Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 28. mars 2025 11:01 Fyrir verkalýðshreyfinguna sem sterkasta afl breytinga og framfara í landinu hefur ríkjandi ófremdarástand í húsnæðismálum löngu náð því stigi að vera óþolandi með öllu. Fyrr í dag, föstudaginn 28. mars, undirritaði ég fyrir hönd Alþýðusambands Íslands (ASÍ) viljayfirlýsingu ásamt fulltrúa Reykjavíkurborgar og BSRB um mögulegar aðgerðir til að auka framboð á húsnæði og flýta innviðauppbyggingu í Reykjavík. Yfirlýsingin felur í sér vilja til að leita nýrra leiða í byggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík í því skyni að hraða henni og auka þar með framboð. Í einföldu máli má segja að skoðað verði hvort rjúfa megi kyrrstöðuna með aðkomu lífeyrissjóða til að þróa byggingarsvæði í Úlfarsárdal og ef til vill víðar ef vel tekst til. Ég legg áherslu á, að með undirritun yfirlýsingarinnar erum við aðeins að stíga fyrsta skrefið og því fer víðs fjarri á málið sé í höfn. Hugsunin er í sjálfu sér einföld; við ætlum að leita leiða til að nýta styrk þeirra sem að koma í þeirri von að þannig náum við að höggva á hnútinn og blása til sóknar. Mannréttindahreyfing Verkalýðshreyfingin snýst um svo miklu meira en karp um kaup og kjör. Hún er í eðli sínu mannréttindahreyfing eins og öll saga hennar er til vitnis um. Við lítum svo á að það að eiga aðgang að öruggu húsnæði falli undir hugtakið mannréttindi og þessi afstaða mótar alla nálgun okkar í málaflokknum. Á undanliðnum árum hefur Alþýðusambandið ítrekað lýst yfir þungum áhyggjum af þróun húsnæðismála. Í stuttu máli hafa stjórnlausar verðhækkanir dæmt stóra hópa út af húsnæðismarkaði og á það ekki síst við um yngra fólk eigi það ekki kost á stórfelldri aðstoð frá foreldrum eða öðrum. Verð á íbúðarhúsnæði hefur náð þeim hæðum að almennt launafólk í landinu ræður ekki við að festa sér þak yfir höfuðið. Alþýðusambandið hefur gagnrýnt þá óheillaþróun að íbúðamarkaðurinn, sem hafði það markmið að tryggja fjölskyldum heimili, hafi breyst í fjárfestingamarkað með gróðasjónarmið eitt að leiðarljósi. Við höfum einnig leitast við að koma leigjendum til aðstoðar með ýmsum tillögum þar sem þetta ófremdarástand skerðir einnig stórlega kjör þeirra og lífsgæði. Um leigjendur gildir almennt að þeir búa við óöruggi bæði hvað afkomu og húsnæði varðar. Að auki hefur ASÍ ítrekað bent á að stjórnlausar verðhækkanir hafi þrýst upp vísitölum í landinu, valdið þannig verðbólgu og leitt til hækkunar vaxta. Gleymum því ekki að skuldafjötrar skerða stórlega lífsgæði almennings. Gleymum því ekki heldur að óvissa og óöryggi hvað húsnæði varðar getur haft í för með sér félagslegan óstöðugleika sem skapað getur margvíslegan vanda. Frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar Hér er við hæfi að minna á verkalýðshreyfingin hefur oft í sögu sinni átt frumkvæði að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Þar má nefna verkamannabústaðina sem reistir voru í vesturborginni á fjórða áratug síðustu aldar, öll byggingasamvinnufélögin sem byggt hafa yfir heilu starfsstéttirnar, Breiðholtið og Bjarg íbúðafélag sem BSRB og ASÍ stofnuðu árið 2016 og náð hefur eftirtektarverðum árangri – byggt meira en 1.000 íbúðir þar sem leigjendur njóta mun betri kjara en á almennum markaði. Nú í janúar voru fyrstu leiguíbúðir VR Blævar afhentar í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal. Þar er einnig um að ræða rekstur sem snýst um að tryggja fólki heimili en ekki að maka krókinn á kostnað þess. Þannig liggur fyrir að ný nálgun ASÍ og BSRB í húsnæðismálum með stofnun Bjargs og Blævar hefur skilað miklum árangri og langir biðlistar eru til marks um að þörfin er mikil. Varðstaða um almannahag Með viljayfirlýsingunni hafa Reykjavíkurborg, BSRB og ASÍ sameinast um að leita leiða til að rjúfa vítahring lóðaskorts, verðhækkana og vaxta. Vissulega er þetta aðeins viljayfirlýsing en við skulum líta á hana sem fyrsta skref á braut sem getur – ef vel til tekst - valdið byltingu í uppbyggingu á íbúðarhúsnæði í höfuðborginni. Sameinandi flötur okkar sem að yfirlýsingunni stöndum er varðstaða um almannahagsmuni. Missum ekki sjónar á því. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Húsnæðismál Reykjavík Stéttarfélög Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir verkalýðshreyfinguna sem sterkasta afl breytinga og framfara í landinu hefur ríkjandi ófremdarástand í húsnæðismálum löngu náð því stigi að vera óþolandi með öllu. Fyrr í dag, föstudaginn 28. mars, undirritaði ég fyrir hönd Alþýðusambands Íslands (ASÍ) viljayfirlýsingu ásamt fulltrúa Reykjavíkurborgar og BSRB um mögulegar aðgerðir til að auka framboð á húsnæði og flýta innviðauppbyggingu í Reykjavík. Yfirlýsingin felur í sér vilja til að leita nýrra leiða í byggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík í því skyni að hraða henni og auka þar með framboð. Í einföldu máli má segja að skoðað verði hvort rjúfa megi kyrrstöðuna með aðkomu lífeyrissjóða til að þróa byggingarsvæði í Úlfarsárdal og ef til vill víðar ef vel tekst til. Ég legg áherslu á, að með undirritun yfirlýsingarinnar erum við aðeins að stíga fyrsta skrefið og því fer víðs fjarri á málið sé í höfn. Hugsunin er í sjálfu sér einföld; við ætlum að leita leiða til að nýta styrk þeirra sem að koma í þeirri von að þannig náum við að höggva á hnútinn og blása til sóknar. Mannréttindahreyfing Verkalýðshreyfingin snýst um svo miklu meira en karp um kaup og kjör. Hún er í eðli sínu mannréttindahreyfing eins og öll saga hennar er til vitnis um. Við lítum svo á að það að eiga aðgang að öruggu húsnæði falli undir hugtakið mannréttindi og þessi afstaða mótar alla nálgun okkar í málaflokknum. Á undanliðnum árum hefur Alþýðusambandið ítrekað lýst yfir þungum áhyggjum af þróun húsnæðismála. Í stuttu máli hafa stjórnlausar verðhækkanir dæmt stóra hópa út af húsnæðismarkaði og á það ekki síst við um yngra fólk eigi það ekki kost á stórfelldri aðstoð frá foreldrum eða öðrum. Verð á íbúðarhúsnæði hefur náð þeim hæðum að almennt launafólk í landinu ræður ekki við að festa sér þak yfir höfuðið. Alþýðusambandið hefur gagnrýnt þá óheillaþróun að íbúðamarkaðurinn, sem hafði það markmið að tryggja fjölskyldum heimili, hafi breyst í fjárfestingamarkað með gróðasjónarmið eitt að leiðarljósi. Við höfum einnig leitast við að koma leigjendum til aðstoðar með ýmsum tillögum þar sem þetta ófremdarástand skerðir einnig stórlega kjör þeirra og lífsgæði. Um leigjendur gildir almennt að þeir búa við óöruggi bæði hvað afkomu og húsnæði varðar. Að auki hefur ASÍ ítrekað bent á að stjórnlausar verðhækkanir hafi þrýst upp vísitölum í landinu, valdið þannig verðbólgu og leitt til hækkunar vaxta. Gleymum því ekki að skuldafjötrar skerða stórlega lífsgæði almennings. Gleymum því ekki heldur að óvissa og óöryggi hvað húsnæði varðar getur haft í för með sér félagslegan óstöðugleika sem skapað getur margvíslegan vanda. Frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar Hér er við hæfi að minna á verkalýðshreyfingin hefur oft í sögu sinni átt frumkvæði að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Þar má nefna verkamannabústaðina sem reistir voru í vesturborginni á fjórða áratug síðustu aldar, öll byggingasamvinnufélögin sem byggt hafa yfir heilu starfsstéttirnar, Breiðholtið og Bjarg íbúðafélag sem BSRB og ASÍ stofnuðu árið 2016 og náð hefur eftirtektarverðum árangri – byggt meira en 1.000 íbúðir þar sem leigjendur njóta mun betri kjara en á almennum markaði. Nú í janúar voru fyrstu leiguíbúðir VR Blævar afhentar í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal. Þar er einnig um að ræða rekstur sem snýst um að tryggja fólki heimili en ekki að maka krókinn á kostnað þess. Þannig liggur fyrir að ný nálgun ASÍ og BSRB í húsnæðismálum með stofnun Bjargs og Blævar hefur skilað miklum árangri og langir biðlistar eru til marks um að þörfin er mikil. Varðstaða um almannahag Með viljayfirlýsingunni hafa Reykjavíkurborg, BSRB og ASÍ sameinast um að leita leiða til að rjúfa vítahring lóðaskorts, verðhækkana og vaxta. Vissulega er þetta aðeins viljayfirlýsing en við skulum líta á hana sem fyrsta skref á braut sem getur – ef vel til tekst - valdið byltingu í uppbyggingu á íbúðarhúsnæði í höfuðborginni. Sameinandi flötur okkar sem að yfirlýsingunni stöndum er varðstaða um almannahagsmuni. Missum ekki sjónar á því. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun