Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. mars 2025 18:02 Kári Sigurðsson er starfandi formaður Sameykis sem greiðir því laun tveggja formanna í á þriðja ár. Sameyki Stjórn Sameykis segir að samkvæmt lögum félagsins sé ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp störfum. Að fengnu lögfræðiáliti og með aðkomu sáttamiðlara varð tæplega sjötíu milljón króna starfslokasamningur niðurstaðan. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu stjórnar Sameykis sem birt var á heimasíðu þeirra í dag. Mikið hefur verið rætt og ritað um starfslokasamning Þórarins Eyfjörð, fyrrverandi formanns félagsins, og stjórnar þess þegar í ljós kom í aðdraganda aðalfundar Sameykis sem fór fram í dag að Þórarinn héldi óbreyttum launum út kjörtímabilið sem nær til tveggja ára og hálfs sem nemur tæplega sjötíu milljón krónum. Gagnrýnisraddir innan verkalýðshreyfingarinnar Aðrir leiðtogar innan verkalýðshreyfingarinnar hafa gagnrýnt starfslokasamninginn harkalega í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir sjálftöku Þórarins skefjalausa og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við málalyktir. „Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur gengið á ýmsu hjá félaginu síðustu misseri. Í byrjun október 2024 var ljóst að formaðurinn nyti ekki lengur trausts stjórnar og starfsfólks Sameykis né forystu BSRB og vék því úr stjórn. Það var hvorki einföld né auðveld ákvörðun en nauðsynleg til að tryggja starfsemi og hag félagsins,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Sameykis. Þar kemur fram að samkvæmt lögum félagsins sé ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp störfum en að þegar ljóst hafi orðið að formaðurinn myndi ganga úr stjórn væru tvö og hálft ár eftir af kjörtímabili hans. Að fengnu lögfræðiáliti og með aðkomu sáttamiðlara hafi niðurstaðan verið sú að Þórarinn myndi halda óbreyttum launakjörum út kjörtímabilið, en þau eru ákvörðuð af launanefnd Sameykis. Starfsemi félagsins verði gagnsærri „Stjórn Sameykis vinnur nú að því að setja sér starfsreglur til að tryggja að svona aðstæður geti ekki komið aftur upp innan félagsins. Á sama tíma er nauðsynlegt að gera starfsemi þess gagnsærri en hingað til – meðal annars með því að birta fundargerðir stjórnar á vef þess,“ segir í yfirlýsingunni. „Sameyki stendur á sterkum grunni og með samstöðu, virðingu og ábyrgð að leiðarljósi höldum við áfram að byggja upp öflugt félag sem berst fyrir hagsmunum félagsmanna.“ Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg. 27. mars 2025 10:22 Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við lengd starfslokasamnings fyrrverandi formanns Sameykis, stéttarfélags sem er aðildarfélag BSRB, sem gildir í tvö og hálft ár. Félagsfólk á lágum launum borgi brúsann og fyrrverandi formaður þurfi að eiga það við sjálfan sig hvort hann þiggi launin. 27. mars 2025 12:02 Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu stjórnar Sameykis sem birt var á heimasíðu þeirra í dag. Mikið hefur verið rætt og ritað um starfslokasamning Þórarins Eyfjörð, fyrrverandi formanns félagsins, og stjórnar þess þegar í ljós kom í aðdraganda aðalfundar Sameykis sem fór fram í dag að Þórarinn héldi óbreyttum launum út kjörtímabilið sem nær til tveggja ára og hálfs sem nemur tæplega sjötíu milljón krónum. Gagnrýnisraddir innan verkalýðshreyfingarinnar Aðrir leiðtogar innan verkalýðshreyfingarinnar hafa gagnrýnt starfslokasamninginn harkalega í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir sjálftöku Þórarins skefjalausa og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við málalyktir. „Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur gengið á ýmsu hjá félaginu síðustu misseri. Í byrjun október 2024 var ljóst að formaðurinn nyti ekki lengur trausts stjórnar og starfsfólks Sameykis né forystu BSRB og vék því úr stjórn. Það var hvorki einföld né auðveld ákvörðun en nauðsynleg til að tryggja starfsemi og hag félagsins,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Sameykis. Þar kemur fram að samkvæmt lögum félagsins sé ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp störfum en að þegar ljóst hafi orðið að formaðurinn myndi ganga úr stjórn væru tvö og hálft ár eftir af kjörtímabili hans. Að fengnu lögfræðiáliti og með aðkomu sáttamiðlara hafi niðurstaðan verið sú að Þórarinn myndi halda óbreyttum launakjörum út kjörtímabilið, en þau eru ákvörðuð af launanefnd Sameykis. Starfsemi félagsins verði gagnsærri „Stjórn Sameykis vinnur nú að því að setja sér starfsreglur til að tryggja að svona aðstæður geti ekki komið aftur upp innan félagsins. Á sama tíma er nauðsynlegt að gera starfsemi þess gagnsærri en hingað til – meðal annars með því að birta fundargerðir stjórnar á vef þess,“ segir í yfirlýsingunni. „Sameyki stendur á sterkum grunni og með samstöðu, virðingu og ábyrgð að leiðarljósi höldum við áfram að byggja upp öflugt félag sem berst fyrir hagsmunum félagsmanna.“
Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg. 27. mars 2025 10:22 Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við lengd starfslokasamnings fyrrverandi formanns Sameykis, stéttarfélags sem er aðildarfélag BSRB, sem gildir í tvö og hálft ár. Félagsfólk á lágum launum borgi brúsann og fyrrverandi formaður þurfi að eiga það við sjálfan sig hvort hann þiggi launin. 27. mars 2025 12:02 Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg. 27. mars 2025 10:22
Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við lengd starfslokasamnings fyrrverandi formanns Sameykis, stéttarfélags sem er aðildarfélag BSRB, sem gildir í tvö og hálft ár. Félagsfólk á lágum launum borgi brúsann og fyrrverandi formaður þurfi að eiga það við sjálfan sig hvort hann þiggi launin. 27. mars 2025 12:02
Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51