Donald Trump – andlit og boðberi bandarísku þjóðarinnar Sighvatur Björgvinsson skrifar 24. mars 2025 08:31 Miklar umræður fara nú fram um forseta Bandaríkjanna ásamt mikilli og harðri gagnrýni. Sú gagnrýni kemur ekki síst fram hjá þeim þjóðum, sem áratugum saman voru í miklu og nánu vináttusambandi við Bandaríkin og litu á bandarísku þjóðina sem foryustuafl hinna lýðræðilegu vestrænu gilda. Sem burðarás sem aldrei myndi bresta. Gagnrýnin – að utan. Hörð er almenna gagnrýnin og stóryrt um Trump. Forðast hins vegar kjarna málsins, Og hver er sá? Hann er einfaldlega sá, að Donald Trump er maðurinn, sem meiri hluti bandarísku þjóðarinnar valdi til þess að fara fyrir sér. Til þess að vera í senn andlit, talsmaður og boðberi sjálfrar bandarísku þjóðarinnar – tala og starfa í hennar nafni. Og öll hin gagnrýna umræða um starfsaðferðir hans , aðferðafræði hans og framkomu hans fer ekki fram meðal bandarísku þjóðarinnar. Þar virðist hann njóta fullkomins stuðnings. Kemst upp með að beita hvers konar stjórnfarslegum aðgerðum án þess að leita heimilda þjóðþingsins, bandarísks réttarfars eða skýrra forsendna laga. Slíkt gerir hann ekki – og ekki verður betur séð en þar njóti hann fulls stuðnings Bandaríkjamanna. Gerbreytt viðhorf Þessi breyttu viðhorf Bandaríkjamanna til gamalla vina og vopnabræðra gerbreyta heimsmyndinni. Í stað vina og samherja líta Bandaríkin nú á þjóðirnar, sem þeim fylgdu og þeir veittu forysty sem óvildarmenn og ræningja, sem refsa beri með óvægnum hætti – tollum, sem hugsaðir eru til að neyða þessa gömlu bandamenn til þess að skila forysturíkinu háum fjárhæðum, sem bandarísk stjórnvöld segjast hafa verið rænd. Samkvæmt aðgerðum og athöfnum Bandaríkjamanna er jafnhliða skorið á þau tengsl, sem ríkt höfðu um sameiginlega afstöðu til annara heimshluta. Meira að segja áratuga gömul samstaða þeirra í vararmálum á að mati Bandaríkjamanna að heyra sögunni til. Þessi gömlu samstarfsríki Bandaríkjanna um varnar- og öryggismál eiga að haldast þeim víðsfjarri. Bandarísk stjórnvöld segja, að slíkir séu bandarískir hagsmunir. Okkar trausta vörn - ótraustust Áratugum saman hefur varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna verið traustasta vörn íslensku þjóðarinnar. Þessi samningur byggir á samkvæðum hagsmunum beggja. Þegar Bandaríkin ákváðu að hverfa frá einu meginefni þessa varnarsamnings og kallaði allt varnarlið sitt alfarið heim frá Íslandi þá var það gert þrátt fyrir andmæli islenskra stjórnvalda. Þar réðu Bandaríkjamenn einfaldlega einir ferðinni. Slíkt getur hæglega gerst aftur – telji Bandaríkin vera sér í hag að slæva enn frekar þennan samning. Og hvert liggur þá leið okkar? Til aukins samstarfs við Evrópusambandið segja sumir. Evrópusambandið er í dag allt annað en það Evrópusamband, sem við kynntumst svo vel fyrir 30 árum. Nýjar þjóðir hafa bæst við, sem raunin sýnir að við eigum ekki mikla samleið með fremur en hinar vestrænu evrópsku þjóðirnar. Hitt er svo sérstök saga hvort stefna, vilji og áform bandarísku þjóðarinnar haldast óbreytt hvað sem líður Donald Trump. Því getur enginn svarað nema bandaríska þjóðin sjálf – og þeirri spurningu hefur hún nú þegar svarað fyrir okkar samtíð. Donald Trump kom engum á óvart. Hann gerir það, sem hann sagðist ætla að gera – og ekki verður annað séð en að bandaríska þjóðin hafi stutt hann til allra verka. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Miklar umræður fara nú fram um forseta Bandaríkjanna ásamt mikilli og harðri gagnrýni. Sú gagnrýni kemur ekki síst fram hjá þeim þjóðum, sem áratugum saman voru í miklu og nánu vináttusambandi við Bandaríkin og litu á bandarísku þjóðina sem foryustuafl hinna lýðræðilegu vestrænu gilda. Sem burðarás sem aldrei myndi bresta. Gagnrýnin – að utan. Hörð er almenna gagnrýnin og stóryrt um Trump. Forðast hins vegar kjarna málsins, Og hver er sá? Hann er einfaldlega sá, að Donald Trump er maðurinn, sem meiri hluti bandarísku þjóðarinnar valdi til þess að fara fyrir sér. Til þess að vera í senn andlit, talsmaður og boðberi sjálfrar bandarísku þjóðarinnar – tala og starfa í hennar nafni. Og öll hin gagnrýna umræða um starfsaðferðir hans , aðferðafræði hans og framkomu hans fer ekki fram meðal bandarísku þjóðarinnar. Þar virðist hann njóta fullkomins stuðnings. Kemst upp með að beita hvers konar stjórnfarslegum aðgerðum án þess að leita heimilda þjóðþingsins, bandarísks réttarfars eða skýrra forsendna laga. Slíkt gerir hann ekki – og ekki verður betur séð en þar njóti hann fulls stuðnings Bandaríkjamanna. Gerbreytt viðhorf Þessi breyttu viðhorf Bandaríkjamanna til gamalla vina og vopnabræðra gerbreyta heimsmyndinni. Í stað vina og samherja líta Bandaríkin nú á þjóðirnar, sem þeim fylgdu og þeir veittu forysty sem óvildarmenn og ræningja, sem refsa beri með óvægnum hætti – tollum, sem hugsaðir eru til að neyða þessa gömlu bandamenn til þess að skila forysturíkinu háum fjárhæðum, sem bandarísk stjórnvöld segjast hafa verið rænd. Samkvæmt aðgerðum og athöfnum Bandaríkjamanna er jafnhliða skorið á þau tengsl, sem ríkt höfðu um sameiginlega afstöðu til annara heimshluta. Meira að segja áratuga gömul samstaða þeirra í vararmálum á að mati Bandaríkjamanna að heyra sögunni til. Þessi gömlu samstarfsríki Bandaríkjanna um varnar- og öryggismál eiga að haldast þeim víðsfjarri. Bandarísk stjórnvöld segja, að slíkir séu bandarískir hagsmunir. Okkar trausta vörn - ótraustust Áratugum saman hefur varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna verið traustasta vörn íslensku þjóðarinnar. Þessi samningur byggir á samkvæðum hagsmunum beggja. Þegar Bandaríkin ákváðu að hverfa frá einu meginefni þessa varnarsamnings og kallaði allt varnarlið sitt alfarið heim frá Íslandi þá var það gert þrátt fyrir andmæli islenskra stjórnvalda. Þar réðu Bandaríkjamenn einfaldlega einir ferðinni. Slíkt getur hæglega gerst aftur – telji Bandaríkin vera sér í hag að slæva enn frekar þennan samning. Og hvert liggur þá leið okkar? Til aukins samstarfs við Evrópusambandið segja sumir. Evrópusambandið er í dag allt annað en það Evrópusamband, sem við kynntumst svo vel fyrir 30 árum. Nýjar þjóðir hafa bæst við, sem raunin sýnir að við eigum ekki mikla samleið með fremur en hinar vestrænu evrópsku þjóðirnar. Hitt er svo sérstök saga hvort stefna, vilji og áform bandarísku þjóðarinnar haldast óbreytt hvað sem líður Donald Trump. Því getur enginn svarað nema bandaríska þjóðin sjálf – og þeirri spurningu hefur hún nú þegar svarað fyrir okkar samtíð. Donald Trump kom engum á óvart. Hann gerir það, sem hann sagðist ætla að gera – og ekki verður annað séð en að bandaríska þjóðin hafi stutt hann til allra verka. Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun