Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. mars 2025 20:48 Liv Bergþórsdóttir segir sögu Guðjóns Más Guðjónssonar um uppbyggingu hans á Nova vera sögufölsun. VEX/Stöð 2 Liv Bergþórsdóttir, fyrrverandi forstjóri Nova, segir yfirlýsingar Guðjóns Más Guðjónssonar, stofnanda OZ og Íslandssíma, um aðkomu hans að uppbyggingu Nova vera sögufölsun og trúi hann því sjálfur stappi það „nærri siðblindu“. Guðjón Már fór yfir feril sinn í hlaðvarpsþættinum Íslenska drauminum og lýsti því þar hvernig hann tók að sér að stofna Nova fyrir Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, árið 2004. Viðskiptablaðið fjallaði fyrst um málið. „Nova var stofnað eftir að ég hitti á Bjögga og Novator menn á landsleik úti í Búlgaríu. Við pitch-um hugmyndinni að það væri hægt að setja upp 3G-fjarskiptanet mjög hratt með því að vinna með Orkuveitunni,“ segir Guðjón í þættinum. Guðjón stofnaði Íslandssíma árið 1998 en seldi sig út úr félaginu eftir hrun á fjármálamörkuðum. Sameinað félag Íslandssíma og Tal varð að Og Vodafone í apríl 2003. Vodafone hafi sofnaði á verðinum um það leyti „sem varð til þess að það kom hvati að stofnun Nova,“ segir Guðjón. Hann lýsir því síðan hvernig hann byggði upp Nova í tvö ár áður en hann afhenti Novator félagið. Liv og Jóakim hafi þá tekið við keflinu og byggt upp fjarskiptafyrirtækið. Ætlar ekki að sitja undir sögufölsun Liv Bergþórsdóttir, sem var forstjóri Nova í ellefu ár frá stofnun til 2018, hefur birt færslu á LinkedIn til að bregðast við yfirlýsingum Guðjóns. Hún segir margt sem hann segir í viðtalinu kolrangt og sé hún tilneydd til að leiðrétta það. „En það sem hann segir þarna opinberlega er sögufölsun og það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur. Undir þessu ætla ég ekki að sitja enda veit ég að félagar mínir í stofnun Nova, Joakim Reynisson og Björgólfur Thor og aðrir sem að uppbyggingunni komu taka undir með mér,“ segir hún í færslunni. Novator hafi gert „nákvæmlega það sama á Íslandi og þeir voru þegar að gera í 3G fjarskiptum erlendis,“ segir hún í færslunni. Hún segir Jóakim hafa unnið hjá Novator á þessum tíma. „Guðjón Már kom ekki með hugmyndina að Nova, hann kom ekki að því að móta stefnu félagsins og hann skapaði ekki vörumerkið Nova. Þá kom hann heldur ekki að uppbyggingu félagsins né rekstri þess nema sem verktaki í gegnum félag sitt Industria,“ segir hún. Vill ekki að boðið sé upp á sögufölsun Áhugi Guðjóns á verkefninu hafi verið öllum ljós að sögn Livar en hugmyndir hans ekki fallið að áformum Novator. Því hafi hún og Jóakim verið ráðin í verkefnið. Hún segist hafa unnið viðskiptaáætlun félagsins og leitt uppbyggingu þess ásamt Jóakim, starfsmönnum Novator og öðru góðu fólki. Guðjón Már hafi stofnað félagið Industria og Nova gert við hann þjónustusamning um uppsetningu fyrstu 3G-senda Nova. „Við áttum mjög gott samstarf við hann og félaga hans í Industria enda unnu þeir gott verk við að koma upp sendum félagsins. Guðjón hafði einnig mikinn áhuga á að vinna að efnisveitu fyrir Nova en ákvörðun var tekin um að fara aðrar leiðir,“ segir hún í færslunni. „Saga Nova og uppbygging fyrirtækisins er flestum sem til þekkja vel kunn. Öðrum sem minna þekkja til vil ég ekki að sé boðið upp á svona sögufölsun,“ segir Liv. Leitt að heyra fólk eigna sér afrek annarra Margrét Tryggvadóttir, núverandi forstjóri Nova, deilir færslunni og segir Liv og Jóakim vera einstaka leiðtoga sem hafi alið Nova-liðið vel upp. „Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri að taka þátt í vegferð Nova og leitt að lesa þegar aðrir ætla að eigna sér afrek annarra,“ skrifar hún. Fjöldi fólks hefur brugðist vel við færslu Livar, þar á meðal Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1; Guðrún Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Rue de Net; Arndís Kristjánsdóttir, eigandi Krambers og Þórhallur Jóhannsson, fjármálastjóri Novaþ Nova Fjarskipti Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Guðjón Már fór yfir feril sinn í hlaðvarpsþættinum Íslenska drauminum og lýsti því þar hvernig hann tók að sér að stofna Nova fyrir Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, árið 2004. Viðskiptablaðið fjallaði fyrst um málið. „Nova var stofnað eftir að ég hitti á Bjögga og Novator menn á landsleik úti í Búlgaríu. Við pitch-um hugmyndinni að það væri hægt að setja upp 3G-fjarskiptanet mjög hratt með því að vinna með Orkuveitunni,“ segir Guðjón í þættinum. Guðjón stofnaði Íslandssíma árið 1998 en seldi sig út úr félaginu eftir hrun á fjármálamörkuðum. Sameinað félag Íslandssíma og Tal varð að Og Vodafone í apríl 2003. Vodafone hafi sofnaði á verðinum um það leyti „sem varð til þess að það kom hvati að stofnun Nova,“ segir Guðjón. Hann lýsir því síðan hvernig hann byggði upp Nova í tvö ár áður en hann afhenti Novator félagið. Liv og Jóakim hafi þá tekið við keflinu og byggt upp fjarskiptafyrirtækið. Ætlar ekki að sitja undir sögufölsun Liv Bergþórsdóttir, sem var forstjóri Nova í ellefu ár frá stofnun til 2018, hefur birt færslu á LinkedIn til að bregðast við yfirlýsingum Guðjóns. Hún segir margt sem hann segir í viðtalinu kolrangt og sé hún tilneydd til að leiðrétta það. „En það sem hann segir þarna opinberlega er sögufölsun og það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur. Undir þessu ætla ég ekki að sitja enda veit ég að félagar mínir í stofnun Nova, Joakim Reynisson og Björgólfur Thor og aðrir sem að uppbyggingunni komu taka undir með mér,“ segir hún í færslunni. Novator hafi gert „nákvæmlega það sama á Íslandi og þeir voru þegar að gera í 3G fjarskiptum erlendis,“ segir hún í færslunni. Hún segir Jóakim hafa unnið hjá Novator á þessum tíma. „Guðjón Már kom ekki með hugmyndina að Nova, hann kom ekki að því að móta stefnu félagsins og hann skapaði ekki vörumerkið Nova. Þá kom hann heldur ekki að uppbyggingu félagsins né rekstri þess nema sem verktaki í gegnum félag sitt Industria,“ segir hún. Vill ekki að boðið sé upp á sögufölsun Áhugi Guðjóns á verkefninu hafi verið öllum ljós að sögn Livar en hugmyndir hans ekki fallið að áformum Novator. Því hafi hún og Jóakim verið ráðin í verkefnið. Hún segist hafa unnið viðskiptaáætlun félagsins og leitt uppbyggingu þess ásamt Jóakim, starfsmönnum Novator og öðru góðu fólki. Guðjón Már hafi stofnað félagið Industria og Nova gert við hann þjónustusamning um uppsetningu fyrstu 3G-senda Nova. „Við áttum mjög gott samstarf við hann og félaga hans í Industria enda unnu þeir gott verk við að koma upp sendum félagsins. Guðjón hafði einnig mikinn áhuga á að vinna að efnisveitu fyrir Nova en ákvörðun var tekin um að fara aðrar leiðir,“ segir hún í færslunni. „Saga Nova og uppbygging fyrirtækisins er flestum sem til þekkja vel kunn. Öðrum sem minna þekkja til vil ég ekki að sé boðið upp á svona sögufölsun,“ segir Liv. Leitt að heyra fólk eigna sér afrek annarra Margrét Tryggvadóttir, núverandi forstjóri Nova, deilir færslunni og segir Liv og Jóakim vera einstaka leiðtoga sem hafi alið Nova-liðið vel upp. „Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri að taka þátt í vegferð Nova og leitt að lesa þegar aðrir ætla að eigna sér afrek annarra,“ skrifar hún. Fjöldi fólks hefur brugðist vel við færslu Livar, þar á meðal Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1; Guðrún Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Rue de Net; Arndís Kristjánsdóttir, eigandi Krambers og Þórhallur Jóhannsson, fjármálastjóri Novaþ
Nova Fjarskipti Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira