Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. mars 2025 18:02 Kári Sigurðsson er starfandi formaður Sameykis sem greiðir því laun tveggja formanna í á þriðja ár. Sameyki Stjórn Sameykis segir að samkvæmt lögum félagsins sé ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp störfum. Að fengnu lögfræðiáliti og með aðkomu sáttamiðlara varð tæplega sjötíu milljón króna starfslokasamningur niðurstaðan. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu stjórnar Sameykis sem birt var á heimasíðu þeirra í dag. Mikið hefur verið rætt og ritað um starfslokasamning Þórarins Eyfjörð, fyrrverandi formanns félagsins, og stjórnar þess þegar í ljós kom í aðdraganda aðalfundar Sameykis sem fór fram í dag að Þórarinn héldi óbreyttum launum út kjörtímabilið sem nær til tveggja ára og hálfs sem nemur tæplega sjötíu milljón krónum. Gagnrýnisraddir innan verkalýðshreyfingarinnar Aðrir leiðtogar innan verkalýðshreyfingarinnar hafa gagnrýnt starfslokasamninginn harkalega í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir sjálftöku Þórarins skefjalausa og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við málalyktir. „Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur gengið á ýmsu hjá félaginu síðustu misseri. Í byrjun október 2024 var ljóst að formaðurinn nyti ekki lengur trausts stjórnar og starfsfólks Sameykis né forystu BSRB og vék því úr stjórn. Það var hvorki einföld né auðveld ákvörðun en nauðsynleg til að tryggja starfsemi og hag félagsins,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Sameykis. Þar kemur fram að samkvæmt lögum félagsins sé ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp störfum en að þegar ljóst hafi orðið að formaðurinn myndi ganga úr stjórn væru tvö og hálft ár eftir af kjörtímabili hans. Að fengnu lögfræðiáliti og með aðkomu sáttamiðlara hafi niðurstaðan verið sú að Þórarinn myndi halda óbreyttum launakjörum út kjörtímabilið, en þau eru ákvörðuð af launanefnd Sameykis. Starfsemi félagsins verði gagnsærri „Stjórn Sameykis vinnur nú að því að setja sér starfsreglur til að tryggja að svona aðstæður geti ekki komið aftur upp innan félagsins. Á sama tíma er nauðsynlegt að gera starfsemi þess gagnsærri en hingað til – meðal annars með því að birta fundargerðir stjórnar á vef þess,“ segir í yfirlýsingunni. „Sameyki stendur á sterkum grunni og með samstöðu, virðingu og ábyrgð að leiðarljósi höldum við áfram að byggja upp öflugt félag sem berst fyrir hagsmunum félagsmanna.“ Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg. 27. mars 2025 10:22 Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við lengd starfslokasamnings fyrrverandi formanns Sameykis, stéttarfélags sem er aðildarfélag BSRB, sem gildir í tvö og hálft ár. Félagsfólk á lágum launum borgi brúsann og fyrrverandi formaður þurfi að eiga það við sjálfan sig hvort hann þiggi launin. 27. mars 2025 12:02 Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu stjórnar Sameykis sem birt var á heimasíðu þeirra í dag. Mikið hefur verið rætt og ritað um starfslokasamning Þórarins Eyfjörð, fyrrverandi formanns félagsins, og stjórnar þess þegar í ljós kom í aðdraganda aðalfundar Sameykis sem fór fram í dag að Þórarinn héldi óbreyttum launum út kjörtímabilið sem nær til tveggja ára og hálfs sem nemur tæplega sjötíu milljón krónum. Gagnrýnisraddir innan verkalýðshreyfingarinnar Aðrir leiðtogar innan verkalýðshreyfingarinnar hafa gagnrýnt starfslokasamninginn harkalega í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir sjálftöku Þórarins skefjalausa og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við málalyktir. „Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur gengið á ýmsu hjá félaginu síðustu misseri. Í byrjun október 2024 var ljóst að formaðurinn nyti ekki lengur trausts stjórnar og starfsfólks Sameykis né forystu BSRB og vék því úr stjórn. Það var hvorki einföld né auðveld ákvörðun en nauðsynleg til að tryggja starfsemi og hag félagsins,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Sameykis. Þar kemur fram að samkvæmt lögum félagsins sé ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp störfum en að þegar ljóst hafi orðið að formaðurinn myndi ganga úr stjórn væru tvö og hálft ár eftir af kjörtímabili hans. Að fengnu lögfræðiáliti og með aðkomu sáttamiðlara hafi niðurstaðan verið sú að Þórarinn myndi halda óbreyttum launakjörum út kjörtímabilið, en þau eru ákvörðuð af launanefnd Sameykis. Starfsemi félagsins verði gagnsærri „Stjórn Sameykis vinnur nú að því að setja sér starfsreglur til að tryggja að svona aðstæður geti ekki komið aftur upp innan félagsins. Á sama tíma er nauðsynlegt að gera starfsemi þess gagnsærri en hingað til – meðal annars með því að birta fundargerðir stjórnar á vef þess,“ segir í yfirlýsingunni. „Sameyki stendur á sterkum grunni og með samstöðu, virðingu og ábyrgð að leiðarljósi höldum við áfram að byggja upp öflugt félag sem berst fyrir hagsmunum félagsmanna.“
Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg. 27. mars 2025 10:22 Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við lengd starfslokasamnings fyrrverandi formanns Sameykis, stéttarfélags sem er aðildarfélag BSRB, sem gildir í tvö og hálft ár. Félagsfólk á lágum launum borgi brúsann og fyrrverandi formaður þurfi að eiga það við sjálfan sig hvort hann þiggi launin. 27. mars 2025 12:02 Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg. 27. mars 2025 10:22
Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við lengd starfslokasamnings fyrrverandi formanns Sameykis, stéttarfélags sem er aðildarfélag BSRB, sem gildir í tvö og hálft ár. Félagsfólk á lágum launum borgi brúsann og fyrrverandi formaður þurfi að eiga það við sjálfan sig hvort hann þiggi launin. 27. mars 2025 12:02
Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51