Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2025 13:00 Hermenn fyrir utan forsetahöllina í Khartoum. AP/Her Súdan Stjórnarher Súdan hefur náð tökum á forsetahöllinni í Khartoum, höfuðborg landsins. Um er að ræða mjög táknrænan árangur eftir rúmlega tveggja ára átök hersins við sveitir Rapid support forces, eða RSF. Hörð átök hafa átt sér stað í borginni að undanförnu og hefur hernum vaxið ásmegin gegn RSF. Hermenn hafa verið að birta myndbönd af sér í forsetahöllinni í dag og hefur talsmaður hersins staðfest áfangann. Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hersins, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. BREAKING: Sudan's Army retakes control of the Presidential Palace in central Khartoum from RSF militias after two years. pic.twitter.com/MWGaeLtHB5— Clash Report (@clashreport) March 21, 2025 RSF hefur lengi verið með stjórn á Khartoum en hópurinn var lengi með yfirhöndina í átökunum og að miklu leyti vegna stuðnings annarra ríkja eins og Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Sjá einnig: Stríðið í Úkraínu háð í Súdan Hernum hefur þó vaxið ásmegin á undanförnu hálfu ári en um það leyti hófst umfangsmikil gagnárás gegn RSF. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Sjá einnig: Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Baráttan um Khartoum hefur staðið yfir um nokkuð skeið. Borgin féll tiltölulega snemma í hendur RSF-liða en hermenn hafa sótt að henni í nokkra mánuði. Hermenn og aðrir vopnaðir hópar sem berjast með þeim hafa náð tökum á stórum hlutum borgarinnar. Í frétt New York Times segir að hermönnum hafi í gær tekist að sitja fyrir bílalest RSF-liða í Khartoum og svo virðist sem þeir hafi verið að reyna að flýja. Miðillinn segir harða bardaga hafa átt sér stað í borginni í gær og enn í morgun en þrír starfsmenn ríkisútvarps Súdan féllu í morgun þegar sjálfsprengidróni hæfði þá þar sem þeir voru að störfum fyrir utan forsetahöllina. Tveir yfirmenn úr samskiptadeild hersins, þar á meðal æðsti stjórnandi deildarinnar, féllu einnig í eldflaugaárásinni. Forsetahöllin í Khartoum séð úr geimnum.AP/Planet Labs Skæðar leyniskyttur Hermenn segja í samtali við blaðamenn NYT að átökin í Khartoum hafi verið mjög erfið. RSF notist mikið við leyniskyttur sem geri hermönnum erfitt að fara um. Borgin sjálf er að miklu leyti í rúst vegna átaka síðustu ára og er áætlað að af um átta milljónum íbúa fyrir stríð, séu um tvær milljónir eftir. Einn íbúi sagði meðlimi RSF hafa verið erfiða nágranna en þeir hafi orðið verri að undanförnu. Áður en þeir hafi flúið hafi þeir gengið milli húsa og krafist þess að fólk borgaði þeim peninga. Þeir sem gátu ekki borgað voru skotnir til bana, segir einn íbúa. Línur að myndast milli austurs og vesturs Þó hernum hafi gengið vel gegn RSF á undanförnum mánuðum og þá sérstaklega í suðurhluta landsins og austurhluta þess, hefur RSF-liðum gengið betur í vesturhlutanum. Reuters segir þá hafa styrkt stöðu sína verulega þar og sett upp ný stjórnvöld á yfirráðasvæði hópsins. Landið sé í raun að skiptast upp milli vesturs og austurs. Leiðtogar RSF lýstu því yfir í gær að þeir hefðu hernumið mikilvæga herstöð sem er í Norður-Darfur, skammt frá landamærum Tjad og Líbíu. Súdan Hernaður Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Hermenn hafa verið að birta myndbönd af sér í forsetahöllinni í dag og hefur talsmaður hersins staðfest áfangann. Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hersins, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. BREAKING: Sudan's Army retakes control of the Presidential Palace in central Khartoum from RSF militias after two years. pic.twitter.com/MWGaeLtHB5— Clash Report (@clashreport) March 21, 2025 RSF hefur lengi verið með stjórn á Khartoum en hópurinn var lengi með yfirhöndina í átökunum og að miklu leyti vegna stuðnings annarra ríkja eins og Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Sjá einnig: Stríðið í Úkraínu háð í Súdan Hernum hefur þó vaxið ásmegin á undanförnu hálfu ári en um það leyti hófst umfangsmikil gagnárás gegn RSF. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Sjá einnig: Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Baráttan um Khartoum hefur staðið yfir um nokkuð skeið. Borgin féll tiltölulega snemma í hendur RSF-liða en hermenn hafa sótt að henni í nokkra mánuði. Hermenn og aðrir vopnaðir hópar sem berjast með þeim hafa náð tökum á stórum hlutum borgarinnar. Í frétt New York Times segir að hermönnum hafi í gær tekist að sitja fyrir bílalest RSF-liða í Khartoum og svo virðist sem þeir hafi verið að reyna að flýja. Miðillinn segir harða bardaga hafa átt sér stað í borginni í gær og enn í morgun en þrír starfsmenn ríkisútvarps Súdan féllu í morgun þegar sjálfsprengidróni hæfði þá þar sem þeir voru að störfum fyrir utan forsetahöllina. Tveir yfirmenn úr samskiptadeild hersins, þar á meðal æðsti stjórnandi deildarinnar, féllu einnig í eldflaugaárásinni. Forsetahöllin í Khartoum séð úr geimnum.AP/Planet Labs Skæðar leyniskyttur Hermenn segja í samtali við blaðamenn NYT að átökin í Khartoum hafi verið mjög erfið. RSF notist mikið við leyniskyttur sem geri hermönnum erfitt að fara um. Borgin sjálf er að miklu leyti í rúst vegna átaka síðustu ára og er áætlað að af um átta milljónum íbúa fyrir stríð, séu um tvær milljónir eftir. Einn íbúi sagði meðlimi RSF hafa verið erfiða nágranna en þeir hafi orðið verri að undanförnu. Áður en þeir hafi flúið hafi þeir gengið milli húsa og krafist þess að fólk borgaði þeim peninga. Þeir sem gátu ekki borgað voru skotnir til bana, segir einn íbúa. Línur að myndast milli austurs og vesturs Þó hernum hafi gengið vel gegn RSF á undanförnum mánuðum og þá sérstaklega í suðurhluta landsins og austurhluta þess, hefur RSF-liðum gengið betur í vesturhlutanum. Reuters segir þá hafa styrkt stöðu sína verulega þar og sett upp ný stjórnvöld á yfirráðasvæði hópsins. Landið sé í raun að skiptast upp milli vesturs og austurs. Leiðtogar RSF lýstu því yfir í gær að þeir hefðu hernumið mikilvæga herstöð sem er í Norður-Darfur, skammt frá landamærum Tjad og Líbíu.
Súdan Hernaður Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira