldur veikra barna eða barna með sérstakar stuðningsþarfir hafa oft takmarkaða valkosti í skólakerfinu. Ef Reykjavíkurborg hættir að greiða fyrir skólavist í Ásgarðsskóla, gæti það sett foreldra í erfiða stöðu þar sem þeir þurfa annað hvort að greiða háar upphæðir sjálfir eða senda börnin í skóla sem getur ekki veitt þeim viðeigandi menntun. Þetta eykur álag á fjölskyldur sem þegar þurfa að kljást við margvíslegar áskoranir. Kostnaður við aðlögun annarra skóla Ef börn sem þurfa sérstaka aðlögun í skólastarfi eru neydd til að vera í almennum grunnskólum, myndi það skapa aukinn kostnað fyrir borgina við að veita þeim viðeigandi aðlögun. Það gæti krafist ráðningar á fleiri sérkennurum, uppbyggingu nýrra úrræða, breytinga á húsnæði til dæmis til að skapa hvíldaraðstöðu og endurskipulagningar á núverandi skólakerfi. Í mörgum tilfellum er mun hagkvæmara að styðja sérhæfða skóla eins og Ásgarðsskóla, frekar en að reyna að aðlaga grunnskóla sem eru ekki hannaðir fyrir þessi börn. Niðurstaða Að hætta að greiða fyrir skólavist nemenda í Ásgarðsskóla myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir börn með sérstakar stuðningsþarfir, fjölskyldur þeirra og skólakerfið í heild sinni. Það myndi ganga gegn réttindum barna til viðeigandi menntunar, takmarka aðgengi að sérhæfðri þjónustu og valkosti fyrir foreldra, auk þess að leiða til aukins kostnaðar í almennu skólakerfi. Reykjavíkurborg ætti að viðhalda stuðningi við þessa nemendur og tryggja að allir hafi jöfn tækifæri til náms þörfum. Höfundur er kennari, uppeldis- og menntunarfræðingur, formaðu atvinnu- og menntamálahóps ÖBÍ og foreldri barns í Ásgarðsskóla.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun