„Við bara byrjum að moka“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. mars 2025 23:31 Frá undirskrift ríkis og sveitarfélaga í Safnahúsinu í dag. Vísir Þjónusta við börn með fjölþættan vanda flyst frá sveitarfélögum til ríkisins samkvæmt samkomulagi stjórnvalda. Þá tekur ríkið alfarið yfir uppbyggingu hjúkrunarheimila . Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að kallað hafi verið eftir þessu í fimmtán ár. Félagsmálaráðherra vill byrja að moka. Samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um breytta ábyrgð á málefnum barna og uppbyggingu hjúkrunarheimila var undirritað í Safnahúsinu í dag. Í því felst að þjónusta við börn með fjölþættan vanda flyst alfarið til ríkisins þann 1. júní og að sveitarfélög sleppa nú við að greiða 15% stofnkostnað við hjúkrunarheimili. Þá mega þau nú innheimta gatnagerðargjöld. Heiða B. Hilmisdóttir sem á einn dag eftir sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er afar ánægð með samkomulagið. Ríki og sveitarfélög innsigluðu samkomulagið í Safnahúsinu. Vísir „Við höfum kallað eftir þessu síðan árið 2010 og loksins kemur hér ríkisstjórn sem gengur í málið,“ segir Heiða. Áshildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra segir brýnt að hafa hraðar hendur þegar kemur að börnum með fjölþættan vanda. „Uppbygging hefst sem allra fyrst því við þurfum strax í janúar á næsta ári að taka við börnum sem hafa verið í vistunum hér og þar um landið,“ segir Ásthildur. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir mikilvægt að byrja sem allra fyrst að reisa hjúkrunarheimili. Frá fundi í Safnahúsinu. Vísir „Það er brýnt að byrja að losa um þá hnúta sem hafa t.d. verið inn á Landspítalanum þar sem tugir eldri borgara hafa verið fastir. Okkur er ekkert að vanbúnaði. Það er meira segja búið að gefa mér skóflu koma með í ráðuneytið mitt. Við bara byrjum að moka“ segir Inga. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra býst við að árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna barna með fjölþættan vanda nemi um þremur milljörðum króna og kostnaður vegna hjúkrunarrýma um einn og hálfur til tveir milljarða króna. „Nú er það ríkið eitt sem stendur fyrir þessum kostnaði. Fjárhagsleg vandamál sveitarfélaganna standa ekki lengur í vegi fyrir ákvarðanatöku í þessum málaflokkum. Við vonumst auðvitað líka til þess að sveitarfélögin komi til móts við okkur að finna hentugar lóðir svo uppbyggingin geti hafist hratt,“ segir Daði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Ofbeldi gegn börnum Hjúkrunarheimili Landspítalinn Börn og uppeldi Mest lesið Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Innlent Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Innlent Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Innlent Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Sjá meira
Samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um breytta ábyrgð á málefnum barna og uppbyggingu hjúkrunarheimila var undirritað í Safnahúsinu í dag. Í því felst að þjónusta við börn með fjölþættan vanda flyst alfarið til ríkisins þann 1. júní og að sveitarfélög sleppa nú við að greiða 15% stofnkostnað við hjúkrunarheimili. Þá mega þau nú innheimta gatnagerðargjöld. Heiða B. Hilmisdóttir sem á einn dag eftir sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er afar ánægð með samkomulagið. Ríki og sveitarfélög innsigluðu samkomulagið í Safnahúsinu. Vísir „Við höfum kallað eftir þessu síðan árið 2010 og loksins kemur hér ríkisstjórn sem gengur í málið,“ segir Heiða. Áshildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra segir brýnt að hafa hraðar hendur þegar kemur að börnum með fjölþættan vanda. „Uppbygging hefst sem allra fyrst því við þurfum strax í janúar á næsta ári að taka við börnum sem hafa verið í vistunum hér og þar um landið,“ segir Ásthildur. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir mikilvægt að byrja sem allra fyrst að reisa hjúkrunarheimili. Frá fundi í Safnahúsinu. Vísir „Það er brýnt að byrja að losa um þá hnúta sem hafa t.d. verið inn á Landspítalanum þar sem tugir eldri borgara hafa verið fastir. Okkur er ekkert að vanbúnaði. Það er meira segja búið að gefa mér skóflu koma með í ráðuneytið mitt. Við bara byrjum að moka“ segir Inga. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra býst við að árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna barna með fjölþættan vanda nemi um þremur milljörðum króna og kostnaður vegna hjúkrunarrýma um einn og hálfur til tveir milljarða króna. „Nú er það ríkið eitt sem stendur fyrir þessum kostnaði. Fjárhagsleg vandamál sveitarfélaganna standa ekki lengur í vegi fyrir ákvarðanatöku í þessum málaflokkum. Við vonumst auðvitað líka til þess að sveitarfélögin komi til móts við okkur að finna hentugar lóðir svo uppbyggingin geti hafist hratt,“ segir Daði.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Ofbeldi gegn börnum Hjúkrunarheimili Landspítalinn Börn og uppeldi Mest lesið Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Innlent Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Innlent Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Innlent Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Sjá meira