Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. mars 2025 18:22 Mark Nelsons, Winsconsin-búi, bíður eftir aðstoð eftir að vöruflutningabíll hans féll á hliðinna vegna mikilla vinda á milliríkjahraðbraut 44. AP Sautján eru látnir og tugir slasaðir vegna hvirfilbylja og ofsafenginna vinda sem hafa farið um mið- og suðurríki Bandaríkjanna síðustu tvo daga. Veðrakerfi sem færist austur yfir landið hefur orsakað mikla sandstorma og mörg hundruð gróðurelda í tólf ríkjum. Osafengið veðurfar, þar á meðal sterkir vindar og fellibylir, er talið munu hafa áhrif á íbúasvæði meira en 130 milljóna manna. Frá landamærum Kanada til Texas er vindum spáð sem geta náð allt að 36 metrum á sekúndu (130 km/klst) sem geti bæði leitt til snjóstorma á kaldari svæðum í norðri og gróðureldahættu í þurrari og heitari svæðum í suðri. Hvirfilbylir tættu í sig hús Flest dauðsföll urðu á laugardagsmorgun í Missouri þegar ellefu létust af völdum hvirfilbylja. Samkvæmt vegaeftirliti Missouri-ríkis slösuðust einnig fjölmargir. AP fjalla um málið. Meðal þeirra sem létust var maður sem dó þegar hvirfilbylur tætti hús hans í sundur. „Það var óþekkjanlegt sem heimili. Bara rústir einna,“ sagði Jim Akers, dánardómstjóri Butler-sýslu, þegar hann lýsti aðstæðunum sem blöstu við viðbragðsaðilum. „Gólfið var á hvolfi. Við gengum á veggjunum.“ Hins vegar hafi björgunarmönnum tekist að bjarga konu úr rústunum. Eitt húsanna sem eyðilagðist í hvirfilbyjunum sem fóru yfir Missouri.AP Sandstormar og gróðureldar í suðri Yfirvöld í Arkansas greindu frá því að í morgun hefðu þrír dáið í Independence-sýslu og 29 aðrir slasast í átta sýslum eftir að stormurinn reið yfir. Sarah Huckabee Sanders, ríkisstjóri Arkansas, greindi frá því á X að björgunarsveitarmenn væru á vettvangi til að aðstoða fólk og að hún hefði tekið 250 þúsund Bandaríkjadala (um 33,6 milljónir króna) úr neyðaráætlunarsjóði til að styðja við þau samfélög sem hefðu skaðast í stormviðrinu. Þá létust þrír í bílslysum í sandstormi í Amarillo í norðurhluta Texas, sem kallaður er Texaspönnuskaftið (e. Texas Panhandle). Íbúar ríkisins hafa bæði glímt við mikla sandstorma og meira en hundrað gróðurelda. Ástandið í Okalhoma virðist enn verra þar sem tilkynnt hefur verið um 130 gróðurelda og fjöldi fólks hefur þurft að yfirgefa heimili sín. Næstum 300 heimili hafa orðið fyrir tjóni eða eyðilagst í Oklahoma vegna eldanna. Kevin Stitt, ríkisstjóri Oklahoma, sagði um 69 hektara lands hafa orðið eldunum að bráð. Bandaríkin Gróðureldar Náttúruhamfarir Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Osafengið veðurfar, þar á meðal sterkir vindar og fellibylir, er talið munu hafa áhrif á íbúasvæði meira en 130 milljóna manna. Frá landamærum Kanada til Texas er vindum spáð sem geta náð allt að 36 metrum á sekúndu (130 km/klst) sem geti bæði leitt til snjóstorma á kaldari svæðum í norðri og gróðureldahættu í þurrari og heitari svæðum í suðri. Hvirfilbylir tættu í sig hús Flest dauðsföll urðu á laugardagsmorgun í Missouri þegar ellefu létust af völdum hvirfilbylja. Samkvæmt vegaeftirliti Missouri-ríkis slösuðust einnig fjölmargir. AP fjalla um málið. Meðal þeirra sem létust var maður sem dó þegar hvirfilbylur tætti hús hans í sundur. „Það var óþekkjanlegt sem heimili. Bara rústir einna,“ sagði Jim Akers, dánardómstjóri Butler-sýslu, þegar hann lýsti aðstæðunum sem blöstu við viðbragðsaðilum. „Gólfið var á hvolfi. Við gengum á veggjunum.“ Hins vegar hafi björgunarmönnum tekist að bjarga konu úr rústunum. Eitt húsanna sem eyðilagðist í hvirfilbyjunum sem fóru yfir Missouri.AP Sandstormar og gróðureldar í suðri Yfirvöld í Arkansas greindu frá því að í morgun hefðu þrír dáið í Independence-sýslu og 29 aðrir slasast í átta sýslum eftir að stormurinn reið yfir. Sarah Huckabee Sanders, ríkisstjóri Arkansas, greindi frá því á X að björgunarsveitarmenn væru á vettvangi til að aðstoða fólk og að hún hefði tekið 250 þúsund Bandaríkjadala (um 33,6 milljónir króna) úr neyðaráætlunarsjóði til að styðja við þau samfélög sem hefðu skaðast í stormviðrinu. Þá létust þrír í bílslysum í sandstormi í Amarillo í norðurhluta Texas, sem kallaður er Texaspönnuskaftið (e. Texas Panhandle). Íbúar ríkisins hafa bæði glímt við mikla sandstorma og meira en hundrað gróðurelda. Ástandið í Okalhoma virðist enn verra þar sem tilkynnt hefur verið um 130 gróðurelda og fjöldi fólks hefur þurft að yfirgefa heimili sín. Næstum 300 heimili hafa orðið fyrir tjóni eða eyðilagst í Oklahoma vegna eldanna. Kevin Stitt, ríkisstjóri Oklahoma, sagði um 69 hektara lands hafa orðið eldunum að bráð.
Bandaríkin Gróðureldar Náttúruhamfarir Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira