Sér ekkert vopnahlé í kortunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2025 12:46 Óskar Hallgrímsson ræddi við fréttastofu í Úkraínu í morgun. Vísir/Elín Margrét Óskar Hallgrímsson, Íslendingur búsettur í Úkraínu telur engar líkur á að forseti Rússlands fallist á þrjátíu daga vopnahlé. Kröfur hans séu þær sömu og áður og engin ástæða til að ætla að hann breyti þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti ætla að ræða saman á morgun um mögulegt samkomulag um vopnahlé í Úkraínu. Á sama tíma héldu árásir Rússa áfram víðsvegar í Úkraínu í nótt. Elín Margrét Böðvarsdóttir, fréttamaður okkar er stödd í Úkraínu. Hún kom til Kænugarðs ásamt hópi íslenskra fréttamanna í gærkvöldi. „Og vöknuðum flest upp við loftvarnarflautur klukkan hálf eitt í nótt sem var auðvitað fyrir okkur sem erum ekki vön mjög sérkennileg upplifun. En þetta er daglegt brauð hjá þeim sem hérna búa. Við verðum hér í nokkra daga og ætlum að ræða við fólk, skoða og hlusta.“ Lík úkraínsks hermanns í Kursk héraði sem Rússar tóku yfir á dögunum. Rússneska varnarmálaráðuneytið tóku myndina og komu til AP fréttaveitunnar.AP Fjölmiðlafólkið er statt í litlu þorpi fyrir utan Kiev og ræddi Elín Margrét við konu frá Mariupol í morgun. Sú er ekkja eftir að maður hennar lést í innrásinni. Viðtalið verður spilað í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Elín hitti líka Óskar Hallgrímsson, ljósmyndara sem er búsettur ytra og hefur flutt fregnir af innrásinni undanfarin ár. Hann er ekki bjartsýnn á að af vopnahléi verði. „Ég tel líkurnar nánast engar. Rússar hafa þannig séð enga ástæðu til að hætta. Það er engin þrýstingur á þá hernaðarlega séð. Þeir eru ekki í slæmri stöðu upp á það að gera. Ég veit ekki hvað Pútín er að gera. Hann gæti verið að vefja Trump svolítið um fingur sér en ég tel nánast engar líkur á að það náist einhvers konar vopnahlé,“ segir Óskar. Hann er ánægður með Selenskí Úkraínuforseta að tala fyrir vopnahléi. „Selinsky sagði, ok stoppum, hættum að berjast, tölum saman. Ég er til í það. Á meðan Pútín sagði nákvæmlega sömu kröfu og hann hefur alltaf sagt. Hann hefur ekki breytt neinum kröfum frá því hann byrjaði stríðið.“ Pútín standi fastur á kröfu sinni að fá undir Rússland héruð í Úkraínu sem ráðist hefur verið inn í. „Héruð sem hann segist eiga og vill fá þau, hann hefur ekki breytt kröfum sínum neitt. Það er töluvert mikill munur og töluverð brú þar á milli.“ Elín Margrét segir hópinn dvelja á hóteli í miðborg Kænugarðs þar sem séu nokkuð góðar loftvarnir. Blaðamennirnir ætli að fara að öllu með gát við að afla frétta fyrir landsmenn. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti ætla að ræða saman á morgun um mögulegt samkomulag um vopnahlé í Úkraínu. Á sama tíma héldu árásir Rússa áfram víðsvegar í Úkraínu í nótt. Elín Margrét Böðvarsdóttir, fréttamaður okkar er stödd í Úkraínu. Hún kom til Kænugarðs ásamt hópi íslenskra fréttamanna í gærkvöldi. „Og vöknuðum flest upp við loftvarnarflautur klukkan hálf eitt í nótt sem var auðvitað fyrir okkur sem erum ekki vön mjög sérkennileg upplifun. En þetta er daglegt brauð hjá þeim sem hérna búa. Við verðum hér í nokkra daga og ætlum að ræða við fólk, skoða og hlusta.“ Lík úkraínsks hermanns í Kursk héraði sem Rússar tóku yfir á dögunum. Rússneska varnarmálaráðuneytið tóku myndina og komu til AP fréttaveitunnar.AP Fjölmiðlafólkið er statt í litlu þorpi fyrir utan Kiev og ræddi Elín Margrét við konu frá Mariupol í morgun. Sú er ekkja eftir að maður hennar lést í innrásinni. Viðtalið verður spilað í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Elín hitti líka Óskar Hallgrímsson, ljósmyndara sem er búsettur ytra og hefur flutt fregnir af innrásinni undanfarin ár. Hann er ekki bjartsýnn á að af vopnahléi verði. „Ég tel líkurnar nánast engar. Rússar hafa þannig séð enga ástæðu til að hætta. Það er engin þrýstingur á þá hernaðarlega séð. Þeir eru ekki í slæmri stöðu upp á það að gera. Ég veit ekki hvað Pútín er að gera. Hann gæti verið að vefja Trump svolítið um fingur sér en ég tel nánast engar líkur á að það náist einhvers konar vopnahlé,“ segir Óskar. Hann er ánægður með Selenskí Úkraínuforseta að tala fyrir vopnahléi. „Selinsky sagði, ok stoppum, hættum að berjast, tölum saman. Ég er til í það. Á meðan Pútín sagði nákvæmlega sömu kröfu og hann hefur alltaf sagt. Hann hefur ekki breytt neinum kröfum frá því hann byrjaði stríðið.“ Pútín standi fastur á kröfu sinni að fá undir Rússland héruð í Úkraínu sem ráðist hefur verið inn í. „Héruð sem hann segist eiga og vill fá þau, hann hefur ekki breytt kröfum sínum neitt. Það er töluvert mikill munur og töluverð brú þar á milli.“ Elín Margrét segir hópinn dvelja á hóteli í miðborg Kænugarðs þar sem séu nokkuð góðar loftvarnir. Blaðamennirnir ætli að fara að öllu með gát við að afla frétta fyrir landsmenn.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira