Sér ekkert vopnahlé í kortunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2025 12:46 Óskar Hallgrímsson ræddi við fréttastofu í Úkraínu í morgun. Vísir/Elín Margrét Óskar Hallgrímsson, Íslendingur búsettur í Úkraínu telur engar líkur á að forseti Rússlands fallist á þrjátíu daga vopnahlé. Kröfur hans séu þær sömu og áður og engin ástæða til að ætla að hann breyti þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti ætla að ræða saman á morgun um mögulegt samkomulag um vopnahlé í Úkraínu. Á sama tíma héldu árásir Rússa áfram víðsvegar í Úkraínu í nótt. Elín Margrét Böðvarsdóttir, fréttamaður okkar er stödd í Úkraínu. Hún kom til Kænugarðs ásamt hópi íslenskra fréttamanna í gærkvöldi. „Og vöknuðum flest upp við loftvarnarflautur klukkan hálf eitt í nótt sem var auðvitað fyrir okkur sem erum ekki vön mjög sérkennileg upplifun. En þetta er daglegt brauð hjá þeim sem hérna búa. Við verðum hér í nokkra daga og ætlum að ræða við fólk, skoða og hlusta.“ Lík úkraínsks hermanns í Kursk héraði sem Rússar tóku yfir á dögunum. Rússneska varnarmálaráðuneytið tóku myndina og komu til AP fréttaveitunnar.AP Fjölmiðlafólkið er statt í litlu þorpi fyrir utan Kiev og ræddi Elín Margrét við konu frá Mariupol í morgun. Sú er ekkja eftir að maður hennar lést í innrásinni. Viðtalið verður spilað í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Elín hitti líka Óskar Hallgrímsson, ljósmyndara sem er búsettur ytra og hefur flutt fregnir af innrásinni undanfarin ár. Hann er ekki bjartsýnn á að af vopnahléi verði. „Ég tel líkurnar nánast engar. Rússar hafa þannig séð enga ástæðu til að hætta. Það er engin þrýstingur á þá hernaðarlega séð. Þeir eru ekki í slæmri stöðu upp á það að gera. Ég veit ekki hvað Pútín er að gera. Hann gæti verið að vefja Trump svolítið um fingur sér en ég tel nánast engar líkur á að það náist einhvers konar vopnahlé,“ segir Óskar. Hann er ánægður með Selenskí Úkraínuforseta að tala fyrir vopnahléi. „Selinsky sagði, ok stoppum, hættum að berjast, tölum saman. Ég er til í það. Á meðan Pútín sagði nákvæmlega sömu kröfu og hann hefur alltaf sagt. Hann hefur ekki breytt neinum kröfum frá því hann byrjaði stríðið.“ Pútín standi fastur á kröfu sinni að fá undir Rússland héruð í Úkraínu sem ráðist hefur verið inn í. „Héruð sem hann segist eiga og vill fá þau, hann hefur ekki breytt kröfum sínum neitt. Það er töluvert mikill munur og töluverð brú þar á milli.“ Elín Margrét segir hópinn dvelja á hóteli í miðborg Kænugarðs þar sem séu nokkuð góðar loftvarnir. Blaðamennirnir ætli að fara að öllu með gát við að afla frétta fyrir landsmenn. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti ætla að ræða saman á morgun um mögulegt samkomulag um vopnahlé í Úkraínu. Á sama tíma héldu árásir Rússa áfram víðsvegar í Úkraínu í nótt. Elín Margrét Böðvarsdóttir, fréttamaður okkar er stödd í Úkraínu. Hún kom til Kænugarðs ásamt hópi íslenskra fréttamanna í gærkvöldi. „Og vöknuðum flest upp við loftvarnarflautur klukkan hálf eitt í nótt sem var auðvitað fyrir okkur sem erum ekki vön mjög sérkennileg upplifun. En þetta er daglegt brauð hjá þeim sem hérna búa. Við verðum hér í nokkra daga og ætlum að ræða við fólk, skoða og hlusta.“ Lík úkraínsks hermanns í Kursk héraði sem Rússar tóku yfir á dögunum. Rússneska varnarmálaráðuneytið tóku myndina og komu til AP fréttaveitunnar.AP Fjölmiðlafólkið er statt í litlu þorpi fyrir utan Kiev og ræddi Elín Margrét við konu frá Mariupol í morgun. Sú er ekkja eftir að maður hennar lést í innrásinni. Viðtalið verður spilað í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Elín hitti líka Óskar Hallgrímsson, ljósmyndara sem er búsettur ytra og hefur flutt fregnir af innrásinni undanfarin ár. Hann er ekki bjartsýnn á að af vopnahléi verði. „Ég tel líkurnar nánast engar. Rússar hafa þannig séð enga ástæðu til að hætta. Það er engin þrýstingur á þá hernaðarlega séð. Þeir eru ekki í slæmri stöðu upp á það að gera. Ég veit ekki hvað Pútín er að gera. Hann gæti verið að vefja Trump svolítið um fingur sér en ég tel nánast engar líkur á að það náist einhvers konar vopnahlé,“ segir Óskar. Hann er ánægður með Selenskí Úkraínuforseta að tala fyrir vopnahléi. „Selinsky sagði, ok stoppum, hættum að berjast, tölum saman. Ég er til í það. Á meðan Pútín sagði nákvæmlega sömu kröfu og hann hefur alltaf sagt. Hann hefur ekki breytt neinum kröfum frá því hann byrjaði stríðið.“ Pútín standi fastur á kröfu sinni að fá undir Rússland héruð í Úkraínu sem ráðist hefur verið inn í. „Héruð sem hann segist eiga og vill fá þau, hann hefur ekki breytt kröfum sínum neitt. Það er töluvert mikill munur og töluverð brú þar á milli.“ Elín Margrét segir hópinn dvelja á hóteli í miðborg Kænugarðs þar sem séu nokkuð góðar loftvarnir. Blaðamennirnir ætli að fara að öllu með gát við að afla frétta fyrir landsmenn.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira