Lífið

Hollt veisluhlaðborð sem er lygi­lega bragð­gott og girni­legt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigga er snillingur í eldhúsinu.
Sigga er snillingur í eldhúsinu.

Hollt veisluhlaðborð getur verið jafn bragðgott og girnilegt og hefðbundin veisluborð. Nú er mikið veislutímabil framundan með fermingum og páskum og útskriftum.

Og það er gaman að skoða óvenjuleg veisluhlaðborð. Kvikmyndafræðingurinn og fjölmiðlakonan Sigríður Pétursdóttir skellti í girnilegt og bragðgott hollustu hlaðborð fyrir Ísland í dag í síðustu viku. Sigríður heldur úti heimasíðunni Sæluréttir Siggu.

Veisluborðið sem hún setur hér fram er svo hollt að hægt væri að borða þessa rétti sem morgunmat. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og komst að því að þessir réttir eru gómsætir og spennandi. Í innslaginu fer Sigga yfir margskonar uppskriftir sem geta verið hollar en á sama tíma mjög góðar á bragðið eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.