Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. mars 2025 22:34 Forsetarnir tveir áttu kuldaleg og spennuþrungin orðaskipti á fundi í lok febrúar. AP/Mystyslav Chernov Donald Trump Bandaríkjaforseti og Volodímír Selenskí forseti Úkraínu sammæltust um að vinna saman að því að binda endi á stríðið við Rússa í klukkutíma löngu símtali í dag. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu þess efnis segir að símtalið hafi gengið „stórkostlega“. Símtalið var fyrsta samtal forsetanna tveggja eftir spennuþrunginn fund þeirra og J.D. Vance varaforseta Bandaríkjanna þann 28. febrúar síðastliðinn. Á honum sökuðu fulltrúar Bandaríkjanna Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi. Í tilkynningunni segir að í símtalinu hafi Selenskí þakkað Trump fyrir stuðning Bandaríkjamanna. Þá hafi þeir sammælst um að senda erindreka sína til fundar í Sádí-Arabíu á næstu dögum. Að auki hafi Selenskí beðið Trump um aukinn stuðning við varnir gegn loftárásum Rússa og Trump heitið því að aðstoða hann. Í símtalinu hafi Trump jafnframt sagt Selenskí frá því sem fór hans og Pútín Rússlandsforseta á milli í símtali í vikunni. Í því símtali hafnaði Pútín tillögu um þrjátíu daga vopnahlé, sem Trump hafði lagt fram og Úkraínumenn samþykkt. Þó hafi Pútín samþykkt að hlé yrði gert á árásum á orkuinnviði. Hléið virðist hafa staðið skammt yfir en í dag sögðu Rússar Úkraínuher hafa skotið á olíubirgðastöð í suðurhluta Rússlands meðan Úkraínumenn sökuðu Rússa um loftárásir á sjúkrahús. Selenskí lýsti símtalinu við Trump sem jákvæðu og einlægu. Þeir væru sammála um að halda áfram að beita sér fyrir tafarlausu vopnahléi. „Eitt fyrsta skrefið í átt að stríðslokum gæti verið að hætta öllum árásum á orkuinnviði og aðra innviði. Ég studdi þetta skref og Úkraína samþykkti að við erum reiðubúin að framkvæma það,“ skrifaði Selenskí að símtalinu loknu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Donald Trump Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Símtalið var fyrsta samtal forsetanna tveggja eftir spennuþrunginn fund þeirra og J.D. Vance varaforseta Bandaríkjanna þann 28. febrúar síðastliðinn. Á honum sökuðu fulltrúar Bandaríkjanna Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi. Í tilkynningunni segir að í símtalinu hafi Selenskí þakkað Trump fyrir stuðning Bandaríkjamanna. Þá hafi þeir sammælst um að senda erindreka sína til fundar í Sádí-Arabíu á næstu dögum. Að auki hafi Selenskí beðið Trump um aukinn stuðning við varnir gegn loftárásum Rússa og Trump heitið því að aðstoða hann. Í símtalinu hafi Trump jafnframt sagt Selenskí frá því sem fór hans og Pútín Rússlandsforseta á milli í símtali í vikunni. Í því símtali hafnaði Pútín tillögu um þrjátíu daga vopnahlé, sem Trump hafði lagt fram og Úkraínumenn samþykkt. Þó hafi Pútín samþykkt að hlé yrði gert á árásum á orkuinnviði. Hléið virðist hafa staðið skammt yfir en í dag sögðu Rússar Úkraínuher hafa skotið á olíubirgðastöð í suðurhluta Rússlands meðan Úkraínumenn sökuðu Rússa um loftárásir á sjúkrahús. Selenskí lýsti símtalinu við Trump sem jákvæðu og einlægu. Þeir væru sammála um að halda áfram að beita sér fyrir tafarlausu vopnahléi. „Eitt fyrsta skrefið í átt að stríðslokum gæti verið að hætta öllum árásum á orkuinnviði og aðra innviði. Ég studdi þetta skref og Úkraína samþykkti að við erum reiðubúin að framkvæma það,“ skrifaði Selenskí að símtalinu loknu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Donald Trump Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira