Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Árni Sæberg skrifar 21. mars 2025 17:03 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Maltneskt dótturfélag flugfélagsins Play hefur auglýst í lausar stöður flugliða, svokallaðra fyrstu freyja. Launin sem boðið er upp á eru 217 þúsund krónur á mánuði og veikindadagar eru fimm á ári. Ekki er um að ræða flugliða sem fljúga til og frá Íslandi. Stöðurnar eru auglýstar í gegnum hollensku ráðningarskrifstofuna Confair aviation. Á vef fyrirtækisins má sjá auglýsingar fyrir stöður fyrstu freyja, flugmanna og flugstjóra. Í auglýsingunum koma upplýsingar um kaup og kjör ekki fram en Vísir hefur nánari upplýsingar um stöðu fyrstu freyju undir höndum. Fljúga ekki til Íslands Félagið sem um ræðir er Fly Play Europe, maltneskt dótturfélag hins íslenska Play. Tilkynnt var um endurskipulagningu reksturs Play og stofnun maltnesks dótturfélags í október síðastliðnum. „Play verður áfram íslenskt lágfargjaldafélag, með meiri hlutann af sínum vélum í rekstri frá Keflavík,“ sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, í samtali við fréttastofu á sínum tíma. Aftur á móti yrði einhver hluti flugflota félagsins nýttar í starfsemi fyrir aðra flugrekendur, ekki undir merkjum Play og með erlendar áhafnir. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, segir í svari við fyrirspurn Vísis að Play Europe sé maltneskt flugfélag og verði einungis með flugstarfsemi utan Íslands. Þannig verði ekki flogið til og frá Íslandi heldur frá borgum í Austur-Evrópu og ekki undir vörumerki Play. Launin sem komi fram í auglýsingunni séu í samræmi við laun fyrir sambærilegar stöður á þeim stöðum sem flogið verður frá. Heildarlaunin 1.500 evrur miðað við lágmarkstíma Í auglýsingunni segir að heimavellir sem flogið verði frá séu flugvöllurinn í Katowice í Póllandi og flugvöllurinn í Kisíná í Moldóvu. Annars vegar sé um að ræða störf þar sem er unnið 20 daga á mánuði og hins vegar 23 daga. Ferðalög til og frá heimavelli séu talin með í unnum dögum. Félagið muni sjá starfsmönnum fyrir fari milli heimilis og heimavallar fyrir hverja törn. Þá muni félagið hýsa starfsmenn á heimavellinum og útivöllum. Innifalið sé morgunmatur, internettenging og aðgangur að þvottahúsi. Í auglýsingunni segir að heildarlaun séu að meðaltali 1.500 evrur, 217 þúsund íslenskar krónur, á mánuði. Að sögn Birgis er um að ræða laun fyrir lágmarksflugtíma. Í auglýsingunni er tekið fram að laun séu greidd á vinnustað en unnt sé að óska eftir að laun séu greidd í heimalandi starfsmanns. Fimm daga veikindaréttur og engar tryggingar Í auglýsingunni segir hvað varðar önnur kjör að starfsmenn njóti 24 orlofsdaga á ári, sem skuli taka á svokölluðum OFF dögum. Fyrstu freyjur þurfi að sjá fyrir eigin tryggingum (e. social coverage). Loks segir að veikindadagar séu fimm á ári. Play Malta Moldóva Pólland Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Sækja um leyfi á Möltu Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis. 16. október 2024 16:57 Play í frjálsu falli Hlutabréfaverð flugfélagsins Play er í frjálsu falli eftir tilkynningu um breytingu á rekstrarformi félagsins í vikunni. Einn af fjórum stærstu hluthöfum félagsins seldi 71 milljón hluta í morgun á genginu ein króna á hlut. Dagslokagengið á miðvikudag var 1,92 krónur. 18. október 2024 11:49 Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sjá meira
Stöðurnar eru auglýstar í gegnum hollensku ráðningarskrifstofuna Confair aviation. Á vef fyrirtækisins má sjá auglýsingar fyrir stöður fyrstu freyja, flugmanna og flugstjóra. Í auglýsingunum koma upplýsingar um kaup og kjör ekki fram en Vísir hefur nánari upplýsingar um stöðu fyrstu freyju undir höndum. Fljúga ekki til Íslands Félagið sem um ræðir er Fly Play Europe, maltneskt dótturfélag hins íslenska Play. Tilkynnt var um endurskipulagningu reksturs Play og stofnun maltnesks dótturfélags í október síðastliðnum. „Play verður áfram íslenskt lágfargjaldafélag, með meiri hlutann af sínum vélum í rekstri frá Keflavík,“ sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, í samtali við fréttastofu á sínum tíma. Aftur á móti yrði einhver hluti flugflota félagsins nýttar í starfsemi fyrir aðra flugrekendur, ekki undir merkjum Play og með erlendar áhafnir. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, segir í svari við fyrirspurn Vísis að Play Europe sé maltneskt flugfélag og verði einungis með flugstarfsemi utan Íslands. Þannig verði ekki flogið til og frá Íslandi heldur frá borgum í Austur-Evrópu og ekki undir vörumerki Play. Launin sem komi fram í auglýsingunni séu í samræmi við laun fyrir sambærilegar stöður á þeim stöðum sem flogið verður frá. Heildarlaunin 1.500 evrur miðað við lágmarkstíma Í auglýsingunni segir að heimavellir sem flogið verði frá séu flugvöllurinn í Katowice í Póllandi og flugvöllurinn í Kisíná í Moldóvu. Annars vegar sé um að ræða störf þar sem er unnið 20 daga á mánuði og hins vegar 23 daga. Ferðalög til og frá heimavelli séu talin með í unnum dögum. Félagið muni sjá starfsmönnum fyrir fari milli heimilis og heimavallar fyrir hverja törn. Þá muni félagið hýsa starfsmenn á heimavellinum og útivöllum. Innifalið sé morgunmatur, internettenging og aðgangur að þvottahúsi. Í auglýsingunni segir að heildarlaun séu að meðaltali 1.500 evrur, 217 þúsund íslenskar krónur, á mánuði. Að sögn Birgis er um að ræða laun fyrir lágmarksflugtíma. Í auglýsingunni er tekið fram að laun séu greidd á vinnustað en unnt sé að óska eftir að laun séu greidd í heimalandi starfsmanns. Fimm daga veikindaréttur og engar tryggingar Í auglýsingunni segir hvað varðar önnur kjör að starfsmenn njóti 24 orlofsdaga á ári, sem skuli taka á svokölluðum OFF dögum. Fyrstu freyjur þurfi að sjá fyrir eigin tryggingum (e. social coverage). Loks segir að veikindadagar séu fimm á ári.
Play Malta Moldóva Pólland Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Sækja um leyfi á Möltu Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis. 16. október 2024 16:57 Play í frjálsu falli Hlutabréfaverð flugfélagsins Play er í frjálsu falli eftir tilkynningu um breytingu á rekstrarformi félagsins í vikunni. Einn af fjórum stærstu hluthöfum félagsins seldi 71 milljón hluta í morgun á genginu ein króna á hlut. Dagslokagengið á miðvikudag var 1,92 krónur. 18. október 2024 11:49 Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sjá meira
Sækja um leyfi á Möltu Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis. 16. október 2024 16:57
Play í frjálsu falli Hlutabréfaverð flugfélagsins Play er í frjálsu falli eftir tilkynningu um breytingu á rekstrarformi félagsins í vikunni. Einn af fjórum stærstu hluthöfum félagsins seldi 71 milljón hluta í morgun á genginu ein króna á hlut. Dagslokagengið á miðvikudag var 1,92 krónur. 18. október 2024 11:49