Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. mars 2025 11:54 Miklar skemmdir eru á MV Stena Immaculate. 36 voru um borð í skipinu. Einn var fluttur á spítala. Vísir/EPA Skipstjóri fraktskipsins Solong hefur verið ákærður og farið fyrir dóm í Hull í Englandi. Skipið sigldi á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate í Norðursjó fyrr í vikunni með þeim afleiðingum að einn áhafnarmeðlimur Solong lést. Vladimir Motin er rússneskur maður á sextugsaldri og var skipstjóri Solong. Hann fór fyrir dómara í Hull í morgun en hann var handtekinn í vikunni grunaður um manndráp af gáleysi. Mark Angelo Pernia, Filippseyingur á fertugsaldri lést í kjölfar áreksturs skipanna. Öllum öðrum áhafnarmeðlimum skipanna beggja, 36 talsins, var bjargað. Frakskipið Solong skall á efna- og olíuflutningaskipið MV Stena Immaculate sem lá við akkeri út fyrir strönd Englands. Bæði skip urðu fyrir talsverðu tjóni og svartur reykur steig upp úr báðum skipum. Sprengingar glumdu þegar eldur barst að tönkum fullum af þotueldsneyti sem lekur nú út í Norðursjó. Stena Immaculate siglir undir bandarískum fána og liggur enn við akkeri út fyrir Hull þar sem slysið varð, um tuttugu kílómetrum úti fyrir Austur-Jórvíkurskíri. Skipið bar þotueldsneyti fyrir bandaríska herinn og var á leið frá Skotlandi til Rotterdam í Hollandi þegar áreksturinn varð. Strandgæsla Englands segir bæði skip í stöðugu ástandi. „Nú eru bara stöku eldsvoðar stundum á Solong sem valda okkur ekki miklum áhyggjum,“ segir hann í samtali við breska miðilinn Guardian og bætir við að sérútbúnir slökkviliðsbátar séu við akkeri í nágrenni skipsins, tilbúnir til að bregðast við breiði eldurinn úr sér á nýjan leik. Skipaflutningar Bretland Bensín og olía Umhverfismál England Rússland Tengdar fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Fraktskipið Solong sem skall á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate flutti gáma fyrir Samskip Multimodal. Árekstur skipanna varð úti fyrir Hull á Englandi í morgun og olli miklu tjóni. 10. mars 2025 23:00 Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Fraktskipið portúgalska Solong sem rakst á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate í Norðursjó var með 15 gáma af natríumblásýrusalti um borð. Bæði skip urðu fyrir talsverðu tjóni við áreksturinn og eins áhafnarmeðlims Solong er enn leitað. 10. mars 2025 20:59 Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Meiriháttar björgunaraðgerð er nú í gangi í Norðursjó undan ströndum austanverðs Englands eftir að olíuflutningaskip og fraktskipt rákust þar á. Eldur logar í báðum skipum en áhöfn olíuskipsins er sögð heil á húfi. 10. mars 2025 13:14 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Vladimir Motin er rússneskur maður á sextugsaldri og var skipstjóri Solong. Hann fór fyrir dómara í Hull í morgun en hann var handtekinn í vikunni grunaður um manndráp af gáleysi. Mark Angelo Pernia, Filippseyingur á fertugsaldri lést í kjölfar áreksturs skipanna. Öllum öðrum áhafnarmeðlimum skipanna beggja, 36 talsins, var bjargað. Frakskipið Solong skall á efna- og olíuflutningaskipið MV Stena Immaculate sem lá við akkeri út fyrir strönd Englands. Bæði skip urðu fyrir talsverðu tjóni og svartur reykur steig upp úr báðum skipum. Sprengingar glumdu þegar eldur barst að tönkum fullum af þotueldsneyti sem lekur nú út í Norðursjó. Stena Immaculate siglir undir bandarískum fána og liggur enn við akkeri út fyrir Hull þar sem slysið varð, um tuttugu kílómetrum úti fyrir Austur-Jórvíkurskíri. Skipið bar þotueldsneyti fyrir bandaríska herinn og var á leið frá Skotlandi til Rotterdam í Hollandi þegar áreksturinn varð. Strandgæsla Englands segir bæði skip í stöðugu ástandi. „Nú eru bara stöku eldsvoðar stundum á Solong sem valda okkur ekki miklum áhyggjum,“ segir hann í samtali við breska miðilinn Guardian og bætir við að sérútbúnir slökkviliðsbátar séu við akkeri í nágrenni skipsins, tilbúnir til að bregðast við breiði eldurinn úr sér á nýjan leik.
Skipaflutningar Bretland Bensín og olía Umhverfismál England Rússland Tengdar fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Fraktskipið Solong sem skall á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate flutti gáma fyrir Samskip Multimodal. Árekstur skipanna varð úti fyrir Hull á Englandi í morgun og olli miklu tjóni. 10. mars 2025 23:00 Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Fraktskipið portúgalska Solong sem rakst á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate í Norðursjó var með 15 gáma af natríumblásýrusalti um borð. Bæði skip urðu fyrir talsverðu tjóni við áreksturinn og eins áhafnarmeðlims Solong er enn leitað. 10. mars 2025 20:59 Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Meiriháttar björgunaraðgerð er nú í gangi í Norðursjó undan ströndum austanverðs Englands eftir að olíuflutningaskip og fraktskipt rákust þar á. Eldur logar í báðum skipum en áhöfn olíuskipsins er sögð heil á húfi. 10. mars 2025 13:14 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Fraktskipið Solong sem skall á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate flutti gáma fyrir Samskip Multimodal. Árekstur skipanna varð úti fyrir Hull á Englandi í morgun og olli miklu tjóni. 10. mars 2025 23:00
Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Fraktskipið portúgalska Solong sem rakst á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate í Norðursjó var með 15 gáma af natríumblásýrusalti um borð. Bæði skip urðu fyrir talsverðu tjóni við áreksturinn og eins áhafnarmeðlims Solong er enn leitað. 10. mars 2025 20:59
Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Meiriháttar björgunaraðgerð er nú í gangi í Norðursjó undan ströndum austanverðs Englands eftir að olíuflutningaskip og fraktskipt rákust þar á. Eldur logar í báðum skipum en áhöfn olíuskipsins er sögð heil á húfi. 10. mars 2025 13:14