„Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Lovísa Arnardóttir skrifar 17. mars 2025 09:41 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra svaraði spurningum hlustenda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir meira af ófjármögnuðum útgjöldum en hún hafi átt von á. Ríkiskassinn sé ekki tómur en það þurfi að passa afskaplega vel upp á það sem er í honum. Það þurfi að passa að tekjur dugi fyrir útgjöldum og þannig hafi það ekki verið í mörg ár. Kristrún segir það verða lykilatriði ríkisstjórnarinnar í næstu fjármálaáætlun „að loka gatinu“ en það verði þó ekki gert án þess að passa upp á innviði samfélagsins. Kristrún fór yfir þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt því að svara mörgum spurningum frá hlustendum um til dæmis kostnað í varnar- og öryggismálum í Úkraínu, aðstoð við börn með fjölþættan vanda og stöðu Ríkisútvarpsins. Kristrún sagði stjórnvöld borga háa vexti af lánum og það kosti mikið og það skipti miklu í samhengi alþjóðamála og verðbólgu að geta brugðist við og eiga til sjóði til þess. „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt,“ segir Kristrún. Það séu meiri leifar af ófjármögnuðum útgjöldum í framtíðinni úr lagasetningu síðustu ríkisstjórnar. Örorka og nýja fangelsið Hún segir sem dæmi veikleika á sviði örorku og endurhæfingar og það hafi ekki verið búið að gera ráð fyrir útgjöldum. Þá sé einnig kostnaður við nýtt fangelsi sem hafi ekki verið búið að gera ráð fyrir en hafi verið vitað við lok kjörtímabils. Kristrún segir þetta hluti sem ríkisstjórnin vildi standa við en gatið í fjárlögunum sé stærra en þau bjuggust við. Áskorunin að fara betur með ríkisfé sé enn meiri. Hagræðingartillögurnar hafi verið liður í viðbrögðum við því en svo þurfi einnig að huga betur að tekjuaukningu. Hvað varðar til dæmis útgjöld til varnarmála í Úkraínu þegar staðan sé svona segir Kristrún mikilvægt að það þau séu sett í samhengi. Hér búi fólk við frið og öryggi því Ísland sé partur af alþjóðasáttmálum og Ísland verði að taka þátt í því. Það verði að vera sátt, innan alþjóðasamfélagsins, við þátttöku Íslands. Kristrún segir peningana sem Ísland greiði til Úkraínu til dæmis fara í jarðsprengjuleit í sveitum og í danska prógrammið sem fer í að framleiða vopn í Úkraínu. Það sé passað að peningarnir fari á rétta staði. „Við eigum ofboðslega mikið undir að Rússar vinni ekki þetta stríð.“ Verði að tryggja varnar- og öryggismál Kristrún segir Ísland hafa tekið þátt í vopnakaupum og vopnaflutningum í gegnum tíðina. Það hafi ekki verið í fyrsta sinn í þessu stríði. Það hafi ekki verið svona átök, í okkar bakgarði frá seinni heimsstyrjöldinni, og það sé hagsmunamál fyrir Íslendinga að Úkraína tapi ekki þessu stríði. Stór hluti fjármagnsins fari í mannúðarmál og stærstur hluti þess fari í enduruppbyggingu svæðisins. Hlustendur spurðu forsætisráðherra ýmissa spurninga. Sem dæmi svaraði Kristrún spurningu um bílastæðagjöld á flugvöllum og sagði gott og gilt að skoða betur þann kostnað. Sjálf hafi hún meiri áhyggjur af kostnaði við innanlandsflug og öryggi í flugi. Það þurfi að skoða heildrænan kostnað landsbyggðarinnar við almenningssamgöngur. Aðkoma lífeyrissjóðanna að innviðauppbyggingu bar á góma. Það lægi fyrir að það vanti tugi milljarða í viðhald í vegakerfinu og auk þess vanti meira fjármagn í stórar framkvæmdir og jarðgögn. Ný ríkisstjórn stefni að því í nýrri fjármálaáætlun að auka fjármagn í viðhald vega og þjónustu. Á sama tíma sé ríkisstjórnin að skoða hvernig hægt sé að búa til fyrirkomulag fyrir lífeyrissjóðina til að koma inn. Útilokar ekki aðkomu lífeyrissjóða að innviðauppbyggingu „Það gæti meðal annars verið í gegnum eitthvað ríkisfélag,“ segir Kristrún og nefndi í því samhengi Isavia og Landsvirkjun sem séu lifandi félög í fjárfestingum á vegum ríkisins. Kristrún segist ekki sjá galla við það að lífeyrissjóðir kæmu að innviðauppbyggingu og það verði unnið að því að finna eitthvað snið sem henti. Það sé kortlagning í gangi og það þurfi hreinlega að taka ákvarðanir en þetta þurfi að vera á formi sem henti stjórnvöldum og íslenskum lífeyrissjóðum. Kristrún svaraði einnig spurningu um flutning fjölskyldu þolanda úr hverfi í kjölfar ofbeldis. Hún sagði alls ekki eðlilegt að það væri staðan. Þetta sé erfiður málaflokkur en ríkið ætli til dæmis að taka að sér þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda og taka þannig þjónustuna af sveitarfélögunum. Þjónustan hafi verið tilfallandi en það eigi að samþætta hana og þannig bindur hún vonir við að sveitarfélögin geti eflt þjónustu sína á fyrsta og öðru stigi. Kristrún segir stóran hluta af lausninni að auka fjármagn í úrræði. Það hafi skort samhæfingu, ábyrgð og fjármagn. Það muni taka tíma að leysa þetta en stjórnvöld hafi fullan hug á að gera það. Þriðja stigs þjónusta hjá ríkinu Hún segir eitt vandamálið að landinu sé stjórnað í hólfum. Hver sé með sitt ráðuneyti, svo komi sveitarstjórn en það þurfi að komast yfir þann hugsunarhátt til að hægt sé að stjórna sem heild. Kristrún svaraði því einnig hvort það væri eðlilegt að öryrkjar og lífeyrisþegar þurfi að fara af Íslandi til að láta tekjur sínar duga. Hún segir stjórnvöld ætla að bregðast við þessu. Það eigi að hækka frítekjumark til að minnka skerðingar og það eigi einnig að breyta lögum þannig að almannatryggingar og ellilífeyrir fylgi launavísitölu. Þá var Kristrún einnig spurð um stöðu RÚV því ekki var að finna tillögur um fjölmiðilinn í hagræðingartillögum. Kristrún sagði hafna vinnu hjá stjórnvöldum að endurskoða fyrirkomulag fjárveitinga til fjölmiðla. Styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla hafi verið framlengdar en það eigi að skoða stöðu RÚV og auglýsingasölu þeirra. Í samhengi við það þurfi að skoða stöðu RÚV og hlutverk miðilsins. Verði það síðasta að hækka tekjuskattinn Kristrún segir það sitt síðasta úrræði að hækka tekjuskatt til að „loka gatinu“ og það sama eigi við um að hækka skatt á fyrirtæki. Það eigi að fara í auknar hagræðingaraðgerðir sem snúi að betri nýtingu fjármagns og gjaldtöku í auðlindum eins og sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Verði eitthvað skoðað í tengslum við tekjuskatt verði það í tengslum við það að styrkja varnar- og öryggismál á Íslandi. Það sé ekki til umræðu að stofna her heldur styrkja það sem fyrir er, Landhelgisgæsluna og landamæraeftirlitið. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lífeyrissjóðir Fjölmiðlar Fangelsismál Innrás Rússa í Úkraínu Barnavernd Ofbeldi barna Skattar og tollar Öryggis- og varnarmál Vegagerð Bylgjan Bítið Ríkisútvarpið Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Sjá meira
Kristrún segir það verða lykilatriði ríkisstjórnarinnar í næstu fjármálaáætlun „að loka gatinu“ en það verði þó ekki gert án þess að passa upp á innviði samfélagsins. Kristrún fór yfir þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt því að svara mörgum spurningum frá hlustendum um til dæmis kostnað í varnar- og öryggismálum í Úkraínu, aðstoð við börn með fjölþættan vanda og stöðu Ríkisútvarpsins. Kristrún sagði stjórnvöld borga háa vexti af lánum og það kosti mikið og það skipti miklu í samhengi alþjóðamála og verðbólgu að geta brugðist við og eiga til sjóði til þess. „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt,“ segir Kristrún. Það séu meiri leifar af ófjármögnuðum útgjöldum í framtíðinni úr lagasetningu síðustu ríkisstjórnar. Örorka og nýja fangelsið Hún segir sem dæmi veikleika á sviði örorku og endurhæfingar og það hafi ekki verið búið að gera ráð fyrir útgjöldum. Þá sé einnig kostnaður við nýtt fangelsi sem hafi ekki verið búið að gera ráð fyrir en hafi verið vitað við lok kjörtímabils. Kristrún segir þetta hluti sem ríkisstjórnin vildi standa við en gatið í fjárlögunum sé stærra en þau bjuggust við. Áskorunin að fara betur með ríkisfé sé enn meiri. Hagræðingartillögurnar hafi verið liður í viðbrögðum við því en svo þurfi einnig að huga betur að tekjuaukningu. Hvað varðar til dæmis útgjöld til varnarmála í Úkraínu þegar staðan sé svona segir Kristrún mikilvægt að það þau séu sett í samhengi. Hér búi fólk við frið og öryggi því Ísland sé partur af alþjóðasáttmálum og Ísland verði að taka þátt í því. Það verði að vera sátt, innan alþjóðasamfélagsins, við þátttöku Íslands. Kristrún segir peningana sem Ísland greiði til Úkraínu til dæmis fara í jarðsprengjuleit í sveitum og í danska prógrammið sem fer í að framleiða vopn í Úkraínu. Það sé passað að peningarnir fari á rétta staði. „Við eigum ofboðslega mikið undir að Rússar vinni ekki þetta stríð.“ Verði að tryggja varnar- og öryggismál Kristrún segir Ísland hafa tekið þátt í vopnakaupum og vopnaflutningum í gegnum tíðina. Það hafi ekki verið í fyrsta sinn í þessu stríði. Það hafi ekki verið svona átök, í okkar bakgarði frá seinni heimsstyrjöldinni, og það sé hagsmunamál fyrir Íslendinga að Úkraína tapi ekki þessu stríði. Stór hluti fjármagnsins fari í mannúðarmál og stærstur hluti þess fari í enduruppbyggingu svæðisins. Hlustendur spurðu forsætisráðherra ýmissa spurninga. Sem dæmi svaraði Kristrún spurningu um bílastæðagjöld á flugvöllum og sagði gott og gilt að skoða betur þann kostnað. Sjálf hafi hún meiri áhyggjur af kostnaði við innanlandsflug og öryggi í flugi. Það þurfi að skoða heildrænan kostnað landsbyggðarinnar við almenningssamgöngur. Aðkoma lífeyrissjóðanna að innviðauppbyggingu bar á góma. Það lægi fyrir að það vanti tugi milljarða í viðhald í vegakerfinu og auk þess vanti meira fjármagn í stórar framkvæmdir og jarðgögn. Ný ríkisstjórn stefni að því í nýrri fjármálaáætlun að auka fjármagn í viðhald vega og þjónustu. Á sama tíma sé ríkisstjórnin að skoða hvernig hægt sé að búa til fyrirkomulag fyrir lífeyrissjóðina til að koma inn. Útilokar ekki aðkomu lífeyrissjóða að innviðauppbyggingu „Það gæti meðal annars verið í gegnum eitthvað ríkisfélag,“ segir Kristrún og nefndi í því samhengi Isavia og Landsvirkjun sem séu lifandi félög í fjárfestingum á vegum ríkisins. Kristrún segist ekki sjá galla við það að lífeyrissjóðir kæmu að innviðauppbyggingu og það verði unnið að því að finna eitthvað snið sem henti. Það sé kortlagning í gangi og það þurfi hreinlega að taka ákvarðanir en þetta þurfi að vera á formi sem henti stjórnvöldum og íslenskum lífeyrissjóðum. Kristrún svaraði einnig spurningu um flutning fjölskyldu þolanda úr hverfi í kjölfar ofbeldis. Hún sagði alls ekki eðlilegt að það væri staðan. Þetta sé erfiður málaflokkur en ríkið ætli til dæmis að taka að sér þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda og taka þannig þjónustuna af sveitarfélögunum. Þjónustan hafi verið tilfallandi en það eigi að samþætta hana og þannig bindur hún vonir við að sveitarfélögin geti eflt þjónustu sína á fyrsta og öðru stigi. Kristrún segir stóran hluta af lausninni að auka fjármagn í úrræði. Það hafi skort samhæfingu, ábyrgð og fjármagn. Það muni taka tíma að leysa þetta en stjórnvöld hafi fullan hug á að gera það. Þriðja stigs þjónusta hjá ríkinu Hún segir eitt vandamálið að landinu sé stjórnað í hólfum. Hver sé með sitt ráðuneyti, svo komi sveitarstjórn en það þurfi að komast yfir þann hugsunarhátt til að hægt sé að stjórna sem heild. Kristrún svaraði því einnig hvort það væri eðlilegt að öryrkjar og lífeyrisþegar þurfi að fara af Íslandi til að láta tekjur sínar duga. Hún segir stjórnvöld ætla að bregðast við þessu. Það eigi að hækka frítekjumark til að minnka skerðingar og það eigi einnig að breyta lögum þannig að almannatryggingar og ellilífeyrir fylgi launavísitölu. Þá var Kristrún einnig spurð um stöðu RÚV því ekki var að finna tillögur um fjölmiðilinn í hagræðingartillögum. Kristrún sagði hafna vinnu hjá stjórnvöldum að endurskoða fyrirkomulag fjárveitinga til fjölmiðla. Styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla hafi verið framlengdar en það eigi að skoða stöðu RÚV og auglýsingasölu þeirra. Í samhengi við það þurfi að skoða stöðu RÚV og hlutverk miðilsins. Verði það síðasta að hækka tekjuskattinn Kristrún segir það sitt síðasta úrræði að hækka tekjuskatt til að „loka gatinu“ og það sama eigi við um að hækka skatt á fyrirtæki. Það eigi að fara í auknar hagræðingaraðgerðir sem snúi að betri nýtingu fjármagns og gjaldtöku í auðlindum eins og sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Verði eitthvað skoðað í tengslum við tekjuskatt verði það í tengslum við það að styrkja varnar- og öryggismál á Íslandi. Það sé ekki til umræðu að stofna her heldur styrkja það sem fyrir er, Landhelgisgæsluna og landamæraeftirlitið.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lífeyrissjóðir Fjölmiðlar Fangelsismál Innrás Rússa í Úkraínu Barnavernd Ofbeldi barna Skattar og tollar Öryggis- og varnarmál Vegagerð Bylgjan Bítið Ríkisútvarpið Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent