„Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. mars 2025 22:30 Liam Lawson og Max Verstappen, ökumenn Red Bull, ásamt liðstjóra liðsins, Christian Horner. Mark Sutton - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Christian Horner, liðsstjóri Red Bull liðsins í Formúlu 1, segir að komandi tímabil verði stærsta áskorun liðsins til þessa. Red Bull liðið hefur trónað á toppi Formúlu 1 undanfarin ár, en á síðasta tímabili mátti þó sjá að forysta þeirra stóð völtum fótum. Liðinu mistókst að vinna heimsmeistaratitil bílasmiða, en Max Verstappen, annar ökumanna liðsins, varð heimsmeistari ökumanna fjórða árið í röð. Breytingar urðu á Red Bull liðinu í ár og Liam Lawson tók sér sæti í bílnum við hlið Max Verstappen í stað Sergio Perez. Verstappen hélt í við fremstu bíla í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn, fyrstu keppni tímabilsins, í gærnótt, en Lawson komst ekki í gegnum fyrsta hluta tímatökunnar og ræsir átjándi í nótt. Þrátt fyrir augljósar brotalamir á Red Bull bílnum kveðst Christian Horner vera spenntur fyrir tímabilinu. „Fyrir mér er kaflinn sem liðið er að ganga í gegnum mjög spennandi. Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika,“ sagði Horner í aðdraganda keppnishelgarinnar. „Þetta verður magnað ferðalag og eitthvað sem ég hlakka mikið til.“ „Við höfum átt ótrúlegu gengi að fagna þar sem við höfum verið að hanna og smíða yfirbygginguna sjálfir, en með mismunandi vélaframleiðendum, bæði með Renault og síðar Honda. En nú þegar nýjar vélareglur taka gildi fyrir næsta tímabil fannst okkur kominn tími til að taka örlögin í okkar hendur og handsmíða okkar eigin vél.“ „Við erum í kapphlaupi við tímann því að á þessum tíma á næsta ári verða þær vélar í okkar eigin bílum.“ Ástralski kappaksturinn, fyrsta keppni tímabilsins í Formúlu 1, hefst klukkan 03:30 og verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Akstursíþróttir Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Red Bull liðið hefur trónað á toppi Formúlu 1 undanfarin ár, en á síðasta tímabili mátti þó sjá að forysta þeirra stóð völtum fótum. Liðinu mistókst að vinna heimsmeistaratitil bílasmiða, en Max Verstappen, annar ökumanna liðsins, varð heimsmeistari ökumanna fjórða árið í röð. Breytingar urðu á Red Bull liðinu í ár og Liam Lawson tók sér sæti í bílnum við hlið Max Verstappen í stað Sergio Perez. Verstappen hélt í við fremstu bíla í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn, fyrstu keppni tímabilsins, í gærnótt, en Lawson komst ekki í gegnum fyrsta hluta tímatökunnar og ræsir átjándi í nótt. Þrátt fyrir augljósar brotalamir á Red Bull bílnum kveðst Christian Horner vera spenntur fyrir tímabilinu. „Fyrir mér er kaflinn sem liðið er að ganga í gegnum mjög spennandi. Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika,“ sagði Horner í aðdraganda keppnishelgarinnar. „Þetta verður magnað ferðalag og eitthvað sem ég hlakka mikið til.“ „Við höfum átt ótrúlegu gengi að fagna þar sem við höfum verið að hanna og smíða yfirbygginguna sjálfir, en með mismunandi vélaframleiðendum, bæði með Renault og síðar Honda. En nú þegar nýjar vélareglur taka gildi fyrir næsta tímabil fannst okkur kominn tími til að taka örlögin í okkar hendur og handsmíða okkar eigin vél.“ „Við erum í kapphlaupi við tímann því að á þessum tíma á næsta ári verða þær vélar í okkar eigin bílum.“ Ástralski kappaksturinn, fyrsta keppni tímabilsins í Formúlu 1, hefst klukkan 03:30 og verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Akstursíþróttir Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn