Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. mars 2025 21:32 Óskar Hallgrímsson hefur búið í Úkraínu í um fimm ár þar sem hann rekur lítið listastúdíó ásamt konunni sinni og flytur fréttir af stríðinu. Vísir/Elín Margrét Það étur mann upp andlega og líkamlega að segja fréttir frá stríði. Þetta segir Íslendingur búsettur í Úkraínu sem hefur fjallað um stríðið frá upphafi allsherjarinnrásar. Mikilvægt sé að gera sér grein fyrir umfangi stríðsins og því að Úkraína sé ekki aðeins að verja eigin land, heldur einnig Evrópu. Við heimsóttum Óskar Hallgrímsson í stúdíóið sem hann heldur úti ásamt Mariiku eiginkonu sinni í Kænugarði. Þau eru myndlistamenn, en Óskar sem er ljósmyndari hefur frá upphafi allsherjarinnrásar Rússa í Úkraínu ferðast um landið og flutt fréttir af stríðinu, meðal annars af vígvellinum. Hann hefur verið iðinn við að deila myndum og sögum af stríðinu á Instagram auk þess sem hann hefur skrifað og myndað fyrir Heimildina. View this post on Instagram A post shared by Óskar Hallgrímsson (@skari) „Það hefur einkennt mitt líf rosalega mikið, eiginlega stærstan hluta. En síðan í stúdíóinu er ég myndlistamaður og held myndlistasýningar á Íslandi og kúlítveraður og drekk latte. Ég hef reynt að halda því í jafnvægi en síðasta ár er búið að vera náttúrlega svakalega erfitt fyrir mann. Ég er kominn með þrjú ár, ég er búinn að vera að vinna í stríðinu allan þennan tíma og þetta er búið að vera erfitt en ég reyni að halda áfram, gera það sem ég get,“ segir Óskar. Listin og stríðið einkenna lífið Það hjálpi til að geta leitað í listina inn á milli þegar aðstæður leyfa. „Ég sakna þess mjög mikið að fara í stúdíóið því að ég get verið með hljóðbók, ég get sónað út, gleymt því sem ég var að gera og sjá á vígvellinum. Þannig það er erfitt að tapa því, ég er ekki búinn að ná að sinna því eins mikið og ég vil,“ segir Óskar. Síðustu fjögur ár hafa þau hjónin unnið að sameiginlegu verkefni, Comfortable Universe, þar sem þau hafa að vissu leyti tvinnað saman þá tvo veruleika sem einkenna líf þeirra í Úkraínu; stríðið og listina. „Síðan héldum við fyrstu sýninguna um leið og stríðið byrjaði, það endurspeglaði þennan baráttuvilja. Síðan var baráttuviljinn ennþá til staðar í næstu sýningu, síðan þegar baráttuviljinn varð aðeins hljóðlátari, og næsta sýning mun endurspegla það að baráttuviljinn er ennþá til staðar en ofþreytan og sársaukinn er kannski farinn að láta meira á sjá,“ útskýrir Óskar. Ef áætlanir ganga eftir stefna þau á að halda næstu sýningu á Íslandi í ágúst. Úkraína verji Evrópu og skalinn gífurlegur Óskar segir mikilvægt að gleyma því ekki hvað almenningur í Úkraínu býr við alvarlegan veruleika. Umfang stríðsins sé meira en margur átti sig á. Stærðin og skalinn sé gífurlegur. „Við erum að tala um þúsund kílómetra, og maður segir þúsund kílómetrar eins og það sé ekki neitt. Það er eitthvað sem fólk áttar sig ekki á hvað skalinn er gífurlega mikill og stór og mun, og hefur, haft áhrif á Ísland. Kannski ekki beint, við erum ekki að fá flugskeyti á okkur eða neitt svoleiðis. En ég vil að Íslendingar hugsi kannski aðeins til þess að Úkraína er í alvörunni að verja Evrópu. Hún er í alvörunni að verja Evrópu,“ segir Óskar. „Við erum kannski að fara að átta okkur á því núna, en ég er búinn að vera að segja það stanslaust í þrjú ár, af því ég er búinn að sjá fjöldagrafir – í fleirtölu, ég er búin að hitta hundruð einstaklinga sem hafa verið að segja sambærilegar sögur og þið eruð búin að vera að heyra og fjalla um síðustu daga. Skalinn er svo gífurlegur, það er það sem fólk áttar sig kannski ekki á. Það eru 650 þúsund manns sitthvoru megin að berjast á hverjum einasta degi, þetta er svo stórt.“ Íslendingar erlendis Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Myndlist Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Við heimsóttum Óskar Hallgrímsson í stúdíóið sem hann heldur úti ásamt Mariiku eiginkonu sinni í Kænugarði. Þau eru myndlistamenn, en Óskar sem er ljósmyndari hefur frá upphafi allsherjarinnrásar Rússa í Úkraínu ferðast um landið og flutt fréttir af stríðinu, meðal annars af vígvellinum. Hann hefur verið iðinn við að deila myndum og sögum af stríðinu á Instagram auk þess sem hann hefur skrifað og myndað fyrir Heimildina. View this post on Instagram A post shared by Óskar Hallgrímsson (@skari) „Það hefur einkennt mitt líf rosalega mikið, eiginlega stærstan hluta. En síðan í stúdíóinu er ég myndlistamaður og held myndlistasýningar á Íslandi og kúlítveraður og drekk latte. Ég hef reynt að halda því í jafnvægi en síðasta ár er búið að vera náttúrlega svakalega erfitt fyrir mann. Ég er kominn með þrjú ár, ég er búinn að vera að vinna í stríðinu allan þennan tíma og þetta er búið að vera erfitt en ég reyni að halda áfram, gera það sem ég get,“ segir Óskar. Listin og stríðið einkenna lífið Það hjálpi til að geta leitað í listina inn á milli þegar aðstæður leyfa. „Ég sakna þess mjög mikið að fara í stúdíóið því að ég get verið með hljóðbók, ég get sónað út, gleymt því sem ég var að gera og sjá á vígvellinum. Þannig það er erfitt að tapa því, ég er ekki búinn að ná að sinna því eins mikið og ég vil,“ segir Óskar. Síðustu fjögur ár hafa þau hjónin unnið að sameiginlegu verkefni, Comfortable Universe, þar sem þau hafa að vissu leyti tvinnað saman þá tvo veruleika sem einkenna líf þeirra í Úkraínu; stríðið og listina. „Síðan héldum við fyrstu sýninguna um leið og stríðið byrjaði, það endurspeglaði þennan baráttuvilja. Síðan var baráttuviljinn ennþá til staðar í næstu sýningu, síðan þegar baráttuviljinn varð aðeins hljóðlátari, og næsta sýning mun endurspegla það að baráttuviljinn er ennþá til staðar en ofþreytan og sársaukinn er kannski farinn að láta meira á sjá,“ útskýrir Óskar. Ef áætlanir ganga eftir stefna þau á að halda næstu sýningu á Íslandi í ágúst. Úkraína verji Evrópu og skalinn gífurlegur Óskar segir mikilvægt að gleyma því ekki hvað almenningur í Úkraínu býr við alvarlegan veruleika. Umfang stríðsins sé meira en margur átti sig á. Stærðin og skalinn sé gífurlegur. „Við erum að tala um þúsund kílómetra, og maður segir þúsund kílómetrar eins og það sé ekki neitt. Það er eitthvað sem fólk áttar sig ekki á hvað skalinn er gífurlega mikill og stór og mun, og hefur, haft áhrif á Ísland. Kannski ekki beint, við erum ekki að fá flugskeyti á okkur eða neitt svoleiðis. En ég vil að Íslendingar hugsi kannski aðeins til þess að Úkraína er í alvörunni að verja Evrópu. Hún er í alvörunni að verja Evrópu,“ segir Óskar. „Við erum kannski að fara að átta okkur á því núna, en ég er búinn að vera að segja það stanslaust í þrjú ár, af því ég er búinn að sjá fjöldagrafir – í fleirtölu, ég er búin að hitta hundruð einstaklinga sem hafa verið að segja sambærilegar sögur og þið eruð búin að vera að heyra og fjalla um síðustu daga. Skalinn er svo gífurlegur, það er það sem fólk áttar sig kannski ekki á. Það eru 650 þúsund manns sitthvoru megin að berjast á hverjum einasta degi, þetta er svo stórt.“
Íslendingar erlendis Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Myndlist Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent