Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 28. mars 2025 14:06 Héraðssaksóknari krafðist þess meðal annars að Sverrir Þór yrði dæmdur til að sæta upptöku á einbýlishúsi í Urriðaholti í Garðabæ. KS 24 ehf. félag í eigu Karenar Rutar Sigurðardóttur, eiginkonu rafrettukóngsins Sverris Þórs Gunnarssonar, hefur fest kaup á 505 fermetra einbýlishúsi við Dýjagötu í Garðabæ. Félag Karenar greiddi 360 milljónir fyrir eignina, 105 milljónum undir ásettu verði. Húsið var fyrst auglýst til sölu í nóvember 2023 á 485 milljónir og svo aftur í byrjun apríl á síðasta ári á 465 milljónir. Seljendur hússins eru þeir Þorsteinn Máni Bessason, innkaupastjóri hjá Origo, og Tómas R. Jónasson lögmaður. Mbl.is greindi fyrst frá. Húsið var teiknað af Skala arkitektum og Guðbjörgu Magnúsdóttur innanhússarkitekt. Óhætt er að segja að ekkert hafi verið til sparað við hönnun hússins en allar innréttingar hússins eru sérsmíðaðar, og á borðum hússins er ýmist steinn og marmari. Á gólfum eru ítalskar Coem flísar frá Ebson, en á svefnherbergjum er niðurlímt parket. Lýsingarhönnun í öllu húsinu er frá Lumex. Fimm herbergi eru í húsinu og fjögur baðherbergi. Á efri hæðinni er um 100 fermetra opið alrými þar sem eldhús, borðstofa og stofa með þriggja metra háum gluggum og óhindruðu útsýni yfir Heiðmörk og Urriðavatn. Útgengt er úr rýminu á 80 fermetra svalir. Á neðri hæð hússins er 70 fermetra íbúð sem er fullbúin með sér inngangi. Sverrir Þór, einn eigandi söluturnsins fornfræga Drekann á Njálsgötu, var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi í febrúar síðastliðnum og til að greiða ríkissjóði 1,1 milljarð króna í sekt fyrir stórfelld tollalagabrot. Þá krafðist Héraðssaksóknari þess að Sverrir Þór yrði dæmdur til að sæta upptöku á einbýlishúsi í Urriðaholti í Garðabæ, atvinnuhúsnæði við Miklubraut í Reykjavík og um það bil 55 milljónum króna. Sjá: Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Fasteignamarkaður Hús og heimili Garðabær Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Draumaferðin gæti verið nær en þú heldur Lífið samstarf Fleiri fréttir Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Sjá meira
Húsið var fyrst auglýst til sölu í nóvember 2023 á 485 milljónir og svo aftur í byrjun apríl á síðasta ári á 465 milljónir. Seljendur hússins eru þeir Þorsteinn Máni Bessason, innkaupastjóri hjá Origo, og Tómas R. Jónasson lögmaður. Mbl.is greindi fyrst frá. Húsið var teiknað af Skala arkitektum og Guðbjörgu Magnúsdóttur innanhússarkitekt. Óhætt er að segja að ekkert hafi verið til sparað við hönnun hússins en allar innréttingar hússins eru sérsmíðaðar, og á borðum hússins er ýmist steinn og marmari. Á gólfum eru ítalskar Coem flísar frá Ebson, en á svefnherbergjum er niðurlímt parket. Lýsingarhönnun í öllu húsinu er frá Lumex. Fimm herbergi eru í húsinu og fjögur baðherbergi. Á efri hæðinni er um 100 fermetra opið alrými þar sem eldhús, borðstofa og stofa með þriggja metra háum gluggum og óhindruðu útsýni yfir Heiðmörk og Urriðavatn. Útgengt er úr rýminu á 80 fermetra svalir. Á neðri hæð hússins er 70 fermetra íbúð sem er fullbúin með sér inngangi. Sverrir Þór, einn eigandi söluturnsins fornfræga Drekann á Njálsgötu, var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi í febrúar síðastliðnum og til að greiða ríkissjóði 1,1 milljarð króna í sekt fyrir stórfelld tollalagabrot. Þá krafðist Héraðssaksóknari þess að Sverrir Þór yrði dæmdur til að sæta upptöku á einbýlishúsi í Urriðaholti í Garðabæ, atvinnuhúsnæði við Miklubraut í Reykjavík og um það bil 55 milljónum króna. Sjá: Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor
Fasteignamarkaður Hús og heimili Garðabær Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Draumaferðin gæti verið nær en þú heldur Lífið samstarf Fleiri fréttir Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Sjá meira