Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Atli Ísleifsson skrifar 2. apríl 2025 13:26 Ungi maðurinn er ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps. Vísir Aðalmeðferð er hafin í máli ungs manns sem ákærður er fyrir að hafa orðið Bryndísi Klöru Birgisdóttur að bana eftir stunguárás á Menningarnótt í ágúst síðastliðinn. Maðurinn er ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps. RÚV greinir frá þessu en þinghaldið er lokað vegna ungs aldurs mannsins. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð standi fram á föstudag. Samkvæmt heimildum fréttastofu fara skýrslutökur fram í dag og á morgun og munnlegur málflutningur á föstudag. Sá sem ákærður er var sextán ára þegar árásin var gerð en hann stakk þrjú ungmenni í árásinni sem gerð var á Skúlagötu í Reykjavík á Menningarnótt 24. ágúst síðastliðinn. Áður hefur verið greint frá því að fimm ungmenni hafi verið í bíl þegar drengurinn réðst á þau. Drengurinn hafi brotið rúðu bílsins og ítrekað stungið pilt sem sat í bílnum með hníf, bæði í öxl og brjóstkassa. Ungmennin flúðu þá bílinn en ein stúlka varð eftir í honum. Réðst þá drengurinn á hana og stakk með hnífnum í öxl, handlegg og hendi stúlkunnar. Sextán ára drengurinn er ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps fyrir þessar árásir. Að þessu loknu réðst drengurinn á Bryndísi Klöru Birgisdóttur, sautján ára, og stakk hana í hjartað. Hún lést nokkrum dögum síðar af sárum sínum á Landspítalanum. Drengurinn er ákærður fyrir morð vegna þessarar árásar. Foreldrar Bryndísar Klöru krefjast hvort um sig sautján milljóna króna í miskabætur en einnig er krafist átta milljóna í miskabætur fyrir hönd stúlkunnar og drengsins sem einnig voru stungin í árásinni. Dómsmál Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Gerandi í máli Bryndísar Klöru Birgisdóttur hefur átt í samskiptum við lykilvitni í málinu. Rúv greinir frá. Hann sætir gæsluvarðhaldi á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum. Gerandinn er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps. 20. febrúar 2025 20:36 Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Pilturinn sem sætir ákæru eftir hnífstunguárás á menningarnótt skoðaði staðsetningu einnar stúlkunnar sem fyrir árásinni varð hátt í hundrað og fimmtíu sinnum á degi árásarinnar. Forstjóri Persónuverndar hvetur börn og fullorðna til vitundar um hætturnar sem því geta fylgt að deila viðkvæmum upplýsingum á borð við staðsetningu með öðrum. 26. febrúar 2025 19:00 Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Drengurinn sem er ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps í Menningarnæturmálinu svokallaða sagðist í fyrstu muna lítið eftir atvikum málsins. 17. febrúar 2025 16:55 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
RÚV greinir frá þessu en þinghaldið er lokað vegna ungs aldurs mannsins. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð standi fram á föstudag. Samkvæmt heimildum fréttastofu fara skýrslutökur fram í dag og á morgun og munnlegur málflutningur á föstudag. Sá sem ákærður er var sextán ára þegar árásin var gerð en hann stakk þrjú ungmenni í árásinni sem gerð var á Skúlagötu í Reykjavík á Menningarnótt 24. ágúst síðastliðinn. Áður hefur verið greint frá því að fimm ungmenni hafi verið í bíl þegar drengurinn réðst á þau. Drengurinn hafi brotið rúðu bílsins og ítrekað stungið pilt sem sat í bílnum með hníf, bæði í öxl og brjóstkassa. Ungmennin flúðu þá bílinn en ein stúlka varð eftir í honum. Réðst þá drengurinn á hana og stakk með hnífnum í öxl, handlegg og hendi stúlkunnar. Sextán ára drengurinn er ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps fyrir þessar árásir. Að þessu loknu réðst drengurinn á Bryndísi Klöru Birgisdóttur, sautján ára, og stakk hana í hjartað. Hún lést nokkrum dögum síðar af sárum sínum á Landspítalanum. Drengurinn er ákærður fyrir morð vegna þessarar árásar. Foreldrar Bryndísar Klöru krefjast hvort um sig sautján milljóna króna í miskabætur en einnig er krafist átta milljóna í miskabætur fyrir hönd stúlkunnar og drengsins sem einnig voru stungin í árásinni.
Dómsmál Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Gerandi í máli Bryndísar Klöru Birgisdóttur hefur átt í samskiptum við lykilvitni í málinu. Rúv greinir frá. Hann sætir gæsluvarðhaldi á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum. Gerandinn er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps. 20. febrúar 2025 20:36 Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Pilturinn sem sætir ákæru eftir hnífstunguárás á menningarnótt skoðaði staðsetningu einnar stúlkunnar sem fyrir árásinni varð hátt í hundrað og fimmtíu sinnum á degi árásarinnar. Forstjóri Persónuverndar hvetur börn og fullorðna til vitundar um hætturnar sem því geta fylgt að deila viðkvæmum upplýsingum á borð við staðsetningu með öðrum. 26. febrúar 2025 19:00 Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Drengurinn sem er ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps í Menningarnæturmálinu svokallaða sagðist í fyrstu muna lítið eftir atvikum málsins. 17. febrúar 2025 16:55 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Gerandi í máli Bryndísar Klöru Birgisdóttur hefur átt í samskiptum við lykilvitni í málinu. Rúv greinir frá. Hann sætir gæsluvarðhaldi á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum. Gerandinn er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps. 20. febrúar 2025 20:36
Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Pilturinn sem sætir ákæru eftir hnífstunguárás á menningarnótt skoðaði staðsetningu einnar stúlkunnar sem fyrir árásinni varð hátt í hundrað og fimmtíu sinnum á degi árásarinnar. Forstjóri Persónuverndar hvetur börn og fullorðna til vitundar um hætturnar sem því geta fylgt að deila viðkvæmum upplýsingum á borð við staðsetningu með öðrum. 26. febrúar 2025 19:00
Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Drengurinn sem er ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps í Menningarnæturmálinu svokallaða sagðist í fyrstu muna lítið eftir atvikum málsins. 17. febrúar 2025 16:55