„Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2025 19:05 Úkraínsku feðgarnir Andrii og Serhiy sem er sex ára. Vísir/Ívar Fannar Faðir sem missti eiginkonu sína í árásum Rússa í Úkraínu segir sex ára son sinn hjálpa sér að halda áfram með lífið eftir hörmungarnar sem dunið hafa yfir. Það er hans heitasta ósk að stríðinu ljúki. Serhiy var þriggja ára þegar Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022 en hann er einn þeirra fjölmörgu barna sem hafa misst foreldri í stríðinu. Hann var ásamt móður sinni í þorpinu Novoselivka í Kramatorsk-héraði í Donetsk þegar Rússarnir hertóku þorpið. Þau urðu viðskila við föður drengsins Andrii, sem hafði verið við vinnu í nágrenni Poltava og komst ekki til þeirra. Sambandið var slitrótt en Andrii lýsir hörmulegu símtali þar sem hann heyrði sprengingar á hinum enda línunnar. Hann frétti síðar frá nágrönnum að konan hans væri dáin. Í mánuð vissi Andrii lítið sem ekkert um afdrif sonar síns, sem hafði verið í felum ásamt ömmu sinni í kjallara með lítinn sem engan mat en lifðu á geitamjólk. Dágóður tími leið þar til þeim tókst með aðstoð sjálfboðaliða að komast í gegnum eftirlitsstöð Rússa og inn á yfirráðasvæði Úkraínumanna í Kharkiv þar sem feðgarnir voru sameinaðir á nýjan leik. Stór áform og von um bjarta framtíð „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram, og vonin um að stríðinu fari senn að ljúka og að allt verði í lagi,“ segir Andrii. „Allir í Úkraínu vilja frið. Það er það eina sem við viljum,“ svarar hann, spurður hvort hann sé bjartsýnn á að það takist að semja um frið, eða að minnsta kosti vopnahlé. Feðgarnir standa saman.Vísir/Ívar Fannar Serhiy er sex ára í dag en feðgarnir búa ásamt ömmu í litlu þorpi sem liggur á milli Kænugarðs og Poltava. Hann sækir skóla að heiman, þar sem það þykir öruggara auk þess sem enginn hiti er í skólabyggingunni í nágrenninu yfir vetrartímann. Feðgarnir njóta þess að lesa og læra saman heima, en stærðfræði er í sérstöku uppáhaldi. Serhiy hefur skýrar hugmyndir um hvað hann vill verða þegar hann verður stór. „Ég vil verða slökkviliðsmaður,“ segir Serhiy. Feðgarnir hafa notið aðstoðar Children Heroes, samtaka sem voru stofnuð til að hjálpa þeim fjölmörgu börnum í Úkraínu sem hafa misst foreldra í stríðinu. Samtökin hafa það að markmiði að veita börnunum og fjölskyldum þeirra alhliða aðstoð undir forystu fjölskylduhjálparteymis sem miðar að því að skapa hagstætt umhverfi fyrir börnin svo þau geti sigrast á þeim erfiðleikum sem þau hafa gengið í gengum og átt bjartari framtíð. Fjögur deildu hálfri dós af mat á dag Í síðustu viku sögðum við stuttlega frá sögu Olgu frá Mariupol í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fjölskylda Olgu er einnig meðal þeirra sem notið hafa aðstoðar Children Heroes, en hún á tvo drengi sem einnig lifðu af árásir Rússa í borginni við upphaf allsherjarinnrásarinnar í febrúar og mars 2022. Eiginmaður Olgu lést og annar sonur hennar særðist illa á fæti þegar sprengja kom inn um gluggann á herberginu hans. Olga átti ekki eigin bíl og það var hvorki öruggt að vera í borginni né að reyna að flýja. Flóttaleiðirnar voru einnig takmarkaðar en Olga lýsti því í samtali við fréttamenn hvernig hún hafi á hverjum degi þurft að hugsa hversu mikinn mat fjölskyldan ætti að leyfa sér að borða þann daginn. „Við vorum fjögur, ég, synir mínir og tengdamóðir. Ég þurfti að spyrja mig, eigum við að deila einni dós af mat, eða eigum við að deila hálfri dós í dag?“ sagði Olga meðal annars þegar hún bauð hópi íslenskra fréttamanna í kaffi á nýju heimili sínu í um miðjan mars. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Serhiy var þriggja ára þegar Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022 en hann er einn þeirra fjölmörgu barna sem hafa misst foreldri í stríðinu. Hann var ásamt móður sinni í þorpinu Novoselivka í Kramatorsk-héraði í Donetsk þegar Rússarnir hertóku þorpið. Þau urðu viðskila við föður drengsins Andrii, sem hafði verið við vinnu í nágrenni Poltava og komst ekki til þeirra. Sambandið var slitrótt en Andrii lýsir hörmulegu símtali þar sem hann heyrði sprengingar á hinum enda línunnar. Hann frétti síðar frá nágrönnum að konan hans væri dáin. Í mánuð vissi Andrii lítið sem ekkert um afdrif sonar síns, sem hafði verið í felum ásamt ömmu sinni í kjallara með lítinn sem engan mat en lifðu á geitamjólk. Dágóður tími leið þar til þeim tókst með aðstoð sjálfboðaliða að komast í gegnum eftirlitsstöð Rússa og inn á yfirráðasvæði Úkraínumanna í Kharkiv þar sem feðgarnir voru sameinaðir á nýjan leik. Stór áform og von um bjarta framtíð „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram, og vonin um að stríðinu fari senn að ljúka og að allt verði í lagi,“ segir Andrii. „Allir í Úkraínu vilja frið. Það er það eina sem við viljum,“ svarar hann, spurður hvort hann sé bjartsýnn á að það takist að semja um frið, eða að minnsta kosti vopnahlé. Feðgarnir standa saman.Vísir/Ívar Fannar Serhiy er sex ára í dag en feðgarnir búa ásamt ömmu í litlu þorpi sem liggur á milli Kænugarðs og Poltava. Hann sækir skóla að heiman, þar sem það þykir öruggara auk þess sem enginn hiti er í skólabyggingunni í nágrenninu yfir vetrartímann. Feðgarnir njóta þess að lesa og læra saman heima, en stærðfræði er í sérstöku uppáhaldi. Serhiy hefur skýrar hugmyndir um hvað hann vill verða þegar hann verður stór. „Ég vil verða slökkviliðsmaður,“ segir Serhiy. Feðgarnir hafa notið aðstoðar Children Heroes, samtaka sem voru stofnuð til að hjálpa þeim fjölmörgu börnum í Úkraínu sem hafa misst foreldra í stríðinu. Samtökin hafa það að markmiði að veita börnunum og fjölskyldum þeirra alhliða aðstoð undir forystu fjölskylduhjálparteymis sem miðar að því að skapa hagstætt umhverfi fyrir börnin svo þau geti sigrast á þeim erfiðleikum sem þau hafa gengið í gengum og átt bjartari framtíð. Fjögur deildu hálfri dós af mat á dag Í síðustu viku sögðum við stuttlega frá sögu Olgu frá Mariupol í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fjölskylda Olgu er einnig meðal þeirra sem notið hafa aðstoðar Children Heroes, en hún á tvo drengi sem einnig lifðu af árásir Rússa í borginni við upphaf allsherjarinnrásarinnar í febrúar og mars 2022. Eiginmaður Olgu lést og annar sonur hennar særðist illa á fæti þegar sprengja kom inn um gluggann á herberginu hans. Olga átti ekki eigin bíl og það var hvorki öruggt að vera í borginni né að reyna að flýja. Flóttaleiðirnar voru einnig takmarkaðar en Olga lýsti því í samtali við fréttamenn hvernig hún hafi á hverjum degi þurft að hugsa hversu mikinn mat fjölskyldan ætti að leyfa sér að borða þann daginn. „Við vorum fjögur, ég, synir mínir og tengdamóðir. Ég þurfti að spyrja mig, eigum við að deila einni dós af mat, eða eigum við að deila hálfri dós í dag?“ sagði Olga meðal annars þegar hún bauð hópi íslenskra fréttamanna í kaffi á nýju heimili sínu í um miðjan mars.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent