Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að lögreglan hafi óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til áframhaldandi leitar fyrir hádegi í dag.
Tilkynning barst lögreglunni um að grunur væri um að maður hefði farið í sjóinn við Kirkjusand klukkan átta í gærmorgun.
Leit stóð yfir fram eftir degi og að henni komu meðal annars björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu og Akranesi.