„Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. mars 2025 21:54 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur Vísir/Viktor Freyr Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur viðurkenndi að finna fyrir áhyggjum vegna frekar slaks leiks hans manna í sigrinum gegn KR í kvöld. Grindavík mætir Val í 8-liða úrslitum Bónus-deildarinnar. „Þetta var mjög flatt í gegnum allan leikinn. Skrýtið því við erum búnir að tala um alla vikuna að þetta sé leikur til að koma sér af stað eftir langt hlé. Þetta var lengi af stað og við í raun komumst aldrei af stað, hvorki í vörn né sókn,“ sagði Jóhann Þór þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. „Eitt og eitt atriði þar sem við náum einhverjum neista. Alls konar planað varnarlega alla vikuna og menn engan veginn í takti. Skrýtið að þetta sé svona á þessum tíma. Það er eins og það er, við unnum og núna hefst alvaran eftir viku,“ bætti Jóhann Þór við en Grindavík mætir Val í 8-liða úrslitum en það verður endurtekning á úrslitarimmu liðanna frá því á síðasta tímabili. Jóhann Þór viðurkenndi að hann væri ögn áhyggjufullur yfir því á hvaða stað Grindavíkurliðið væri statt og að liðið væri ekki að spila betur. „Já og nei. Við erum með hörkugott lið og við þurfum að þjappa okkur saman og finna takt, það er alveg hægt. Ég horfði á Grindavík spila við Hamar/Þór hér í gær og sá einhverja furðulegustu ákvörðun sem ég hef séð síðan ég byrjaði að horfa á körfubolta. Það voru ansi margar hjá mínum mönnum sem voru ansi nálægt þeirri ákvörðun í kvöld.“ „Þannig að mér líður ekkert ofboðslega vel en mér líður heldur ekkert svakalega illa. Það er bara þetta og við fórum alla leið í úrslit í fyrra og þangað viljum við fara. Við vitum hvernig það er og ég trúi því að við og mínir menn þjappi sér saman og komi sér á þann stað sem þurfum að vera á.“ Hann sagðist eiga von á hörkueinvígi gegn Val í 8-liða úrslitum. „Valið hjá okkur stóð á milli þess að fara á Hlíðarenda eða norður á Sauðárkrók. Þannig að ég held að Fjóla [gjaldkeri körfuknattleiksdeildar Grindavíkur] sé bara sátt við að við séum að fara á Hlíðarenda. Tökum því eins og hverju hundsbiti. Það er talað um að Valsarar séu bestir í dag og eru það ekki liðin sem þarf að fara í gegnum til að vinna. Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Bónus-deild karla Grindavík KR Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Fótbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira
„Þetta var mjög flatt í gegnum allan leikinn. Skrýtið því við erum búnir að tala um alla vikuna að þetta sé leikur til að koma sér af stað eftir langt hlé. Þetta var lengi af stað og við í raun komumst aldrei af stað, hvorki í vörn né sókn,“ sagði Jóhann Þór þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. „Eitt og eitt atriði þar sem við náum einhverjum neista. Alls konar planað varnarlega alla vikuna og menn engan veginn í takti. Skrýtið að þetta sé svona á þessum tíma. Það er eins og það er, við unnum og núna hefst alvaran eftir viku,“ bætti Jóhann Þór við en Grindavík mætir Val í 8-liða úrslitum en það verður endurtekning á úrslitarimmu liðanna frá því á síðasta tímabili. Jóhann Þór viðurkenndi að hann væri ögn áhyggjufullur yfir því á hvaða stað Grindavíkurliðið væri statt og að liðið væri ekki að spila betur. „Já og nei. Við erum með hörkugott lið og við þurfum að þjappa okkur saman og finna takt, það er alveg hægt. Ég horfði á Grindavík spila við Hamar/Þór hér í gær og sá einhverja furðulegustu ákvörðun sem ég hef séð síðan ég byrjaði að horfa á körfubolta. Það voru ansi margar hjá mínum mönnum sem voru ansi nálægt þeirri ákvörðun í kvöld.“ „Þannig að mér líður ekkert ofboðslega vel en mér líður heldur ekkert svakalega illa. Það er bara þetta og við fórum alla leið í úrslit í fyrra og þangað viljum við fara. Við vitum hvernig það er og ég trúi því að við og mínir menn þjappi sér saman og komi sér á þann stað sem þurfum að vera á.“ Hann sagðist eiga von á hörkueinvígi gegn Val í 8-liða úrslitum. „Valið hjá okkur stóð á milli þess að fara á Hlíðarenda eða norður á Sauðárkrók. Þannig að ég held að Fjóla [gjaldkeri körfuknattleiksdeildar Grindavíkur] sé bara sátt við að við séum að fara á Hlíðarenda. Tökum því eins og hverju hundsbiti. Það er talað um að Valsarar séu bestir í dag og eru það ekki liðin sem þarf að fara í gegnum til að vinna. Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“
Bónus-deild karla Grindavík KR Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Fótbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti