„Við bara byrjum að moka“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. mars 2025 23:31 Frá undirskrift ríkis og sveitarfélaga í Safnahúsinu í dag. Vísir Þjónusta við börn með fjölþættan vanda flyst frá sveitarfélögum til ríkisins samkvæmt samkomulagi stjórnvalda. Þá tekur ríkið alfarið yfir uppbyggingu hjúkrunarheimila . Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að kallað hafi verið eftir þessu í fimmtán ár. Félagsmálaráðherra vill byrja að moka. Samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um breytta ábyrgð á málefnum barna og uppbyggingu hjúkrunarheimila var undirritað í Safnahúsinu í dag. Í því felst að þjónusta við börn með fjölþættan vanda flyst alfarið til ríkisins þann 1. júní og að sveitarfélög sleppa nú við að greiða 15% stofnkostnað við hjúkrunarheimili. Þá mega þau nú innheimta gatnagerðargjöld. Heiða B. Hilmisdóttir sem á einn dag eftir sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er afar ánægð með samkomulagið. Ríki og sveitarfélög innsigluðu samkomulagið í Safnahúsinu. Vísir „Við höfum kallað eftir þessu síðan árið 2010 og loksins kemur hér ríkisstjórn sem gengur í málið,“ segir Heiða. Áshildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra segir brýnt að hafa hraðar hendur þegar kemur að börnum með fjölþættan vanda. „Uppbygging hefst sem allra fyrst því við þurfum strax í janúar á næsta ári að taka við börnum sem hafa verið í vistunum hér og þar um landið,“ segir Ásthildur. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir mikilvægt að byrja sem allra fyrst að reisa hjúkrunarheimili. Frá fundi í Safnahúsinu. Vísir „Það er brýnt að byrja að losa um þá hnúta sem hafa t.d. verið inn á Landspítalanum þar sem tugir eldri borgara hafa verið fastir. Okkur er ekkert að vanbúnaði. Það er meira segja búið að gefa mér skóflu koma með í ráðuneytið mitt. Við bara byrjum að moka“ segir Inga. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra býst við að árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna barna með fjölþættan vanda nemi um þremur milljörðum króna og kostnaður vegna hjúkrunarrýma um einn og hálfur til tveir milljarða króna. „Nú er það ríkið eitt sem stendur fyrir þessum kostnaði. Fjárhagsleg vandamál sveitarfélaganna standa ekki lengur í vegi fyrir ákvarðanatöku í þessum málaflokkum. Við vonumst auðvitað líka til þess að sveitarfélögin komi til móts við okkur að finna hentugar lóðir svo uppbyggingin geti hafist hratt,“ segir Daði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Ofbeldi gegn börnum Hjúkrunarheimili Landspítalinn Börn og uppeldi Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um breytta ábyrgð á málefnum barna og uppbyggingu hjúkrunarheimila var undirritað í Safnahúsinu í dag. Í því felst að þjónusta við börn með fjölþættan vanda flyst alfarið til ríkisins þann 1. júní og að sveitarfélög sleppa nú við að greiða 15% stofnkostnað við hjúkrunarheimili. Þá mega þau nú innheimta gatnagerðargjöld. Heiða B. Hilmisdóttir sem á einn dag eftir sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er afar ánægð með samkomulagið. Ríki og sveitarfélög innsigluðu samkomulagið í Safnahúsinu. Vísir „Við höfum kallað eftir þessu síðan árið 2010 og loksins kemur hér ríkisstjórn sem gengur í málið,“ segir Heiða. Áshildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra segir brýnt að hafa hraðar hendur þegar kemur að börnum með fjölþættan vanda. „Uppbygging hefst sem allra fyrst því við þurfum strax í janúar á næsta ári að taka við börnum sem hafa verið í vistunum hér og þar um landið,“ segir Ásthildur. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir mikilvægt að byrja sem allra fyrst að reisa hjúkrunarheimili. Frá fundi í Safnahúsinu. Vísir „Það er brýnt að byrja að losa um þá hnúta sem hafa t.d. verið inn á Landspítalanum þar sem tugir eldri borgara hafa verið fastir. Okkur er ekkert að vanbúnaði. Það er meira segja búið að gefa mér skóflu koma með í ráðuneytið mitt. Við bara byrjum að moka“ segir Inga. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra býst við að árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna barna með fjölþættan vanda nemi um þremur milljörðum króna og kostnaður vegna hjúkrunarrýma um einn og hálfur til tveir milljarða króna. „Nú er það ríkið eitt sem stendur fyrir þessum kostnaði. Fjárhagsleg vandamál sveitarfélaganna standa ekki lengur í vegi fyrir ákvarðanatöku í þessum málaflokkum. Við vonumst auðvitað líka til þess að sveitarfélögin komi til móts við okkur að finna hentugar lóðir svo uppbyggingin geti hafist hratt,“ segir Daði.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Ofbeldi gegn börnum Hjúkrunarheimili Landspítalinn Börn og uppeldi Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent