Sér ekkert vopnahlé í kortunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2025 12:46 Óskar Hallgrímsson ræddi við fréttastofu í Úkraínu í morgun. Vísir/Elín Margrét Óskar Hallgrímsson, Íslendingur búsettur í Úkraínu telur engar líkur á að forseti Rússlands fallist á þrjátíu daga vopnahlé. Kröfur hans séu þær sömu og áður og engin ástæða til að ætla að hann breyti þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti ætla að ræða saman á morgun um mögulegt samkomulag um vopnahlé í Úkraínu. Á sama tíma héldu árásir Rússa áfram víðsvegar í Úkraínu í nótt. Elín Margrét Böðvarsdóttir, fréttamaður okkar er stödd í Úkraínu. Hún kom til Kænugarðs ásamt hópi íslenskra fréttamanna í gærkvöldi. „Og vöknuðum flest upp við loftvarnarflautur klukkan hálf eitt í nótt sem var auðvitað fyrir okkur sem erum ekki vön mjög sérkennileg upplifun. En þetta er daglegt brauð hjá þeim sem hérna búa. Við verðum hér í nokkra daga og ætlum að ræða við fólk, skoða og hlusta.“ Lík úkraínsks hermanns í Kursk héraði sem Rússar tóku yfir á dögunum. Rússneska varnarmálaráðuneytið tóku myndina og komu til AP fréttaveitunnar.AP Fjölmiðlafólkið er statt í litlu þorpi fyrir utan Kiev og ræddi Elín Margrét við konu frá Mariupol í morgun. Sú er ekkja eftir að maður hennar lést í innrásinni. Viðtalið verður spilað í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Elín hitti líka Óskar Hallgrímsson, ljósmyndara sem er búsettur ytra og hefur flutt fregnir af innrásinni undanfarin ár. Hann er ekki bjartsýnn á að af vopnahléi verði. „Ég tel líkurnar nánast engar. Rússar hafa þannig séð enga ástæðu til að hætta. Það er engin þrýstingur á þá hernaðarlega séð. Þeir eru ekki í slæmri stöðu upp á það að gera. Ég veit ekki hvað Pútín er að gera. Hann gæti verið að vefja Trump svolítið um fingur sér en ég tel nánast engar líkur á að það náist einhvers konar vopnahlé,“ segir Óskar. Hann er ánægður með Selenskí Úkraínuforseta að tala fyrir vopnahléi. „Selinsky sagði, ok stoppum, hættum að berjast, tölum saman. Ég er til í það. Á meðan Pútín sagði nákvæmlega sömu kröfu og hann hefur alltaf sagt. Hann hefur ekki breytt neinum kröfum frá því hann byrjaði stríðið.“ Pútín standi fastur á kröfu sinni að fá undir Rússland héruð í Úkraínu sem ráðist hefur verið inn í. „Héruð sem hann segist eiga og vill fá þau, hann hefur ekki breytt kröfum sínum neitt. Það er töluvert mikill munur og töluverð brú þar á milli.“ Elín Margrét segir hópinn dvelja á hóteli í miðborg Kænugarðs þar sem séu nokkuð góðar loftvarnir. Blaðamennirnir ætli að fara að öllu með gát við að afla frétta fyrir landsmenn. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti ætla að ræða saman á morgun um mögulegt samkomulag um vopnahlé í Úkraínu. Á sama tíma héldu árásir Rússa áfram víðsvegar í Úkraínu í nótt. Elín Margrét Böðvarsdóttir, fréttamaður okkar er stödd í Úkraínu. Hún kom til Kænugarðs ásamt hópi íslenskra fréttamanna í gærkvöldi. „Og vöknuðum flest upp við loftvarnarflautur klukkan hálf eitt í nótt sem var auðvitað fyrir okkur sem erum ekki vön mjög sérkennileg upplifun. En þetta er daglegt brauð hjá þeim sem hérna búa. Við verðum hér í nokkra daga og ætlum að ræða við fólk, skoða og hlusta.“ Lík úkraínsks hermanns í Kursk héraði sem Rússar tóku yfir á dögunum. Rússneska varnarmálaráðuneytið tóku myndina og komu til AP fréttaveitunnar.AP Fjölmiðlafólkið er statt í litlu þorpi fyrir utan Kiev og ræddi Elín Margrét við konu frá Mariupol í morgun. Sú er ekkja eftir að maður hennar lést í innrásinni. Viðtalið verður spilað í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Elín hitti líka Óskar Hallgrímsson, ljósmyndara sem er búsettur ytra og hefur flutt fregnir af innrásinni undanfarin ár. Hann er ekki bjartsýnn á að af vopnahléi verði. „Ég tel líkurnar nánast engar. Rússar hafa þannig séð enga ástæðu til að hætta. Það er engin þrýstingur á þá hernaðarlega séð. Þeir eru ekki í slæmri stöðu upp á það að gera. Ég veit ekki hvað Pútín er að gera. Hann gæti verið að vefja Trump svolítið um fingur sér en ég tel nánast engar líkur á að það náist einhvers konar vopnahlé,“ segir Óskar. Hann er ánægður með Selenskí Úkraínuforseta að tala fyrir vopnahléi. „Selinsky sagði, ok stoppum, hættum að berjast, tölum saman. Ég er til í það. Á meðan Pútín sagði nákvæmlega sömu kröfu og hann hefur alltaf sagt. Hann hefur ekki breytt neinum kröfum frá því hann byrjaði stríðið.“ Pútín standi fastur á kröfu sinni að fá undir Rússland héruð í Úkraínu sem ráðist hefur verið inn í. „Héruð sem hann segist eiga og vill fá þau, hann hefur ekki breytt kröfum sínum neitt. Það er töluvert mikill munur og töluverð brú þar á milli.“ Elín Margrét segir hópinn dvelja á hóteli í miðborg Kænugarðs þar sem séu nokkuð góðar loftvarnir. Blaðamennirnir ætli að fara að öllu með gát við að afla frétta fyrir landsmenn.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira