Bíó og sjónvarp

Nolan sagður stefna á tökur á Ís­landi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Matt Damon í hlutverki sínu sem Ódysseifur.
Matt Damon í hlutverki sínu sem Ódysseifur.

Christopher Nolan hyggst taka upp stórmynd sína Odyssey hér á landi í júní. Tökur munu fara fram á Suðurlandi en um er að ræða þriðja skiptið sem leikstjórinn tekur upp kvikmynd sína hérlendis.

Þetta er fullyrðir Morgunblaðið í dag. Þar er fullyrt að True North muni annast framleiðsluna hér á landi. Um er að ræða stjörnum prýdda mynd sem skartar meðal annars Matt Damon, Tom Holland, Zendaya, Anne Hathaway og Lupita Nyong'o í helstu hlutverkum.

Nolan sem síðast vann til Óskarsverðlauna fyrir kvikmynd sína Oppenheimer skrifar handrit myndarinnar, framleiðir og leikstýrir henni. Myndin byggir á Ódysseifskviðu sem er önnur tveggja Hómerskviða en hin er Illionskviða.

Matt Damon mun fara með hlutverk Ódysseifs sem í kviðunni var konungur á eynni Íþöku. Fjallar kviðan um heimför hans eftir Trójustríðið sem tók tíu ár og var mikið ævintýri.

Eins og áður segir hefur Nolan tekið upp kvikmyndir hér tvisvar sinnum áður. Sú fyrsta var Batman Begins sem kom út árið 2005 og síðar Interstellar árið 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.