„Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. mars 2025 21:16 Heiðar segir að Birgi sé frjálst að tjá sig með þeim hætti sem hann vilji, en að kjörnir fulltrúar eigi þó að vita betur en að standa í níði vegna fréttaflutnings. Málefnalegri gagnrýni sé þó alltaf vel tekið. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir gjörning tónlistarmannsins og varaþingmannsins Birgis Þórarinssonar, Bigga Veiru, sem mætti með ruslapoka í afgreiðslu RÚV í dag og bað um að honum yrði komið á fréttastofuna. Hann segir Birgi alveg mega reyna fyrir sér í gríni, og að hann hafi séð verri hluti í þessari viku. Birgir, sem er þriðji varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og meðlimur í hljómsveitinni GusGus, birti myndband af athæfinu á Facebook. Þar sést Bónuspoki á afgreiðsluborði RÚV. Birgir bendir á pokann og segir við konu í afgreiðslunni: „Heyrðu, nennirðu kannski að skutla þessu niður á fréttastofu? Þau eru að bíða eftir þessu. Þetta er óflokkað rusl.“ Með myndbandinu skrifar Birgir að hann hafi skutlað heimilissorpinu á fréttastofuna, og virðist hvetja fólk til að gera slíkt hið sama. Ætla má að tilefnið sé frétt RÚV af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Ekki það versta í vikunni Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, segist lítið hafa að segja um uppátæki Birgis. „Það er tjáningarfrelsi í landinu, honum er auðvitað frjálst að tjá sig með þessum hætti og reyna að búa til eitthvað efni á samfélagsmiðlana sína. Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna,“ segir Heiðar. Starfsmenn fréttastofunnar taki uppátækið þó ekki inn á sig með nokkrum hætti. Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV segir ekkert hafa komið fram sem gefi tilefni til að draga til baka eða leiðrétta fréttaflutning af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur.Vísir/Vilhelm „Þetta er ekki það versta sem ég hef séð í þessari viku, og langt frá því. Það sem situr í mér eru þær árásir sem fréttamennirnir sem unnu að málinu hafa þurft að sitja undir. Það finnst mér vera alvarlegt fyrir þá sem vinna í fjölmiðlum. Það er búið að vera virkilega ljótt að fylgjast með því hvernig fólk leyfir sér að tala og búa til einhvers konar samsæriskenningar um fólk sem er bara að vinna vinnuna sína, og veita stjórnmálamönnum og valdhöfum aðhald. Sem er það sem okkur bera að gera, sem vinnum á fjölmiðlum,“ segir Heiðar. Í sumum tilfellum komi slík orðræða frá fólki sem eigi að vita betur. „Eins og til dæmis Biggi Veira, sem er varaþingmaður.“ Málefnaleg gagnrýni annað en níð Heiðar segir, þrátt fyrir að samsæriskenningar og ruslagjörningar séu ekki tilefni til sérstakra viðbragða, að málefnaleg gagnrýni sé alltaf tekin til greina. „Við hlustum á hana og tökum mark á henni. Við erum búin að fara yfir okkar hlut í málinu, þessa frétt og vinnulagið, rætt það í þaula og skoðað. Það er ekki neitt komið fram sem gefur okkur ástæðu til að bakka með fréttina eða gera leiðréttingar á henni,“ segir Heiðar. Eftir standi, engu að síður, árásir á fréttamenn sem hafi unnið vel og heiðarlega að fréttinni, en fólk níði af þeim skóinn á netinu. Ráðherrann óánægður með Bigga Í samtali við mbl segir Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra og samflokksmaður Birgis, að háttarlag Birgis sé ekki boðlegt. Fjölmiðlar leiki mikilvægt lýðræðis- og aðhaldshlutverk í samfélaginu og það sé ekki sæmandi að stjórnmálafólk hamist á þeim. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Logi, sem hefur málefni fjölmiðla á sinni könnu sem ráðherra, hefur brugðist við athæfi kjörinna fulltrúa stjórnarflokkanna sem snýr að fjölmiðlum. Í febrúar síðastliðnum sagðist Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, telja að endurskoða þyrfti opinbera fjölmiðlastyrki til Morgunblaðsins. Var það í kjölfar umfjöllunar blaðsins um styrki til Flokks fólksins og hagsmuni Sigurjóns sjálfs af strandveiðum. Logi fordæmdi þau ummæli. Fjölmiðlar Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisútvarpið Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Sjá meira
Birgir, sem er þriðji varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og meðlimur í hljómsveitinni GusGus, birti myndband af athæfinu á Facebook. Þar sést Bónuspoki á afgreiðsluborði RÚV. Birgir bendir á pokann og segir við konu í afgreiðslunni: „Heyrðu, nennirðu kannski að skutla þessu niður á fréttastofu? Þau eru að bíða eftir þessu. Þetta er óflokkað rusl.“ Með myndbandinu skrifar Birgir að hann hafi skutlað heimilissorpinu á fréttastofuna, og virðist hvetja fólk til að gera slíkt hið sama. Ætla má að tilefnið sé frétt RÚV af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Ekki það versta í vikunni Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, segist lítið hafa að segja um uppátæki Birgis. „Það er tjáningarfrelsi í landinu, honum er auðvitað frjálst að tjá sig með þessum hætti og reyna að búa til eitthvað efni á samfélagsmiðlana sína. Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna,“ segir Heiðar. Starfsmenn fréttastofunnar taki uppátækið þó ekki inn á sig með nokkrum hætti. Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV segir ekkert hafa komið fram sem gefi tilefni til að draga til baka eða leiðrétta fréttaflutning af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur.Vísir/Vilhelm „Þetta er ekki það versta sem ég hef séð í þessari viku, og langt frá því. Það sem situr í mér eru þær árásir sem fréttamennirnir sem unnu að málinu hafa þurft að sitja undir. Það finnst mér vera alvarlegt fyrir þá sem vinna í fjölmiðlum. Það er búið að vera virkilega ljótt að fylgjast með því hvernig fólk leyfir sér að tala og búa til einhvers konar samsæriskenningar um fólk sem er bara að vinna vinnuna sína, og veita stjórnmálamönnum og valdhöfum aðhald. Sem er það sem okkur bera að gera, sem vinnum á fjölmiðlum,“ segir Heiðar. Í sumum tilfellum komi slík orðræða frá fólki sem eigi að vita betur. „Eins og til dæmis Biggi Veira, sem er varaþingmaður.“ Málefnaleg gagnrýni annað en níð Heiðar segir, þrátt fyrir að samsæriskenningar og ruslagjörningar séu ekki tilefni til sérstakra viðbragða, að málefnaleg gagnrýni sé alltaf tekin til greina. „Við hlustum á hana og tökum mark á henni. Við erum búin að fara yfir okkar hlut í málinu, þessa frétt og vinnulagið, rætt það í þaula og skoðað. Það er ekki neitt komið fram sem gefur okkur ástæðu til að bakka með fréttina eða gera leiðréttingar á henni,“ segir Heiðar. Eftir standi, engu að síður, árásir á fréttamenn sem hafi unnið vel og heiðarlega að fréttinni, en fólk níði af þeim skóinn á netinu. Ráðherrann óánægður með Bigga Í samtali við mbl segir Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra og samflokksmaður Birgis, að háttarlag Birgis sé ekki boðlegt. Fjölmiðlar leiki mikilvægt lýðræðis- og aðhaldshlutverk í samfélaginu og það sé ekki sæmandi að stjórnmálafólk hamist á þeim. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Logi, sem hefur málefni fjölmiðla á sinni könnu sem ráðherra, hefur brugðist við athæfi kjörinna fulltrúa stjórnarflokkanna sem snýr að fjölmiðlum. Í febrúar síðastliðnum sagðist Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, telja að endurskoða þyrfti opinbera fjölmiðlastyrki til Morgunblaðsins. Var það í kjölfar umfjöllunar blaðsins um styrki til Flokks fólksins og hagsmuni Sigurjóns sjálfs af strandveiðum. Logi fordæmdi þau ummæli.
Fjölmiðlar Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisútvarpið Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Sjá meira