Svört skýrsla komi ekki á óvart Bjarki Sigurðsson skrifar 15. mars 2025 12:54 Ásthildur Lóa Þórsdóttir er menntamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis telur neyðarvistun barna í fangaklefa í Hafnarfirði brjóta gróflega gegn réttindum barna. Barnamálaráðherra segir niðurstöðuna ekki koma á óvart. Síðan í október í fyrra hefur Barna- og fjölskyldustofa notað fangaklefa í lögreglustöðinni í Hafnarfirði sem neyðarvistunarúrræði. Neyðarvistunin var fram að því á meðferðarheimilinu Stuðlum en þar var eldsvoði í október þar sem sautján ára piltur lést. Í gær birtist kolsvört skýrsla frá Umboðsmanni Alþingis. Fangageymslan sé ekki viðeigandi vistunarstaður en ekkert þar bendi til þess að vista eigi barn í viðkvæmri stöðu þar. Úrræðið beri öll merki um að þar eigi að vista fullorðna við hátt öryggisstig, en þar eru hvorki gluggar, klukkur né speglar. Ásthildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra segist fagna skýrslunni. Niðurstaða umboðsmanns komi ekki á óvart. „Eins og ég er margoft búin að segja, eftir að Stuðlar brunnu voru engin úrræði sem stóðust öryggiskröfur. Þess vegna hefur þetta úrræði verið notað í neyð. Og það er miður að það hafi þurft að gera það,“ segir Ásthildur. Neyðarvistunin á Stuðlum átti ekki að vera tilbúin fyrr en undir lok þessa árs. Hins vegar er búið að flýta vinnunni og álman ætti að opna í byrjun apríl. Þó einungis tvö herbergi. „Þetta átti ekki að vera tilbúið fyrr en í lok árs. Þetta hefur okkur tekist að gera, að ýta þessu fram. Þannig að okkur voru gefnar fjórar til sex vikur til að ljúka þessum tveimur herbergjum sem eru gríðarlegar framfarir. Nú á þetta eftir tvær vikur að vera tilbúið og ég vona að það standist. Þá verður hægt að hætta að nota Flatahraun,“ segir Ásthildur. Það þarf að bæta úrræði fyrir börn í vanda. „Neyðarúrræði er neyðarúrræði. Að vera með varaneyðarúrræði, ég veit ekki hvað maður á að segja um það. En það þarf fleiri úrræði og það þyrfti helst að bæta við herbergjum á Stuðlum svo við lendum ekki í þessu aftur. Eftir brunann var þetta það eina sem fannst sem fullnægði öryggiskröfum,“ segir Ásthildur. Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, hefur ekki svarað ítrekuðum skilaboðum og símtölum fréttastofu í dag. Málefni Stuðla Börn og uppeldi Fangelsismál Ofbeldi barna Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Síðan í október í fyrra hefur Barna- og fjölskyldustofa notað fangaklefa í lögreglustöðinni í Hafnarfirði sem neyðarvistunarúrræði. Neyðarvistunin var fram að því á meðferðarheimilinu Stuðlum en þar var eldsvoði í október þar sem sautján ára piltur lést. Í gær birtist kolsvört skýrsla frá Umboðsmanni Alþingis. Fangageymslan sé ekki viðeigandi vistunarstaður en ekkert þar bendi til þess að vista eigi barn í viðkvæmri stöðu þar. Úrræðið beri öll merki um að þar eigi að vista fullorðna við hátt öryggisstig, en þar eru hvorki gluggar, klukkur né speglar. Ásthildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra segist fagna skýrslunni. Niðurstaða umboðsmanns komi ekki á óvart. „Eins og ég er margoft búin að segja, eftir að Stuðlar brunnu voru engin úrræði sem stóðust öryggiskröfur. Þess vegna hefur þetta úrræði verið notað í neyð. Og það er miður að það hafi þurft að gera það,“ segir Ásthildur. Neyðarvistunin á Stuðlum átti ekki að vera tilbúin fyrr en undir lok þessa árs. Hins vegar er búið að flýta vinnunni og álman ætti að opna í byrjun apríl. Þó einungis tvö herbergi. „Þetta átti ekki að vera tilbúið fyrr en í lok árs. Þetta hefur okkur tekist að gera, að ýta þessu fram. Þannig að okkur voru gefnar fjórar til sex vikur til að ljúka þessum tveimur herbergjum sem eru gríðarlegar framfarir. Nú á þetta eftir tvær vikur að vera tilbúið og ég vona að það standist. Þá verður hægt að hætta að nota Flatahraun,“ segir Ásthildur. Það þarf að bæta úrræði fyrir börn í vanda. „Neyðarúrræði er neyðarúrræði. Að vera með varaneyðarúrræði, ég veit ekki hvað maður á að segja um það. En það þarf fleiri úrræði og það þyrfti helst að bæta við herbergjum á Stuðlum svo við lendum ekki í þessu aftur. Eftir brunann var þetta það eina sem fannst sem fullnægði öryggiskröfum,“ segir Ásthildur. Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, hefur ekki svarað ítrekuðum skilaboðum og símtölum fréttastofu í dag.
Málefni Stuðla Börn og uppeldi Fangelsismál Ofbeldi barna Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira