Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2025 08:49 Trump sagðist ekkert vita um málið þegar hann var spurður út í spjallið í gær. Getty/Anna Moneymaker Uppljóstranir Jeffrey Goldberg, ritstjóra Atlantic, um að æðstu ráðamenn í Bandaríkjunum hafi rætt skipulagningu árása á Húta í Jemen í gegnum samskiptaforritið Signal hafa vakið mikla athygli og hneykslan vestanhafs. Goldberg var óvart boðið í spjallið, þar sem varnarmálaráðherrann Pete Hegseth, varaforsetinn JD Vance, þjóðaröryggisráðgjafinn Mike Waltz og fleiri ræddu meðal annars hvort Bandaríkjamenn ættu að ráðast gegn Hútum. Fjöldi þingmanna Demókrataflokksins hefur gagnrýnt spjall embættismannanna en sjálfur segir Goldberg um einskæra heppni að ræða að honum hafi verið boðið í spjallið en ekki einhverjum öðrum. This administration is playing fast and loose with our nation’s most classified info, and it makes all Americans less safe.https://t.co/MCnm1kjTul— Mark Warner (@MarkWarner) March 24, 2025 Spjallið átti sér bæði utan formlegra og öruggra boðleiða og þá virðast nokkur lög hafa verið brotin, meðal annars hvað varðar varðveislu opinberra gagna. „Þetta er hneykslanlegt brot gegn þjóðaröryggi og hausar ættu að fjúka,“ sagði Demókratinn Chris Deluzio í yfirlýsingu. Hann sagði að hermálanefnd fulltrúadeildarinnar myndi rannsaka málið eins fljótt og auðið yrði. 👀 You have got to be kidding me.https://t.co/IhhvFvw6DG pic.twitter.com/bnNG4dGSpI— Hillary Clinton (@HillaryClinton) March 24, 2025 Don Bacon, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Nebraska, sagði í samtali við Axios að það væri hreint ótrúlegt að menn hefðu tekið upp á því að eiga viðkvæm samskipti með þessum hætti. „Ekkert af þessu hefði átt að fara um óörugg kerfi,“ sagði hann. „Rússland og Kína eru örugglega að njósna um ótryggan símann hans,“ sagði Bacon um Mike Waltz. Bent hefur verið á að ef samskiptin áttu sér stað um símtæki, væri ekki óhugsandi að upplýsingarnar hefðu getað komist í rangar hendur og stofnað lífum bandarískra hermanna og annarra í hættu. What example has Hegseth set? That he’s careless, and when you’re careless in the military, people can die. If he had any honor at all, he would resign. https://t.co/L6UcXCvc5G— David French (@DavidAFrench) March 24, 2025 Mike Johnson, Repúblikani og forseti fulltrúadeildarinnar, var hins vegar á meðal þeirra sem gerðu lítið úr málinu. „Þeir herða sig og tryggja að þetta endurtaki sig ekki,“ sagði hann í samtali við blaðamenn. „Ég veit ekki hvað annað er hægt að segja.“ Hvíta húsið hefur reynt að verja spjallið en ef marka má erlenda miðla munu stjórnvöld mögulega engu að síður þurfa að grípa til aðgerða. Þar hefur helst verið rætt um afsögn þjóðaröryggisráðgjafans Waltz, sem var sá sem bauð Goldberg í spjallið. CNN put together a collection of clips of various Trump officials who were on the signal chat criticizing Hillary Clinton’s email server pic.twitter.com/JsgBkylILB— Acyn (@Acyn) March 25, 2025 Bandaríkin Hernaður Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Svo virðist sem Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi fyrir mistök bætt blaðamanni inn í spjallhóp þar sem hann, JD Vance varaforseti, Pete Hegseth varnarmálaráðherra og fleiri töluðu um hvort Bandaríkin ættu að hefja umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen og hvernig. 24. mars 2025 18:53 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Goldberg var óvart boðið í spjallið, þar sem varnarmálaráðherrann Pete Hegseth, varaforsetinn JD Vance, þjóðaröryggisráðgjafinn Mike Waltz og fleiri ræddu meðal annars hvort Bandaríkjamenn ættu að ráðast gegn Hútum. Fjöldi þingmanna Demókrataflokksins hefur gagnrýnt spjall embættismannanna en sjálfur segir Goldberg um einskæra heppni að ræða að honum hafi verið boðið í spjallið en ekki einhverjum öðrum. This administration is playing fast and loose with our nation’s most classified info, and it makes all Americans less safe.https://t.co/MCnm1kjTul— Mark Warner (@MarkWarner) March 24, 2025 Spjallið átti sér bæði utan formlegra og öruggra boðleiða og þá virðast nokkur lög hafa verið brotin, meðal annars hvað varðar varðveislu opinberra gagna. „Þetta er hneykslanlegt brot gegn þjóðaröryggi og hausar ættu að fjúka,“ sagði Demókratinn Chris Deluzio í yfirlýsingu. Hann sagði að hermálanefnd fulltrúadeildarinnar myndi rannsaka málið eins fljótt og auðið yrði. 👀 You have got to be kidding me.https://t.co/IhhvFvw6DG pic.twitter.com/bnNG4dGSpI— Hillary Clinton (@HillaryClinton) March 24, 2025 Don Bacon, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Nebraska, sagði í samtali við Axios að það væri hreint ótrúlegt að menn hefðu tekið upp á því að eiga viðkvæm samskipti með þessum hætti. „Ekkert af þessu hefði átt að fara um óörugg kerfi,“ sagði hann. „Rússland og Kína eru örugglega að njósna um ótryggan símann hans,“ sagði Bacon um Mike Waltz. Bent hefur verið á að ef samskiptin áttu sér stað um símtæki, væri ekki óhugsandi að upplýsingarnar hefðu getað komist í rangar hendur og stofnað lífum bandarískra hermanna og annarra í hættu. What example has Hegseth set? That he’s careless, and when you’re careless in the military, people can die. If he had any honor at all, he would resign. https://t.co/L6UcXCvc5G— David French (@DavidAFrench) March 24, 2025 Mike Johnson, Repúblikani og forseti fulltrúadeildarinnar, var hins vegar á meðal þeirra sem gerðu lítið úr málinu. „Þeir herða sig og tryggja að þetta endurtaki sig ekki,“ sagði hann í samtali við blaðamenn. „Ég veit ekki hvað annað er hægt að segja.“ Hvíta húsið hefur reynt að verja spjallið en ef marka má erlenda miðla munu stjórnvöld mögulega engu að síður þurfa að grípa til aðgerða. Þar hefur helst verið rætt um afsögn þjóðaröryggisráðgjafans Waltz, sem var sá sem bauð Goldberg í spjallið. CNN put together a collection of clips of various Trump officials who were on the signal chat criticizing Hillary Clinton’s email server pic.twitter.com/JsgBkylILB— Acyn (@Acyn) March 25, 2025
Bandaríkin Hernaður Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Svo virðist sem Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi fyrir mistök bætt blaðamanni inn í spjallhóp þar sem hann, JD Vance varaforseti, Pete Hegseth varnarmálaráðherra og fleiri töluðu um hvort Bandaríkin ættu að hefja umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen og hvernig. 24. mars 2025 18:53 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Svo virðist sem Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi fyrir mistök bætt blaðamanni inn í spjallhóp þar sem hann, JD Vance varaforseti, Pete Hegseth varnarmálaráðherra og fleiri töluðu um hvort Bandaríkin ættu að hefja umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen og hvernig. 24. mars 2025 18:53