Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 20. mars 2025 08:31 Það er kominn tími til að hugsa upp á nýtt hvernig við stuðlum að nýsköpun og nýliðun á landsbyggðinni. Hugmyndin um „Nýjar rætur“ er liður í þessu. Með þessari hugmynd er komið til móts við ungt fólk sem vill hefja matvælaframleiðslu, fóðurframleiðslu eða skógrækt. Kaupréttur til fimm ára Hugmyndin er á þá leið að t.d. Byggðastofnun, fyrir hönd ríkissjóðs, geti gengið inn í kauptilboð einstaklings (yngri en 45 ára) í jörð, sem seljandi jarðarinnar hefur þegar samþykkt. Gangi allt eftir, verður ríkissjóður tímabundið eigandi jarðarinnar, en upphaflegur tilboðsgjafi (nýliðinn) eignast kauprétt í jörðinni að fimm árum liðnum. Á þessum fimm árum fær nýliðinn tækifæri til að byggja upp þekkingu, stunda framleiðslu og eignast fjármagn til þess svo að nýta sér kaupréttinn og verða eigandi jarðarinnar. Ríkissjóður (Byggðastofnun) og leigutaki (nýliðinn) gera því næst samning um afnot af jörðinni og kauprétt. Kaupréttur nýliðans er jafnframt algert grundvallaratriði, enda miðast hugmyndin við að jarðnæði á Íslandi sé í einkaeigu, eins og frekast er unnt. Forsenda matvælaframleiðslu á Íslandi að nýliðun og nýsköpun sé tryggð Augljós markaðsbrestur Hugmyndinni er ætlað að leiðrétta augljósan markaðsbrest á lánsfjármarkaði. Forsenda matvælaframleiðslu, og skógræktar, er vitanlega jörð, land eða skiki, sem ungt fólk á erfitt með að fjármagna. Skilyrði kaupréttar verða vitanlega mörg. Framkvæma þarf ítarlega áreiðanleikakönnun áður en ríkissjóður gengur inn í kauptilboð, til að tryggja að áhætta ríkissjóðs sé í algjöru lágmarki. Leigutaki fær fimm ár til að byggja upp verðmæti og skapa nýjungar í sjálfbærri matvælaframleiðslu, nú eða skógrækt áður en ákvörðun er tekin um að virkja kaupréttarákvæðið. Lítið skref í rétta átt Fyrirkomulagið mun aðeins ná til afmarkaðs fjölda jarða, sem uppfylla ströng skilyrði um sjálfbæra landnýtingu, nýsköpun, nýliðun og nýtingar tækni eins og gervigreindar, þar sem það á við. Óþarfi er annars að fjalla á þessu stigi um tæknileg atriði, sem skyggja á megintilgang hugmyndarinnar. Hagsmunir ríkisins eru tryggðir til fulls þar sem jarðirnar eru keyptar á markaðsforsendum og eru líklegar til að hækka í verði yfir tíma. Þannig eignast ríkið – og þar með almenningur – verðmæti til framtíðar. Sérstök skilyrði verða um nýtingu fasteigna s.s. bygginga á jörðinni. Þá leiðir hugmyndin til þess að hugað verði að betri nýtingu ríkisjarða og þjóðlendna um allt land. Nýjar rætur „Nýjar rætur“ stuðla að því að landið sé í virkri rækt, byggðir styrkist um og ungu fólki sé umfram allt gefið raunhæft tækifæri til verðmætasköpunar. Nú er tími til kominn að við ræktum saman framtíðina og gefum ungu fólki möguleika, sem í dag eru nánast ekki til staðar, nema fyrir efnameiri einstaklinga eða fyrirtæki. Matvælaöryggi, auðlindir og tapaðar jarðir Í ljósi óvissu í alþjóðamálum og auknu mikilvægi fæðuöryggis, sem flestar Evrópuþjóðir stefna að, verðskuldar hugmyndin umræðu. Þá er staðreyndin sú að jarðir Íslands geyma auðlindir, sem við erum smám saman að missa úr landi, svo að segja. Erlendir aðilar eiga nú þegar fjöldann allan af dýrmætum jörðum, sem í sumum tilvikum eru notaðar til að flytja jarðefni til útlanda. Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi er dæmi um slíkt og er raunar sorgarsaga, enda jörðin keypt fyrir ígildi þriggja íbúða í Reykjavík. Aðrar jarðir landsins geyma t.a.m. rétt til lax- og silungsveiði, jarðhita eða nýtingar grunnvatns í stórum stíl, sem í mörgum tilvikum eru á hendi erlendra ríkisborgara. Ný hugsun Hugmyndinni að „Nýjum rótum“ er hvorki ætlað að koma í veg fyrir erlenda fjárfestingu eða kaup erlendra aðila á landi til búseti til skemmri eða lengri tíma. Henni er einfaldlega ætlað að taka á æpandi skorti á nýliðun og nýsköpun í matvælaframleiðslu og varða leiðina að aukinni verðmætasköpun á landsbyggðinni. Auk „nýrra róta“ þarf að taka fleiri skref. Þannig þarf að skerpa á stefnumótun og áherslum við nýtingu þjóðlendna og ríkisjarða, svo kynnt verða síðar. Ræktum framtíðina. Höfundur er bóndi og þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Ingi Pétursson Matvælaframleiðsla Framsóknarflokkurinn Byggðamál Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Það er kominn tími til að hugsa upp á nýtt hvernig við stuðlum að nýsköpun og nýliðun á landsbyggðinni. Hugmyndin um „Nýjar rætur“ er liður í þessu. Með þessari hugmynd er komið til móts við ungt fólk sem vill hefja matvælaframleiðslu, fóðurframleiðslu eða skógrækt. Kaupréttur til fimm ára Hugmyndin er á þá leið að t.d. Byggðastofnun, fyrir hönd ríkissjóðs, geti gengið inn í kauptilboð einstaklings (yngri en 45 ára) í jörð, sem seljandi jarðarinnar hefur þegar samþykkt. Gangi allt eftir, verður ríkissjóður tímabundið eigandi jarðarinnar, en upphaflegur tilboðsgjafi (nýliðinn) eignast kauprétt í jörðinni að fimm árum liðnum. Á þessum fimm árum fær nýliðinn tækifæri til að byggja upp þekkingu, stunda framleiðslu og eignast fjármagn til þess svo að nýta sér kaupréttinn og verða eigandi jarðarinnar. Ríkissjóður (Byggðastofnun) og leigutaki (nýliðinn) gera því næst samning um afnot af jörðinni og kauprétt. Kaupréttur nýliðans er jafnframt algert grundvallaratriði, enda miðast hugmyndin við að jarðnæði á Íslandi sé í einkaeigu, eins og frekast er unnt. Forsenda matvælaframleiðslu á Íslandi að nýliðun og nýsköpun sé tryggð Augljós markaðsbrestur Hugmyndinni er ætlað að leiðrétta augljósan markaðsbrest á lánsfjármarkaði. Forsenda matvælaframleiðslu, og skógræktar, er vitanlega jörð, land eða skiki, sem ungt fólk á erfitt með að fjármagna. Skilyrði kaupréttar verða vitanlega mörg. Framkvæma þarf ítarlega áreiðanleikakönnun áður en ríkissjóður gengur inn í kauptilboð, til að tryggja að áhætta ríkissjóðs sé í algjöru lágmarki. Leigutaki fær fimm ár til að byggja upp verðmæti og skapa nýjungar í sjálfbærri matvælaframleiðslu, nú eða skógrækt áður en ákvörðun er tekin um að virkja kaupréttarákvæðið. Lítið skref í rétta átt Fyrirkomulagið mun aðeins ná til afmarkaðs fjölda jarða, sem uppfylla ströng skilyrði um sjálfbæra landnýtingu, nýsköpun, nýliðun og nýtingar tækni eins og gervigreindar, þar sem það á við. Óþarfi er annars að fjalla á þessu stigi um tæknileg atriði, sem skyggja á megintilgang hugmyndarinnar. Hagsmunir ríkisins eru tryggðir til fulls þar sem jarðirnar eru keyptar á markaðsforsendum og eru líklegar til að hækka í verði yfir tíma. Þannig eignast ríkið – og þar með almenningur – verðmæti til framtíðar. Sérstök skilyrði verða um nýtingu fasteigna s.s. bygginga á jörðinni. Þá leiðir hugmyndin til þess að hugað verði að betri nýtingu ríkisjarða og þjóðlendna um allt land. Nýjar rætur „Nýjar rætur“ stuðla að því að landið sé í virkri rækt, byggðir styrkist um og ungu fólki sé umfram allt gefið raunhæft tækifæri til verðmætasköpunar. Nú er tími til kominn að við ræktum saman framtíðina og gefum ungu fólki möguleika, sem í dag eru nánast ekki til staðar, nema fyrir efnameiri einstaklinga eða fyrirtæki. Matvælaöryggi, auðlindir og tapaðar jarðir Í ljósi óvissu í alþjóðamálum og auknu mikilvægi fæðuöryggis, sem flestar Evrópuþjóðir stefna að, verðskuldar hugmyndin umræðu. Þá er staðreyndin sú að jarðir Íslands geyma auðlindir, sem við erum smám saman að missa úr landi, svo að segja. Erlendir aðilar eiga nú þegar fjöldann allan af dýrmætum jörðum, sem í sumum tilvikum eru notaðar til að flytja jarðefni til útlanda. Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi er dæmi um slíkt og er raunar sorgarsaga, enda jörðin keypt fyrir ígildi þriggja íbúða í Reykjavík. Aðrar jarðir landsins geyma t.a.m. rétt til lax- og silungsveiði, jarðhita eða nýtingar grunnvatns í stórum stíl, sem í mörgum tilvikum eru á hendi erlendra ríkisborgara. Ný hugsun Hugmyndinni að „Nýjum rótum“ er hvorki ætlað að koma í veg fyrir erlenda fjárfestingu eða kaup erlendra aðila á landi til búseti til skemmri eða lengri tíma. Henni er einfaldlega ætlað að taka á æpandi skorti á nýliðun og nýsköpun í matvælaframleiðslu og varða leiðina að aukinni verðmætasköpun á landsbyggðinni. Auk „nýrra róta“ þarf að taka fleiri skref. Þannig þarf að skerpa á stefnumótun og áherslum við nýtingu þjóðlendna og ríkisjarða, svo kynnt verða síðar. Ræktum framtíðina. Höfundur er bóndi og þingmaður Framsóknar.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun