Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2025 10:32 Viskí er eins og vín, verður betra með aldrinum. Þannig getur nýframleidd tunna hækkað verulega í verði því lengur sem hún er geymd. Getty Hundruð einstaklinga á Bretlandseyjum virðast hafa verið plataðir til að verja stórum fjárhæðum í kaup á vískitunnum, sem reyndust svo minna virði en fólki hafði verið tjáð eða hreinlega ekki til. Frá þessu greinir BBC, sem segir lögreglu nú rannsaka þrjú fyrirtæki sem eru grunuð um að hafa haft fé af grunlausum með þessum hætti. Fjárfesting í viskítunnum er raunverulegt fyrirbæri og mörg traust fyrirtæki sem bjóða upp á þennan valkost. Fólk kaupir þá viskítunnur sem eru nýkomnar úr framleiðslu og lætur geyma þær í þeirri von um að veigarnar hækki í verði með aldrinum. Tunnurnar eru geymdar í þrjú ár hið minnsta en fólk er hvatt til að eiga þær í tíu ár eða meira til að hámarka ágóðann. BBC greinir meðal annars frá raunum Alison Cocks, sem keypti upphaflega eina tunnu á 3.000 pund af fyrirtækinu Cask Whisky Ltd. Hún fékk vottorð fyrir eign sinni á tunnunni og aðgang til að fylgjast með verðþróun hennar. BBC greinir meðal annars frá raunum konu með ólæknandi krabbamein, sem seldi hús sitt til að fjárfesta í viskítunnum fyrir afkomendur sína. Getty Þar sem Cocks virtist sem tunnan væri að aukast í verði eins og henni hafði verið lofað, keypti hún þrjár í viðbót fyrir 100.000 pund. Þegar hún vildi svo selja, kom hins vegar babb í bátinn. Hún fékk engin svör frá fyrirtækinu og þegar hún setti sig í samband við vöruhúsin þar sem tunnurnar voru sagðar í geymslu kom í ljós að þær voru ekki þar. Þá var henni sagt af sérfræðingi að hún hefði greitt fimmfalt virði vískísins. Cocks tókst að lokum að hafa uppi á þremur tunnum, sem reyndust skráðar á aðra eigendur. Dýrasta tunnan, sem kostaði 49.500 pund var tilbúningur. Lögregluyfirvöld hafa nú eiganda Cask Whisky Ltd. til rannsóknar en sá sigldi undir fölsku flaggi. Hann kallaði sig Craig Arch en heitir í raun og veru Craig Brooks og er dæmdur svikahrappur. Þá hafði honum verið bannað að stjórna fyrirtæki. Brooks er grunaður um að hafa platað að minnsta kosti 200 manns til að fjárfesta í viskísvikamyllu sinni en árið 2019 voru hann og bróðir hans dæmdir í fangelsi fyrir 6,2 milljón punda svindl, þar sem 350 einstaklingar voru gabbaðir til að fjárfesta í losunarheimildum og fágætum málmum. Bretland Áfengi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Frá þessu greinir BBC, sem segir lögreglu nú rannsaka þrjú fyrirtæki sem eru grunuð um að hafa haft fé af grunlausum með þessum hætti. Fjárfesting í viskítunnum er raunverulegt fyrirbæri og mörg traust fyrirtæki sem bjóða upp á þennan valkost. Fólk kaupir þá viskítunnur sem eru nýkomnar úr framleiðslu og lætur geyma þær í þeirri von um að veigarnar hækki í verði með aldrinum. Tunnurnar eru geymdar í þrjú ár hið minnsta en fólk er hvatt til að eiga þær í tíu ár eða meira til að hámarka ágóðann. BBC greinir meðal annars frá raunum Alison Cocks, sem keypti upphaflega eina tunnu á 3.000 pund af fyrirtækinu Cask Whisky Ltd. Hún fékk vottorð fyrir eign sinni á tunnunni og aðgang til að fylgjast með verðþróun hennar. BBC greinir meðal annars frá raunum konu með ólæknandi krabbamein, sem seldi hús sitt til að fjárfesta í viskítunnum fyrir afkomendur sína. Getty Þar sem Cocks virtist sem tunnan væri að aukast í verði eins og henni hafði verið lofað, keypti hún þrjár í viðbót fyrir 100.000 pund. Þegar hún vildi svo selja, kom hins vegar babb í bátinn. Hún fékk engin svör frá fyrirtækinu og þegar hún setti sig í samband við vöruhúsin þar sem tunnurnar voru sagðar í geymslu kom í ljós að þær voru ekki þar. Þá var henni sagt af sérfræðingi að hún hefði greitt fimmfalt virði vískísins. Cocks tókst að lokum að hafa uppi á þremur tunnum, sem reyndust skráðar á aðra eigendur. Dýrasta tunnan, sem kostaði 49.500 pund var tilbúningur. Lögregluyfirvöld hafa nú eiganda Cask Whisky Ltd. til rannsóknar en sá sigldi undir fölsku flaggi. Hann kallaði sig Craig Arch en heitir í raun og veru Craig Brooks og er dæmdur svikahrappur. Þá hafði honum verið bannað að stjórna fyrirtæki. Brooks er grunaður um að hafa platað að minnsta kosti 200 manns til að fjárfesta í viskísvikamyllu sinni en árið 2019 voru hann og bróðir hans dæmdir í fangelsi fyrir 6,2 milljón punda svindl, þar sem 350 einstaklingar voru gabbaðir til að fjárfesta í losunarheimildum og fágætum málmum.
Bretland Áfengi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira