Fordæmir atvikið í Grindavík Árni Sæberg skrifar 1. apríl 2025 17:00 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir það hafa verið afar leitt að heyra af því að maður hefði otað byssu að björgunarsveitarmanni. „Þetta var mjög alvarlegt og ég fordæmi það að þetta hafi gerst. Svona hegðun og svona atvik á auðvitað ekki að geta átt sér stað við þær aðstæður, að björgunarsveitarmenn séu að við störf sín að tryggja öryggi fólks og þurfi að reyna svona hegðun,“ segir Þorbjörg Sigríður. Beindi byssu yfir höfuð björgunarsveitarmanns Fyrr í dag var greint frá því að maður hefði verið handtekinn af sérsveitarmönnum eftir að hafa beint skotvopni að björgunarsveitarmanni í Grindavík, þegar verið var að rýma bæinn vegna eldgossins. Í yfirlýsingu frá Landsbjörg segir að um hafi verið að ræða hóp frá björgunarsveitinni Þorbirni, sem var sendur til þess að aðstoða mann við að ganga frá nokkrum lausum endum. „Þegar þeirri aðstoð var lokið var viðkomandi bent á að skynsamlegt væri að yfirgefa bæinn. Á þeim tímapunkti situr einstaklingurinn í bíl sínum og björgunarsveitarmaður stendur við gluggann hjá honum þegar viðkomandi dregur upp byssu og beinir henni upp í loftið yfir höfuð björgunarsveitarmanns.“ Aðdáunarvert hversu vel Grindvíkingar hafa unnið með yfirvöldum Þorbjörg Sigríður segir sér hafi hingað til fundist aðdáunarvert hversu vel Grindvíkingar hafi unnið með lögreglu og almannavarna, farið að fyrirmælum og unnið með yfirvöldum að því að tryggja öryggi bæjarbúa, meðan þeir hafi þurft að búa við náttúruhamfarir, endurtekin eldgos og óvissu. „Um þetta snýst þetta allt saman. Þetta er jaðartilvik en ofboðslega leitt tilviki og alvarlegt og ég fordæmi það.“ Bærinn ekki rýmdur nema í ítrustu neyð Eitthvað hefur borið á því í dag að fólk þráist við að yfirgefa Grindavík að beiðni yfirvalda. Fréttastofa ræddi til að mynda við hjónin Guðmund og Kristólínu , sem neituðu í fyrstu að yfirgefa bæinn þegar björgunarsveitir rýmdu þar í morgun. Þau sögðust hafa tekið því rólega í morgun, klætt sig, fengið sér morgunmat og svo farið að gefa kindunum. Þau teldu sig fullkomlega örugg heima hjá sér og vildu helst að yfirvöld létu þau í friði. Þorbjörg Sigríður segir að almennt hafi rýmingar gengið vel en einstaka tilvik hafi komið upp þar sem fólk neyti að yfirgefa bæinn. „Þar finnst mér stóra atriðið vera að það er auðvitað ekki verið að gefa út svona tilmæli til fólks nema vegna þess að nauðsynin er brýn. Ég ítreka þau skilaboð sem ríkisstjórnin hefur staðið bak við í allan dag, að fylgjast með tilmælum lögreglu og fara að þeim tilmælum. Ein tilmælin eru til dæmis að fólk eigi ekki að þarflausu að leggja leið sína til Grindavíkur. Nú þurfa lögregla, almannavarnir og björgunarsveitir einfaldlega að fá frið til þess að sinna sínu starfi. Við hjálpum þeim best með því að tryggja þeim vinnufrið.“ Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Almannavarnir Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Lýsir algjöru öryggisleysi eftir blauta tusku í andlitið Innlent Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Innlent Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Innlent Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Innlent Stormur í kortunum Veður Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
„Þetta var mjög alvarlegt og ég fordæmi það að þetta hafi gerst. Svona hegðun og svona atvik á auðvitað ekki að geta átt sér stað við þær aðstæður, að björgunarsveitarmenn séu að við störf sín að tryggja öryggi fólks og þurfi að reyna svona hegðun,“ segir Þorbjörg Sigríður. Beindi byssu yfir höfuð björgunarsveitarmanns Fyrr í dag var greint frá því að maður hefði verið handtekinn af sérsveitarmönnum eftir að hafa beint skotvopni að björgunarsveitarmanni í Grindavík, þegar verið var að rýma bæinn vegna eldgossins. Í yfirlýsingu frá Landsbjörg segir að um hafi verið að ræða hóp frá björgunarsveitinni Þorbirni, sem var sendur til þess að aðstoða mann við að ganga frá nokkrum lausum endum. „Þegar þeirri aðstoð var lokið var viðkomandi bent á að skynsamlegt væri að yfirgefa bæinn. Á þeim tímapunkti situr einstaklingurinn í bíl sínum og björgunarsveitarmaður stendur við gluggann hjá honum þegar viðkomandi dregur upp byssu og beinir henni upp í loftið yfir höfuð björgunarsveitarmanns.“ Aðdáunarvert hversu vel Grindvíkingar hafa unnið með yfirvöldum Þorbjörg Sigríður segir sér hafi hingað til fundist aðdáunarvert hversu vel Grindvíkingar hafi unnið með lögreglu og almannavarna, farið að fyrirmælum og unnið með yfirvöldum að því að tryggja öryggi bæjarbúa, meðan þeir hafi þurft að búa við náttúruhamfarir, endurtekin eldgos og óvissu. „Um þetta snýst þetta allt saman. Þetta er jaðartilvik en ofboðslega leitt tilviki og alvarlegt og ég fordæmi það.“ Bærinn ekki rýmdur nema í ítrustu neyð Eitthvað hefur borið á því í dag að fólk þráist við að yfirgefa Grindavík að beiðni yfirvalda. Fréttastofa ræddi til að mynda við hjónin Guðmund og Kristólínu , sem neituðu í fyrstu að yfirgefa bæinn þegar björgunarsveitir rýmdu þar í morgun. Þau sögðust hafa tekið því rólega í morgun, klætt sig, fengið sér morgunmat og svo farið að gefa kindunum. Þau teldu sig fullkomlega örugg heima hjá sér og vildu helst að yfirvöld létu þau í friði. Þorbjörg Sigríður segir að almennt hafi rýmingar gengið vel en einstaka tilvik hafi komið upp þar sem fólk neyti að yfirgefa bæinn. „Þar finnst mér stóra atriðið vera að það er auðvitað ekki verið að gefa út svona tilmæli til fólks nema vegna þess að nauðsynin er brýn. Ég ítreka þau skilaboð sem ríkisstjórnin hefur staðið bak við í allan dag, að fylgjast með tilmælum lögreglu og fara að þeim tilmælum. Ein tilmælin eru til dæmis að fólk eigi ekki að þarflausu að leggja leið sína til Grindavíkur. Nú þurfa lögregla, almannavarnir og björgunarsveitir einfaldlega að fá frið til þess að sinna sínu starfi. Við hjálpum þeim best með því að tryggja þeim vinnufrið.“
Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Almannavarnir Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Lýsir algjöru öryggisleysi eftir blauta tusku í andlitið Innlent Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Innlent Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Innlent Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Innlent Stormur í kortunum Veður Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira